Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 67
SORTNAR SENTRÚM lýsingum á ofbeldisverkum þeirra. Svo yfirgengileg er ofbeldishneigðin að þeir brenna sjúkrahús til grunna, bara sér til afþreyingar og kveikja svo í hóteli í þeirri von að börn brenni þar inni! Ofbeldi hvers konar er sjaldan fjarri andhetjum Megasar, þó að ekki sé það í eins stórum skömmtum og í Birni og Sveini. Plastpokamaður- inn er áður óþekkt tegund karlmanna í kveðskap um Reykjavíkurpilta, drykkfelldi auminginn sem dettur ekki í hug að vinna fyrir brauði sínu. Eigur sínar ber hann í plastpoka, hann liggur uppá einstæðum mæðrum sem eiga íbúð, og „er bara hress“ í fyrstu, en síðan kárnar gamanið: Og ég fíla ekki ávexti fornra ásta ég var ekki þar og ég flæmi börnin út og oní miðstöðvarkompurnar Loks fæ ég mér í glas og gleðskapnum linnir seint ég geng í skrokk á dömunni en það er ekki illa meint Liðið af Hlemmi þiggur heimboð hjá frúnni og mér það hefur vetursetu meðan seðlar eru til og gler Loks redda ég kaupanda það er langtum betra að leigja sér bara smærra og daman lendir á bænum en ég flýg á braut með féð hærra og hærra Elskhugar í kveðskap Megasar eru heldur óþrifalegur fénaður. Af því að Tómas talaði svo fjálglega um Austurstrætisdætur þá læt ég ekki hjá líða að minnast á ljóðmælanda í textanum „Veinaðu úlfur úlfur“, sem byrj- ar á hefðbundinn hátt að manga til við konu: „Litla sæta Austurstrætis liljan mín/ það er langt síðan ég horfði í þessi dimmu augu þín“, en fljót- lega kemur í ljós að hann er enginn draumaprins: „Mig minnir ég hafi barið þig ég man það ekki skýrt...“ Fleiri karlkyns andhetjur má finna í kveðskap Megasar sem ekki eru einungis til þess fallnir að skopstæla hetjuljóð, birta innsýn í nýja heima og sýna aðra hlið á íbúum höfuðborgarinnar. Einnig má í mörg- um ljóðunum heyra enduróm af sögunum um góðglaða kvennamenn landsbyggðarinnar sem eru svo dæmalaust aðlaðandi. Alla þessa Einsa úr Eyjunum og Bjössa á mjólkurbílunum, sem eru ekki við eina fjölina felldir í kvennamálum, en alltaf hressir, jákvæðir og vinsælir, þó að mann gruni ýmislegt annað þegar rýnt er í textana. Rómantíkin sem iðulega blómstrar í Þórsmörk og Atlavík og menn eru „hlæjandi, syngjandi, frelsinu fagnandi11 er líka sett harkalega nið- ur á jörðina í nútímalegum brag um útihátíð, sem einmitt ber nafnið »Kvöld í Atlavík" en fjallar um stúlku sem verður ofurölvi og er nauðgað TMM 2005 ■ 4 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.