Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 70
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Skyldi það vera tilviljun að einmitt þegar átti að samþykkja Megas (og allar kerlingar bæjarins sjálfsagt byrjaðar að tala fallega um hann) sást hann spóka sig með tælenskum klæðskiptingi á Laugaveginum og fór í ofanálag að syngja um litla sæta stráka? Tilviljun eða ekki, en við það færðist hann svo langt út á jaðarinn aftur að honum var beinlínis hrint fram af brúninni og niður í djúpið, þar sem hann mátti svamla útskúf- aður um árabil. Aftur færðist Megas þó smátt og smátt inn á miðjuna og stóð eins og teiknaður inn á hana með sirkli þegar Björn Bjarnason mennta- málaráðherra afhenti honum verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Megas þáði verðlaunin, en þegar hann var spurður eftir athöfnina hvaða þýðingu þau hefðu, svaraði hann eins og frægt er orðið: „Bönns af monní“ - sletti þar ægilega á sjálfum hátíðisdeginum og gekk einnig freklega gegn þeirri hugmynd að „heiðurinn“ væri það sem mestu máli skipti við slíkar kringumstæður. Þetta hneykslaði einhverja, en ekki nógu marga. Megas hefur nefni- lega verið króaður af inni á miðju heiðurslandslagsins. Hann þykir óumdeilanlega frábær textahöfundur. Sérstaða hans er viðurkennd. Trúarskoðanir hans samþykktar af prestum. Forsætisráðherrann vitnar í hann í ræðum. Hann er kominn á heiðurslaun Alþingis. Hann er virt- ur og vinsæll. Þegar Megas varð sextugur, í apríl á þessu ári, kom þetta vel í ljós í fjölmiðlum þar sem upphófst mikill hamagangur í afmælisvikunni. Ótal útvarps- og sjónvarpsþættir voru tileinkaðir hinu sextuga skáldi; kvaddir til gamlir skólabræður sem lýstu gömlum dögum, vinir og vinkonur, alþingismenn, prestar, ritstjórar og vísindamenn - og allir mærðu Megas, hömpuðu honum og hossuðu. Stórtónleikar voru líka haldnir honum til heiðurs, þar sem fjölmargir tónlistarmenn fluttu hans þekktustu lög. í stuttu máli sagt var svo mikill afmælistitringur í Reykjavík að meira að segja heitum aðdáendum, sem auðvitað vilja veg Megasar sem mest- an, þótti næstum nóg um. En hvernig tók Megas þessum hamagangi? Hann tók honum bara vel, enda hafði hann lítið af honum að segja. Auðvitað var hann hvergi sjáanlegur í megavikunni. Hann var á slóðum Jónasar í Kaupmannahöfn. Enda fjarskalega erfitt að sjá Megas fyrir sér í miðju skjallsins bugtandi sig og beygjandi. Á jaðrinum unir hann sér best og þangað mun hann leita á ný til þess að vega upp á móti skjalli afmælisársins mikla. Um þessar mundir kemur út plata sem sennilega inniheldur grófari 68 TMM 2005 • 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.