Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 78
Olga Markelova Tengsl við hefðina tengjast ekki aðeins tilteknum minnum eða text- um; einnig er hægt að gera tilraun með ljóðtegundir og yrkingaraðferðir. Þetta er gert í Heilræðavísunum þrem, sem voru samdar á mismunandi tímabilum en eru þó allar eins í uppbyggingu og í því hvernig hugsunin í þeim þróast. Titillinn „Heilræðavísur“ sýnir tengsl ljóðanna við kveð- skap Hallgríms Péturssonar, og Megas hefur aldrei afneitað áhrifum þess skálds á sig (Geir Svansson og Hjálmar Sveinsson, 2001). Uppbygging „Heilræðavísnanna" er lík uppbyggingu sálma. Talin eru upp öll mögu- leg vandamál manns og svo boðið upp á lausn í stefinu sem er alltaf hin sama, að leita til guðs og finna huggun hjá honum. í „Heilræðavísum" á plötunni Megas (1972) er lausnin að fara í Víðihlíð og vera þar. (Textar; 58-59). Hin blessaða Víðihlíð er annaðhvort staður (í Skagafirði) sem var á sínum tíma frægur fyrir fyllerí eða útibú frá Kleppi. í „Heilræðavísum #2“ er lausn og huggun að finna í dópi. Ljóðið fylgir sama munstri og fyrri Heilræðavísur - nema að hugsanlegu himnaríki er ekki lýst. Síðasta erindið er bölvun þeim sem vilja ekki fara eftir heilræðaboðorðum og lýsing á afleiðingum þess, líklega sjálfsmorði (Textar, 193). Ekki verða eingöngu textar og sögur efni í paródíu heldur einnig samhengi, t.d. tilteknar klisjur, hugtök eða hugsunarhættir. Brugðið er á leik með klisjur í „Sögu úr sveitinni", sem byggist á algengri ímynd um sveitasælu. Þetta er mest áberandi í stefinu um „trú á sauðkindina og heilaga jómfrú" (Textar, 130; sbr. ennfremur Gest Grímsson, 42). Ljóðið er ekkert annað en skopstæling á þessari ímynd; sveitin er sem sagt langtífrá friðsæl því að undir fallegu yfirborðinu leynast dráp og mannát. En þessi uppreisn gegn klisjukenndum ímynd- um er gerð í gamni, og lagið við ljóðið er létt og leikandi. Og það sem meira er, um leið og ljóðið fer úr einni hefð lendir það í annarri. Erindin eru ort í limruformi, sem tengist breskri nonsense-hefð, m.a. skáld- skap Edwards Lear. Innihald erindanna er einnig dæmigert fyrir slíkar limrur: fyndnar gróteskar vísur um menn og dýr. Þetta ljóðform krefst að sjálfsögðu smáskammts af bulli, en ekki er hægt að segja með vissu hvort skáldið skrumskælir innlenda goðsögn um sveitasælu viljandi eða lætur aðra - erlenda - hefð leiða sig. Þannig myndast írónísk afstaða bæði til ímyndarinnar sem ljóðið gengur út frá og til paródíunnar sem skáldið býr til; þetta er einskonar tvöfaldur rangur spegill eða speglasal- ur sem viðtakandinn er lentur í. „Um raungildisendurmat umframstaðreynda" má kalla paródíu á rökhugsun. Bragarhátturinn er hexameter sem var í fornklassískum kveð- skap (og síðan í evrópskum) notaður til að flytja alls konar vitneskju; en hér er efnið ekki í samræmi við þennan afar virðulega bragarhátt. Þetta er 76 TMM 2005 • 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.