Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 79
MEGAS - GAMALL OG NÝR
þula af allskonar augljósum staðreyndum („púkarnir hafa hala“, „þokan
víst er hún grá“, „fílar baula“) og bulli („Gönguhrólfur fékk sér á endan-
um léttan hundasleða“, Sinnbað „sýnir sig ekki fyrir kvöldfréttir" (Textar,
72-73)). Öll þessi þula þykist vera rök til að sanna að hugmyndin um ein-
staklingsfrelsi sé ímyndun, en ályktunin verður þó að allt sem telst stað-
reyndir í veruleikanum sé ímyndun. I lokaerindinu kemst skáldið að því
að „fullyrðing stöðluð og skreytt hún gildir þó brjóti í bága við reyndina"
(sama, 73). Fleiri dæmi mætti taka um slíkan útúrsnúning úr klisjum,
hugtökum og heitum í textum Megasar, en þessi verða látin nægja.
Aðalmarkmiðið skáldsins virðist vera að losa eitthvað sem á sér stað
í hefðinni (þ.e. þekkta sögu, tilvitnun, minni, Ijóðform o.s.frv.) úr upp-
runalegu samhengi sínu og undan aukamerkingum sem eru tengdar
því. Þá fyrst er hægt að nota það sem form fyrir skilaboð skáldsins.
Algengustu aðferðir til að leysa hefðbundin atriði úr venjulegu sam-
hengi sínu eru skopstæling, paródía og írónía; um þetta má almennt
vitna til orða A. V. Sjerbenoks:
Textatengsl í rokktextum eru gjörólík textatengslum í venjulegum fagurbók-
menntum, þótt oft sé látið svo sem rokktextar séu einangraðir á ákveðnu
textasvæði (textualitet). Þegar Iosif Brodskij setur tilvitnun úr G.Derzjavin inn
í kvæði sitt sýnir það að ljóðahefð 18. aldar er ennþá á lífi og í góðu gildi í nútím-
anum. Sé vísað í bókmenntatexta í rokktexta, bendir það hins vegar til þess að
bókmenntahefðin sem vísað er til sé dauð (...) „Annað líf“ sem hinar og þessar
setningar virðast fá í rokktexta er í rauninni ekkert annað en skjálfti líks sem er
sett undir háspennu tónlistarinnar. Þegar tónlistin deyr út virðist líkið jafnvel
dauðara en fyrr og rís aldrei aftur upp að nýju: þegar vitnað er í rokklagi til ann-
ars rokklags er það alltaf hjákátlegt. (...) Þetta er harmleikur rokkmenningar-
innar og gerir að verkum að hún getur ekki skapað eigin ljóðahefð til að taka við
af útjaskaðri bókmenntahefð. (A.B.mEPBEHOK. CJIOBO B PYCCKOM POKE
// A.V. Sjerbenok „Orð í rússnesku rokki“: Text i kontext #2, 1999, 7)
í þessu sambandi má nefna algenga stefnu í rússnesku rokki á árunum
1980 -’90 að vitna í sovéskar bókmenntir í stórum stíl í rokklögum,
enda þótti það besta aðferðin til að drepa þá bókmenntahefð.
Tilvitnanir í eldri dægurlagatexta, einkum rokktexta, hjá Megasi eru
ekki ýkja margar og ekki eins áberandi og vísanir til bókmennta, en þó
nokkrar samt. Hér má nefna kvæðið „Aldrei þó kemstu að því (hver
hann er)“, en þar er persónunni lýst svona: „Hver ekur einsog illvígt
ljón/ og með eina loppu á stýri“. Þetta er vísun í „Bjössa kvennagull“
sem Haukur Morthens söng um, og persónan er „Ijón með hægri hönd
á stýri“ (Textar, 77). Önnur vísun til laga Hauks er í textanum „Lóa Lóa“
(sama heimild, 235). Línan „mér langar svo að hanna til þín brú“ vísar
til lagsins „Lóa á Brú“: „ Lóa litla á Brú, hún var laglegt fljóð/.../ Vildi
TMM 2005 • 4
77