Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 80
Olga Markelova
fá sér vænan mann / og vera alltaf svo blíð og góð við hann“ (vitnað eftir
Gesti Guðmundssyni, 1990, 51). Lokaerindi textans „Um raungildisend-
urmat u m framstaðreynda“ hefur verið kallað stæling á texta eftir Bob
Dylan (Textar, 73). Mörg fleiri dæmi eru um þetta.
Þannig undirstrikar rokkskáldið samband sitt við ólíkar hefðir. Ann-
ars vegar dregur Megas gamla texta eða lög inn í nútímann og gefur þeim
þar annað líf. Þeir geta verið skammlífir, einsog A.V. Sjerbenok segir í
greininni sem vitnað var til hér að framan, en meðan þeir lifa renna þeir
saman við frumsamin lög/ljóð rokkskáldsins í einum kveðskaparheimi.
Megas gerir kröfu til að eiga rætur í menningu alls heimsins.
Textar eftir aðra höfunda
Tengsl höfundar (og flytjanda) rokktexta við gamla hefð má líka sjá á
því hvort hann syngur og setur á plötur sínar texta eftir aðra, eldri höf-
unda og hvaða textar það eru. Segja má að hann innlimi ljóð eftir aðra
inn í skáldskap sinn með því að setja þau á plötu ásamt sínum eigin
textum. Á plötum Megasar má finna tengsl af þessu tagi við innlenda
og erlenda hefð: t.d. er rússneskt þjóðkvæði, „Stenka Razin", í íslenskri
þýðingu á plötunni Far ... þinn veg (2001), vísur Ófelíu úr leikriti
Shakespeares (fyrst flutt 1999 í ríkisútvarpið, svo gefnar út á plötunni
(Kristilega kœrleiksblómin spretta kringum) hitt og þetta, 2002), brot úr
Passíusálmum og fleira.
Þegar Megas syngur texta eftir aðra höfunda er oftast ekki um
íróníska afstöðu að ræða, þótt lög geti stundum verið endurtúlkuð í
útsetningunni. Til dæmis eru öll lögin á plötunni Nú er ég klæddur og
kominn á ról (1978) íslensk barnalög, þulur og söngleikir, en söngurinn
og tónlistin eru með alvarlegu yfirbragði. Eitt af lögunum er „Þyrnirós
var besta barn“ sem er skopstælt í kvæði Megasar, „Þyrnirós“ (af Til
hamingju með fallið, 1996). Bæði frumkvæðið og skopstælingin eru
þannig innlimuð í verk rokkskáldsins, og um þetta gildir það sama og
með „Paradísarfuglinn“ og „Brúðarnóttina“ eftir Davíð Stefánsson, sem
greint var frá hér að ofan.
Textatengsl í Ijóðaheimi Megasar
Kveðskapur Megasar myndar sterka heild og er ekki grundvallarmunur
á mismunandi tímabilum. Megas tekur nefnilega oft upp lag löngu eftir
að það hefur verið samið og setur gömul og vel þekkt lög sín á nýjar plöt-
ur með nýju efni. Afstöðu skáldsins til textans „Jason og gullna reyfið“
78
TMM 2005 • 4