Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 85
Baldur Hafstað „Þriggja stafa maður“ Úr gömlum texta um gamalt og nýtt vandamál: meðferð heimilda Robert Burton (1577-1640) var metsöluhöfundur í Bretlandi á 17. öld. Verk hans, The Anatomy of Melancholy, birtist fyrst árið 1621, og áður en höf- undurinn var allur hafði það komið út sex sinnum, aukið og endurbætt. Eins og titillinn bendir til fjallar þetta mikla verk um þunglyndi í sínum óteljandi myndum og allt sem í mannlegu valdi stendur til að vinna bug á því eða draga úr því. Reyndar er í verkinu farið vítt um svið mannlífs og menningar og segja má að bókin sé ómetanleg heimild um þankagang lærðs Evrópubúa á þeim tíma þegar ný viðhorf eru heldur betur farin að takast á við og ýta til hliðar ýmsum gamalgrónum miðaldahugmyndum. Robert Burton er að vísu mjög með hugann við eldri höfunda og vitnar óspart í verk þeirra. Umræðuefnið í þýðingunni hér á eftir er ritstuldur og heimildanotkun, málefni sem talsvert hefur verið fjallað um hér á landi síðustu mánuði og misseri - og sér ekki fyrir endann á. Texti Burtons gæti verið innlegg í þessa umræðu, en hann minnir jafnframt á hvað þessi vandi, þ.e. meðferð heimilda, hefur lengi verið mönnum ofarlega í huga. Um Robert Burton (sem notaði höfundarnafnið Democritus Junior) hefur ekki verið skifað á íslensku svo ég viti ef frá er talin fróðleg umfjöllun Dagnýjar Kristjánsdóttur prófessors í bókinni Undirstraumar (1999; sjá kaflann „Hugsýki“, bls. 326-342, þar sem hún ræðir hugmynd- ir helstu spekinga fyrri tíðar um melankólíu). Þá hefur Finna B. Steins- son myndlistarmaður þýtt nokkur gullkorn úr verki Burtons í sýning- arskrá sem gefin var út í tilefni sýningarinnar Anatomy of Melancholy í Ásmundarsal vorið 2004. Og loks má geta þess að Eiríkur Jónsson (1981:12 og 210-211) hefur af glöggskyggni veitt því eftirtekt að Hall- dór Laxness nýtti sér The Anatomy of Melancholy í íslandsklukkunni. Ábendingar Eiríks í Rótum íslandsklukkunnar gætu orðið lesendum og rannsakendum Laxness hvatning til að komast yfir þetta 1400 síðna verk Burtons í von um frekari uppgötvanir. Ýmis mikilvæg höfundareinkenni Burtons koma fram í textanum TMM 2005 • 4 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.