Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 85
Baldur Hafstað
„Þriggja stafa maður“
Úr gömlum texta um gamalt og nýtt vandamál:
meðferð heimilda
Robert Burton (1577-1640) var metsöluhöfundur í Bretlandi á 17. öld. Verk
hans, The Anatomy of Melancholy, birtist fyrst árið 1621, og áður en höf-
undurinn var allur hafði það komið út sex sinnum, aukið og endurbætt.
Eins og titillinn bendir til fjallar þetta mikla verk um þunglyndi í sínum
óteljandi myndum og allt sem í mannlegu valdi stendur til að vinna bug
á því eða draga úr því. Reyndar er í verkinu farið vítt um svið mannlífs
og menningar og segja má að bókin sé ómetanleg heimild um þankagang
lærðs Evrópubúa á þeim tíma þegar ný viðhorf eru heldur betur farin að
takast á við og ýta til hliðar ýmsum gamalgrónum miðaldahugmyndum.
Robert Burton er að vísu mjög með hugann við eldri höfunda og vitnar
óspart í verk þeirra. Umræðuefnið í þýðingunni hér á eftir er ritstuldur og
heimildanotkun, málefni sem talsvert hefur verið fjallað um hér á landi
síðustu mánuði og misseri - og sér ekki fyrir endann á. Texti Burtons
gæti verið innlegg í þessa umræðu, en hann minnir jafnframt á hvað þessi
vandi, þ.e. meðferð heimilda, hefur lengi verið mönnum ofarlega í huga.
Um Robert Burton (sem notaði höfundarnafnið Democritus Junior)
hefur ekki verið skifað á íslensku svo ég viti ef frá er talin fróðleg
umfjöllun Dagnýjar Kristjánsdóttur prófessors í bókinni Undirstraumar
(1999; sjá kaflann „Hugsýki“, bls. 326-342, þar sem hún ræðir hugmynd-
ir helstu spekinga fyrri tíðar um melankólíu). Þá hefur Finna B. Steins-
son myndlistarmaður þýtt nokkur gullkorn úr verki Burtons í sýning-
arskrá sem gefin var út í tilefni sýningarinnar Anatomy of Melancholy
í Ásmundarsal vorið 2004. Og loks má geta þess að Eiríkur Jónsson
(1981:12 og 210-211) hefur af glöggskyggni veitt því eftirtekt að Hall-
dór Laxness nýtti sér The Anatomy of Melancholy í íslandsklukkunni.
Ábendingar Eiríks í Rótum íslandsklukkunnar gætu orðið lesendum
og rannsakendum Laxness hvatning til að komast yfir þetta 1400 síðna
verk Burtons í von um frekari uppgötvanir.
Ýmis mikilvæg höfundareinkenni Burtons koma fram í textanum
TMM 2005 • 4
83