Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Qupperneq 87

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Qupperneq 87
Þriggja stafa maður þjófur. Ef hinn harði dómur Synesiusar er sannur: „Það er meiri glæpur að stela verki látinna manna en fötum þeirra,“ hvað verður þá um flesta rithöfunda? Ég rétti upp hönd í dómsalnum meðal hinna og lýsi mig sekan. Burton fer á kostum þegar hann lýsir þeim hvötum sem knýja menn til að skrifa: Það er hárrétt að „margir eru haldnir ólæknandi þörf fyrir að skrifa", og „það er enginn endir á bókaskrifumeins og hinn vitri maður sagði á fyrri tíð, ekki síst á þessum skriffinnatímum þegar fjöldi bóka er óteljandi, „prentvélar eru þjakaðar“. Og af einskærri löngun til að sýna sig, æstur í frægð og frama (allir skrifum við, lærðir og leikir), vill maðurinn skrifa um hvað sem er og sópa sam- an efni úr öllum áttum. „Knúnir áfram af þessari frægðarþrá, jafnvel í miðjum veikindum, eins þó þeir ofbjóði heilsu sinni og séu varla færir um að halda á penna, verða þeir að segja eitthvað „og ávinna sér nafn,“ sagði Scaliger, „um leið og þeir traðka á heiðri annarra." Til að teljast rithöfundar, til að vera ávarpaðir sem rithöfundar, til að vera álitnir fjölfræðingar og lærdómsmenn meðal fávíss almúgans, til að öðlast nafn fyrir einskisverða hæfileika, til að öðlast pappírs- konungdæmi: með enga von um ávinning heldur mikla von um frægð, á þessum tímum óðagots og metnaðar (þetta er ádrepa Scaligers); og þeir sem varla kunna að hlusta, vilja vera meistarar og kennarar. Þeir vilja æða inn í allan lærdóm, borgaralegan og hernaðarlegan, guðdómlega og mannlega höfunda, renna augum yfir nafnaskrár og bæklinga til að næla sér í efni eins og kaupmennirnir gera þegar þeir fylgjast með umferðinni í framandi höfnum, skrifa stærðar doðranta, en þar með eru þeir ekki betri fræðimenn, held- ur meiri kjaftaskar. Þeir þykjast oft velviljaðir landi og lýð, en eins og Gesner segir er það stolt og hégómi sem knýr þá áfram. Engar fréttir eða neitt frásagnarvert, heldur er það sama sagt á annan hátt. Þeir verða að skrifa til að prentarar hafi eitt- hvað að gera eða jafnvel til að sýna að þeir séu lifandi. Eins og lyfsalar gerum við nýja blöndu á hverjum degi, hellum úr einu íláti í annað; og eins og gömlu Rómverjarnar rændu allar borgir heimsins til að upp- hefja hina illa settu Róm, fleytum við rjómann af snilld annarra manna, veljum blóm úr vel hirtum garði þeirra til að lífga upp á okkar hrjóstrugu skika. Þeir smyrja sínar mögru bækur með feiti úr verkum annarra (þannig bölsótast Jovius): Ineruditi fures [fávísir þjófar]. Ámæli sem hver rithöfundur finnur fyrir, eins og ég núna, þeir eru allir ámælisverðir, þriggja stafa menn, allir þjófar; þeir hnupla frá gömlum höfundum til að fylla upp í eyðurnar hjá sér, skrapa mykjuhauga Ennius- ar og drullupytti Democritusar eins og ég hef gert. Því gerist það að „ekki aðeins bókasöfn og búðir eru full af okkar einskisverðu ritum, heldur einnig allir kamrar og rekkar," Þeir yrkja ljóð sem menn lesa sitjandi á kamrinum; þau eru sett undir kökur og vafin utan um krydd. „Hjá okkur í Frakklandi,“ segir Scaliger, „hefur hver maður frelsi til að skrifa, en fáir hæfileika. Hér áður fyrr var lærdómur lofaður af vitrum vísindamönnum en nú eru göfug vísindi vanvirt af auvirðilegum og óskrifandi blekbullurum“ TMM 2005 • 4 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.