Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 89
Þriggja stafa maður er í andstöðu við tilgerðarlegan stíl þeirra); ég tók, en hnuplaði ekki; gerði það sem Varro segir um býflugur: þær gera lítinn skaða og meiða engan þegar þær taka hunangið. Ég get spurt sjálfan mig: Hvern hef ég sært? Málefnið er þeirra að mestu leyti en mitt samt sem áður; það sést hvaðan það er fengið (eins og Seneca mælir með) en það verður eitthvað annað í sínu nýja umhverfi. Eins og náttúran sér um að fæðan meltist og samlagist líkamanum, þannig haga ég mér og melti það sem ég hef gleypt, kem því fyrir sem ég tek. Ég læt þá leggja fram skerf til þessarar latínu- skotnu ritsmíðar minnar (macaronicon) en aðferðin er mín eigin. Ég verð að grípa til Weckers sem segir: Við getum ekki sagt neitt sem ekki hefur verið sagt áður, samsetningin og aðferðin er aftur á móti okkar eigin og hún vitnar um vísinda- manninn. Oribasius, Aetius og Avicenna hafa allir þegið frá Galen en beita hver sinni aðferð, ólíkum stíl en svipuðu hljóðfæri. Skáld okkar stela frá Homer; hann spýr, sagði Ælian, þau sleikja spýjuna upp. Klerkar taka enn upp orðrétt eftir Aust- in og sögumenn okkar gera það sama. Sá sem er síðastur er yfirleitt bestur. En þótt margir risar hafl verið í fornöld í læknisfræði og heimspeki get ég tekið undir með Didacusi Stella: „Dvergur sem stendur á öxlum risans kann að sjá lengra en sjálfur risinn." Ég get sennilega bætt við og breytt og séð lengra en fyrirrennarar mínir; og það er ekkert meiri skaði að ég taki frá öðrum en Ælianus Montaltus, sá frægi læknir sem skrifaði um sjúkdóma í höfði eftir Jasoni Pra- tensis, Heurniusi, Hildesheim o.s.frv. Það eru margir hestar í kapphlaupi hver á eftir öðrum, einn er rökfræðingur, annar mælskufræðingur o.s.frv. Þú mátt vera á öðru máli ef þú vilt og gelta og urra. Sá yðar sem syndlaus er í framhaldi afþessu fer Robert Burton nokkrum orðum um harða dóma manna. Ritdómarar og menningarvitar mættu kannski hugleiða orð hans um þau efni. Ég leysi þetta svona. Og hvað snertir alla hina ágallana: málleysurnar, skoska mállýsku, óvandaðan stíl, óþarfa tvítekningar, kjánalegar stælingar, ósamstætt fánýti sem safnað er saman úr hinum og þessum haugum, úrgang frá höfund- um, smámuni og hégóma sem hristur er af handahófi fram úr erminni, af engri list, hugviti, dómgreind, skynsemi né lærdómi; harkalegan, hráan, grófan, frá- munalegan, fjarstæðukenndan, ósvífinn, vanhugsaðan, illa saminn, ómeltan, ósvífinn, fánýtan, bragðlausan og þurran hégóma - ég játa þetta allt á mig (þetta er að hluta uppgerðartal): þú getur ekki hugsað ljótar um mig en ég geri sjálfur. Það svarar ekki kostnaði að lesa þetta, ég samþykki það. Ég vil ekki að þú eyð- ir tíma í að rýna í svo fánýta hluti. Ég mundi sennilega verða tregur til að lesa þennan eða hinn sem svona skrifar; það er ekki þess virði. Allt sem ég segi er að ég hef fordæmi fyrir þessu. Isocrates kallar það athvarf fyrir syndara, aðra sem eru eins fáránlegir, hégómlegir, iðjulausir, ólæsir o.s.frv. Aðrir hafa gert svipað eða meira, og kannski þú sjálfur líka. Við þekkjum suma sem hafa séð þig líka. TMM 2005 • 4 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.