Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 90
Baldur Hafstað Öll höfum við okkar galla; við vitum það og biðjumst afsökunar; þú ámælir mér og eins hef ég ámælt öðrum, og ég kann að ámæla þér; við veitum högg og fáum á okkur högg. Það er lögmálið að gjalda í sömu mynt. Farðu núna og finndu að, gagnrýndu, spottaðu og skammastu. Frægur maður hefur sagt: „Vertu eins neyðarlegur og hótfyndinn og þér sýnist: þú getur ekki lastað okkur meira en við getum lastað þig.“ Þannig hef ég öskrað „hóra“ á skömmóttar konur, og við aðfinnslur sumra manna er ég hræddur um að ég hafi skotið yfir markið. Hégómlegir hrósa sér, heimskir gera lítið úr sér. Ég sölsa ekki undir mig með ofríki það sem aðrir eiga en rýri ekki minn hlut heldur. Ég er ekki einn af þeim bestu, ég er heldur ekki ómerkilegastur ykkar. Ég kann að vera þumlungi eða fetum eða dagleiðum á eftir þessum eða hinum en ég er kannski meira en sjónarmun á undan þér. Hvernig sem það nú er, gott eða vont: ég hef reynt, farið upp á sviðið; ég verð að þola aðfinnslur, ég get ekki flúið slíkt. Satt er það að stílsmáti okkar kemur upp um okkur, og alveg eins og veiðimenn finna bráð sína með því að rekja slóð henn- ar, þannig má greina snilld manns út frá verkum hans. Við getum dæmt mann- inn miklu betur út frá ræðu hans en útliti. Það var aðferð Catós gamla. Ég hef opinberað sjálfan mig (ég veit það) í þessari ritsmíð, snúið innhverfunni út: Mér verður álasað, ég er ekki í neinum vafa um það; ég get tekið undir með Erasmusi sem segir: Ekkert er eins ergilegt og dómar manna, en huggun er að dómar okkar eru eins breytilegir og smekkur okkar. Örlög bóka Þrír gestir mínir eru ósammála og vilja allir fullnægja smekk sínum með mis- munandi fæðu. Skrif okkar eru eins og réttir, lesendur okkar eins og gestir, bæk- ur okkar eins og fegurð sem einn dáist að en annar hafnar; okkur er tekið í sam- ræmi við smekk og skynbragð manna. Örlög bóka eru háð smekk lesandans. Það sem gleður einn hvað mest er þyrnir í augum annars. Skoðanir manna eru eins margar og þeir sjálfir: þú formælir því sem hann mælir með. Það sem þú sækist eftir finnst öðrum viðbjóðslegt og súrt. Þessi ber virðingu fyrir málefni, hinn hugsar umfram allt um orðsins list; þessi er hrifinn af lausum og frjálsum stíl, hinn hrífst af snjallri samsetningu, sterkum línum, öfgum, allegóríum; þessi þráir fallega myndskreytingu á forsíðu, lokkandi myndir. Það sem einn dáist að gerir annar að engu með háði og spotti. Ef það höfðar ekki beint til hans, aðferðar hans og hugmynda, ef einhverju er sleppt eða bætt við sem honum líkar eða líkar ekki, ert þú kjáni, asni, yfirborðsmaður, ómerking- ur, auðnuleysingi; eða þetta er bara hrein framleiðsla, safn án vits eða frumleika, eintómur hégómi. Þegar búið er að gera hlutina heldur fólk að þeir séu auðveldir; þegar vegurinn hefur verið lagður gleymir það því hve leiðin var erfið áður. Þannig eru menn vegnir og léttvægir fundnir, gjarnan af lítilsigldu fólki sem hefði ekki getað gert eins mikið sjálft. Sérhver maður er uppfullur eigin skilnings; og með því að svo er margt sinnið sem skinnið, hvernig er þá hægt að gera öllum til hæfis? Á ég að taka þessa stefnu eða hina? Þú hafnar því sem hinn heimtar. 88 TMM 2005 • 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.