Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 92
Menningarvettvangurinn Silja Aðalsteinsdóttir Á líðandi stund Andersenmania Nú líður senn að lokum 200 ára afmælisárs H.C. Andersen í Danmörku, og tilfinningar manna virðast talsvert blendnar. í grein í Weekendavisen 14.-20. október (sem heitir „Nýju fötin keisarans"!) segir Marianne Krogh Andersen að aldrei hafi öðrum eins fjármunum verið varið til að hylla eina manneskju, og aldrei hafi danskt menningarlíf séð ráðstöfunarfé upp á aðra eins upphæð - 235 milljónir danskra króna. „En hvað stendur eftir árið? Annað en ógleði?“ spyr hún og svarar sér sjálf: Merkilega fátt af varanlegu gildi. Peningarnir fóru í auglýsingar, kynningar, sýningu í Rósenborgarhöll sem frestaðist æ ofan í æ og varð loks bara helmingur af því sem hún átti að vera - og sér ekki fyrir endann á því veseni þegar þetta er ritað -, undirbúning að bíómynd um Andersen sem Bille August hefur verið með í undirbúningi í nokkur ár og átti að vera prýdd stórstjörnum eins og Anthony Hopkins og Juli- anne Moore (hvað áttu þau að leika?) en sem ekkert bólar á og „kannski verður að engu“, óperu eftir Elvis Costello sem rýrnaði niður í fáein lög og fleira og fleira - fyrir utan stóru veisluna í apríl í vor. Upplýsingarnar um veisluna hef ég úr helgartímariti Financial Times í London, útsendara þess var gríðarlega dillað yfir allri þeirri vitleysu. Þangað var boðið þjóðhöfðingjum og poppurum og kvikmyndaleikurum og rithöf- undum og fræðimönnum, samt ekkert endilega þeim sem hafa skrifað um Andersen. Kannski síst þeim. Meðal frægra rithöfunda voru Gúnter Grass og Isabel Allende og bandaríski bókmenntafræðingurinn Harold Bloom sem meðal annars hefur skrifað bókina The Western Canon um 26 mestu rithöf- unda hins vestræna heims. Þar á meðal er Andersen ekki að finna og er talið að Bloom hafi verið boðið í von um að leiðrétta það. Ekki virðist leiðréttingin hafa freistað hans, og bar Bloom því við að Andersen hafi líklega verið tröllaættar. í veislunni voru svo rosalega margir heimsfrægir gestir að öll öryggisgæsla fór úr böndum. Segir blaðamaður FT að lögreglan hafi gefist upp og bara pass- að dönsku drottninguna og danska forsætisráðherrann en látið aðra passa sig. Svo langan tíma tók að raða gestunum á borðin að Gúnter Grass dreif sig á barinn til að deyja ekki úr leiðindum. Undir borðum var afar löng verðlauna- 90 TMM 2005 • 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.