Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 96
Menningarvettvangurinn eftir Kristínu Eiríksdóttur, Þórdísi Björnsdóttur, Val B. Antonsson, Ófeig Sig- urðsson og Steinar Braga. Marga þessa höfunda þekkja lesendur TMM sem skáld og gagnrýnendur. Áhugasamir geta gerst áskrifendur að flokknum fyrir gjafverð, upplýsingar fást á vefsíðunni www.nyhil.org eða með því að senda bréf á nyhil@nyhil.org. Þýðingar eru margar spennandi; á því borði má næla sér í skáldsögur eftir Kazuo Ishiguro (nýju bókina hans, Slepptu mér aldrei, sem mörgum fannst að ætti Booker-verðlaunin í ár betur skilin en The Sea eftir John Banville sem hlaut þau), Milan Kundera (gömul bók aftur á móti, Lífið er annars staðar, frá 1969), Kirino Natsuo, Carlos Ruiz Zafón, Margaret Atwood, J.M. Coetzee, Sandor Marai, Bernardo Carvalho, Per Olov Enquist og Zizou Corder. Strax í haust komu út bækur eftir rithöfunda sem sóttu einkar vel heppnaða Bók- menntahátíð í Reykjavík, og má þar minna á Skotgrafarveg eftir Kari Hotaka- inen, fyndna Finnann sem fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra, Stríðsmenn Salamis eftir spænska höfundinn Javier Cercas, Hermann eftir Lars Saabye Christensen, einn Norðurlandaverðlaunahöfundinn til, Krónprinsess- una eftir Hanne-Vibeke Holst, / nafni kcerleikans eftir James Meek, Dauðann og mörgœsina eftir Andrej Kurkov og Frost eftir Roy Jacobsen. Um svipað leyti kom út bókin Friðland eftir sænsku spennudrottninguna Lizu Marklund. Þetta er framhald bókarinnar Hulduslóð þar sem Liza sagði sögu Maríu Eriksson, konu sem þoldi ótrúlegt harðræði, fyrst í hjónabandi sínu og síðan á flótta undan eiginmanninum. Nýja bókin tekur upp þráðinn og lýsir einstæðri baráttu Maríu fyrir því að fá hæli í Bandaríkjunum sem flótta- maður undan heimilisofbeldi. í haust komu út tvær bækur sem hylla frábærar íslenskar skáldkonur. I Kona með spegil fjalla fræðimenn um verk Svövu Jakobsdóttur, auk þess sem birt eru þrjú viðtöl við Svövu, þrjár fræðigreinar hennar og stutt og skemmti- legt æviágrip hennar eftir hana sjálfa. Guðrún Helgadóttir hefur verið einhver vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar síðan hún kom fyrst fram þjóðhátíðarárið 1974, elskuð jafnt af börnum og fullorðnum, og höfundar greinasafnsins / Guðrúnarhúsi freista þess að skýra hvernig á því stendur. Þar er tekið á verk- um Guðrúnar frá ýmsum sjónarhólum, sýnt hve fjölhæfur höfundur hún er og hvað þróun hennar er athyglisverð. Myndlist Fyrst ber auðvitað að geta um myndarlega bók Nesútgáfunnar um Jóhannes Sveinsson Kjarval og verk hans. Hún heitir einfaldlega Kjarval og kom út um miðjan október þegar 120 ár voru frá fæðingu listamannsins. Til þeirrar bókar verður lengi jafnað þegar gefnar verða út bækur um íslenska listamenn, svo vel er hún úr garði gerð. Af sama tilefni hefur verið sett upp ný Kjarvalssýning á Kjarvalsstöðum, Essens, og má þar sjá mörg verk sem ekki hafa verið á opinber- um sýningum lengi. Hjá Perceval Press í Bandaríkjunum er komin út stórfalleg bók um Georg 94 TMM 2005 • 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.