Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 104
Bókmenntir gegnum drykkju foreldranna en viðhorf foreldranna til annars fólks skilur þær að; foreldrar Fjólu segja að allir séu asnar sem ekki eru eins og þau, foreldrar Klöru segja að allir séu jafnréttháir, en finnst undir niðri allir vera asnar sem ekki eru sósíalistar og húmanistar. Frá þeim hefur hin unga og eldri Klara umtalsvert óþol gagnvart þeim sem eru öðruvísi en hún og foreldrar hennar. Hvernig urðu viðhorf hinna óferjandi foreldra allt í einu siðferðileg? Foreldrarnir eru hluti af Klöru og hvað eftir annað í bókinni sér maður hvernig hún fordæmir þá en finnst samt að hún hljóti að standa með þeim til að standa með sjálfri sér. Hún getur ekki valið fremur en í kjörbúðinni. Klara gerir sér litla grein fyrir því framan af hve meðvirk hún er. Hún kóar með öllu og öllum - nema Fjólu. Klara á æ verra með að þola dómhörku Fjólu. Hún skilur alls ekki þá þján- ingu hennar sem er öðruvísi en hennar eigin. Hún hafnar henni og rekur hana útúr lífi sínu eftir að þær eru orðnar unglingar og ungar konur. Þær eru ekki lengur bestu vinkonur heldur keppinautar um stráka og Fjóla er fallegri. Þegar nógu lengi er rýnt í textann má sjá hvernig meðvirknin sem lýst er myndar flókið net endurtekninga og speglana. Mamma Klöru hefur til dæmis verið áreitt kynferðislega á fermingaraldri en hennar eigin móðir kýs að trúa henni ekki heldur fordæmir hana, kennir barninu um glæpinn og sýknar ekki aðeins glæpamanninn heldur giftist honum. Bæði Klara og móðir hennar endurtaka þessi viðbrögð þegar barnakennarinn áreitir Fjólu. Þeim verður fyrst fyrir að snúa sér undan og/eða kenna henni sjálfri eða mömmu hennar um: „Klara heyrði mömmu tala um að mamma Fjólu hefði hringt í mæður bekkjarfélaganna. Skildi hún ekki að dóttir hennar leit út eins og klámmynda- leikkona? Því velti hún fyrir sér löngu síðar.“(142) Klara hefur ekki skilið hvernig Fjóla reynir í vaxandi örvæntingu að búa til samræmi milli innri þjáningar og ytri yfirborðskröfu á margvíslegan hátt eftir að þær urðu kynþroska; fyrst með því að láta reyna á hvort kærastinn tæki hana gilda ómálaða og án þess að leika „beib“ og það gerir hann ekki. Hún eignast barn til að ná valdi yfir kynferði móðurinnar en missir hvort tveggja. Hún afskræmir fagran líkamann með dópi og drykkju. Dularfulla útigangskonan sem heimsækir tannlausa rónann í kjallaranum er Fjólan fagra. Hún drekkur, rífst og elskast með honum - allt með svo mikilum látum að fullkomna fólkið á efri hæðinni á bágt með svefn. Hún er svo niðurnídd að hún hefur aldrei sam- band við æskuvinkonu sína á efri hæðinni, og sekt hennar, skömm og sársauki er slíkur að hún ræðst endanlega gegn sjálfri sér og eyðir lífinu úr hinum hataða líkama. Allt þetta kemur til Klöru eftir að það er orðið of seint að gera nokkuð. Hvað gerðist? Hvað leysir taugaáfall og uppgjör Klöru úr læðingi? Hjá Ibsen og öðrum sígild- um höfundum eru það alltaf einhvers konar hvörf, einhver nauðsyn sem rekur fólk til að keyra einkabílinn yfir jarðsprengjusvæðið þvert. Hvað er það í Fólk- inu í kjallaranum? Þessari spurningu er hreint ekki auðvelt að svara. 102 TMM 2005 • 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.