Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 107
Bókmenntir
„Á stöðunum sem ég gisti á var ómögulegt að átta sig á hver átti þar heima
og hver ekki. Stundum fékk ég á tilfinninguna að þorpin og borgirnar væru
ein stór sameign og fólk svæfi eða æti bara þar sem það væri statt hverju sinni.
Var þetta kommúnismi?" (55)
Á vissan hátt. En þetta var líka algengt meðal íslenskrar alþýðu, einkenni
landbúnaðarsamfélaga og frumkristninnar. Mörgu af furðunum í Kína hefði
Halí getað orðið vitni að í samfélagi okkar fyrir rúmri hálfri öld. íslensk gest-
risni kom þess vegna kananum á óvart, það sem okkur var eðlilegt. En Halí er
ungur og hvað eftir annað í hlutverki íslensks kana í Kína. Þetta gerir bókina
afar forvitnilega.
Vegna þessara takmarkana á skilningi kannast Halí=Huldar helst við sig
þannig að honum líður best þegar hann verður vitni að nýjum þjóðfélagshátt-
um, sambærilegum íslenskum. Hann er til dæmis í bíl og bílstjórinn er „með
síðan topp og sólgleraugu og hlustar á Leoncie af kassettum“ (50). Lögin láta
Halí=Huldari líða vel.
Tvífararnir Halí=Huldar komast í vestrænan ham þegar þeir sjá rafmagns-
dót í verslunum á öðrum stöðum en hinum fátæku.
Þótt höfundurinn sé enginn Heli Hu, Sterki tígur, hefur hann nógu gott
skopskyn til þess að lýsa því hvernig hann samsamar sig vestræna draslinu
fremur en fátæklegum húsbúnaði bænda. Hann reisir aldrei Kínamúr til að
verja skilningsleysi sitt. Hann er ekki eins og Fjósakona fer út í heim. Hann er
ekki skáldkonan Pearl Buck sem hafði Kína í blóðinu svo bækur hennar voru
hafsjór af fróðleik. Og ekki má gleyma Oddnýju Sen með bókinni sinni um
Kína. En í lokin kastar hann af sér hluta af þeim Halí sem merkti kannski ekk-
ert og verður Heli Hu, Sterki tígur, með bók sinni
Huldar Breiðfjörð skrifaði Múrinn í Kína í einföldum göngustíl. Það er eng-
in hætta á að lesandinn villist af söguþræðinum þótt höfundurinn stígi nokkur
hliðarspor frá múrnum.
Erna Erlingsdóttir
Þegar stríðið kom í sveitina
Kristín Ómarsdóttir: Hér. Salka, 2004.
Sól og sumar, grænt engi, kýr sem baular, kona með rauðan bakka, mjólkur-
flaska, ljúf gola ... byssuskot. Sjarmerandi sveitastemmning í upphafi bókar-
innar Hér eftir Kristínu Ómarsdóttur er rofin af skothvellum. Þrír hermenn
skjóta konu, barn, hund, aðra konu, mann og tvö börn í viðbót, en einni stelpu
er hlíft einhverra hluta vegna. Að lokum drepur hermaðurinn Rafael félaga
TMM 2005 • 4
105