Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 115
Bókmenntir lærisveinar flykkjast til Abelards „frá ... Angevin, ... Gascon“ (MH:131). Hér veit Pétur nákvæmlega, franskmenntaður maðurinn, að þessi héruð eða lands- hlutar heita Anjou og Gascogne, en ef samsvarandi lýsingarorð eru meðfærilegri í íslenskum texta, og kannski hótinu miðaldalegri á svip, þá velur hann þau. Önnur smá-ónákvæmni þjónar síður tilgangi, eins og að kenna munka- regluna við „Citeux“ (MH:133) í stað Citeaux, eða láta menn biðja fyrir sér „In Nomine Domine“ (LR:56) í stað ...domini (sem Pétur er þó ekki einn um: Google þekkir þúsund vefsíður með sömu villunni, á móti 85 þúsund með réttu beygingunni). Að því leyti sem Pétri verður á í uppflettingum og heimildalestri, þá eru það gildrur sem við fræðimennirnir göngum í líka. En ég held að hjá virðulegu for- lagi - sjálf Mál og menning gefur út sagnabálk Péturs - fari okkar rit í gegnum yfirlestur þar sem reynt er að taka eftir einmitt svona hlutum. Skáldritum hygg ég sé veitt fagurfræðileg yfirhalning með nokkuð öðrum áherslum. Þó hefði einmitt fagurfræðilegur yfirlesari mátt hnjóta um þann veikleika Péturs, þegar hann fer með kveðskap eftir minni, að muna textann ekki óskert- an: „En það er harðlæst hvert hlið / og hljóður sá andi sem býr þar.“ (MH:79) „og mig drevmir um það sem gerist þegar_sólin sígur bak við fjöllin...“ (MH:63 - þetta voru fjórar ljóðlínur í munni Ellýjar Vilhjálms). Forlagslesari ætti líka að sjá villu í reikningsdæmi eins og þessu: „Snorri goði átti 22 börn með 6-9 konum (þrjú af þeim voru þýborin, við vitum ekki hvort ambáttin var ein eða þrjár).“ (LR:57) Hér á barnsmæðrunum ekki að fjölga nema um tvær þó að ein ambátt sé gerð að þremur. Hitt er ekki eins auðséð fyrir yfirlesara að raunar átti Snorri frjálsbornu börnin ekki með fimm konum, heldur öll með eigin- konum sínum þremur. Hér má ætla að Pétur hafi í fyrstu gerð talað um sex barnsmæður og síðan gleymt því að í þeirri tölu var þegar reiknað með þremur ambáttum; slík hætta liggur í þeirri eðlilegu aðferð skáldsins að vinna í texta sínum án þess að vitja heimilda í hverri umferð. Heildarmyndin, sem Pétur gefur af óhaminni barneignagleði, jafnt íslenskra héraðshöfðingja sem norskra konunga (LR-.86-87), er hins vegar bæði réttmæt og minnisstæð. Skáldskapurinn hefur sem sagt, frá fræðilegu sjónarmiði, bæði sína kosti og galla. Hér hefur um sinn verið dvalið við gallana, og þá fremur í smáu en stóru, enda eru slík efnistök dæmigerður galli fræðimennskunnar. Það er hins vegar einn af kostum fræðimennskunnar, sagði ég hér áður, að hún „getur gert sér von um að hafa óbein áhrif gegnum fáa sérhæfða lesendur, ef þeir miðla fróðleiknum áfram“. í Skáldsögu íslands gengur Pétur Gunnars- son fram sem akkúrat slíkur lesandi, í senn gæddur áhuganum til að nema sér fróðleikinn og hvötinni til að vinna úr honum og miðla áfram. Jafnframt er öll meðferð hans á sögulegu efni stórkostleg auglýsing („ímyndarauglýsing“ heitir það vist á fagmáli) fyrir þann tilgang sögunnar sem ég lýsti svo fyrir skemmstu að hún skuli „stuðla að frjórri og upplýstri hugsun fólks um liðna tíð, eða að frjóum og upplýstum samanburði við fortíðina þegar fólk hugsar um samtím- ann“. Hjá slíkum lesanda eru söguleg fræði í góðum höndum. TMM 2005 • 4 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.