Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 116
Bókmenntir
1 Ég á erfitt með að nota hugtakið „fagurbókmenntir“, ekki af því að þ®r seU
ekki nógu fagrar í sjálfu sér, heldur af því að þá vantar mig þægilegt heiti á niot-
partinn, það sem Danir kalla „faglitteratur“ til aðgreiningar frá „skonliteratur •
Auk þess finnst mér sú aðgreiningin heppilegri sem liggur í ensku hugtökunum
„fiction-non-fiction“, þar sem huganir eða esseyjur (kannski ásamt fræðsluljóð
um, en þeim þurfum við nú síður að hafa áhyggjur af sem stendur) myndu lnlk'
undir „non-fiction“ þó þær séu ekki „faglitteratur“. Á íslensku vil ég kalla þetta
skáldskap-skáldleysu, en skáldrit þegar heilu verkin geyma aðallega skáldskap. og
höfunda eins og Pétur hiklaust skáld, hvort sem þau rita laust mál eða bundið.
Sigríður Albertsdóttir
Svikamylla og fjölskyldudrama
Gerður Kristný: Bátur með segli og allt. Vaka-Helgafell 2004.
Skáldsagan Bátur með segli og allt eftir Gerði Kristnýju hlaut Bókmenntaverð'
laun Halldórs Laxness í fyrrahaust. Þar er aðalpersóna kona á þrítugsaldn.
Oddfríður, sem í upphafi sögu gengur um stofur og eldhús og þjónar gestum
í erfisdrykkju föður síns. Strax á fyrstu síðunum kemur í ljós að heldur er kalt
á milli Oddfríðar og móður hennar og systur en þær síðarnefndu virðast hafa
stofnað með sér bandalag sem aðallega gengur út á að halda Oddfríði frá öll"
sem fjölskyldunni viðkemur. Því finnst Oddfríði eins og hún sé nær ein í heim-
inum eftir lát pabba síns sem í minningum hennar var einstakur maður. Hun
á þó hauk í horni í Áslaugu vinnuveitanda sínum, og eins á hún óskipta ast
systursonar síns sem allir fjölskyldumeðlimir dýrka og dá.
Eftir lát föðurins finnur Oddfríður hvöt hjá sér til að breyta einhverju '
lífi sínu og ákveður að hætta í snyrtivöruverslun Áslaugar. Áslaug tekur þvl
ljúfmannlega og kemur henni í samband við Örnu systur sína sem er ritstjori
fréttablaðsins Frétta og fræg fjölmiðlakona. Málin þróast á þann veg að Arna
fær Oddfríði til að ráða sig hjá Vikuskammtinum, helsta samkeppnisaðila
Frétta, og á Oddfríður að skrifa grein um starfsemi Vikuskammtsins sern
Arna hyggst svo birta í Fréttum. Oddfríður er heldur treg í fyrstu en lætur slag
standa og fyrr en varir er hún komin í hóp harðsvíraðra fréttahauka á Viku-
skammtinum.
Þannig er saga Gerðar Kristnýjar öðrum þræði saga bellibragða og svika 1
blaðaheiminum; veigameiri er þó saga fjölskyldu Oddfríðar sem einkennist
líka af óheilindum og leyndardómum. Samkvæmt útlistunum Oddfríðar skiptist
litla fjölskyldan í tvær fylkingar, Oddfríði og pabbann annars vegar, móðurina
og systurina hins vegar. Lýst er örfáum notalegum stundum sem Oddfríður a
114
TMM 2005 • 4