Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 117
Bókmenntir • návist föður síns en fyrirferðarmeiri eru lýsingar á samskiptum þeirra mæð- gna þar sem Gubba, eldri systirin, hreinlega valtar yfir systur sína með frekju, yfirgangi og kvikindisskap. Móðirin hefur hvorki löngun né dug til að rétta hlut Oddfríðar enda sljó af læknadópi frá því Oddfríður man eftir sér og því kemst Gubba upp með að stjórna þeim báðum leynt og ljóst, a.m.k. meðan pabbinn sér ekki til. Þegar hann er á svæðinu er Ijóst hver ræður ríkjum á heim- ilinu sem frekar mætti líkja við orrustuvöll en griðastað. Hann rýkur upp af minnsta tilefni og ekkert má út af bregða án þess hann missi stjórn á sér: Eldrauður í framan greip hann í handlegginn á systur minni og mér og hristi okkur argandi til. Asinn var svo mikill að hann mátti auðvitað ekkert vera að því að spyrja okkur hvað hafði gerst. Hann bara argaði einhverja vitleysu og skók okkur eins og hverja aðra kokkteilhristara. Allt átti þetta eflaust að hafa langvinn uppeld- isleg áhrif. En hann var kominn á sextugsaldur og hafði ekkert þol í þetta og því kom auðvitað fyrr eða síðar að því að hann hætti og rauk út með blótsyrði á vör. Við Gubba stóðum skelkaðar eftir og veltum því fyrir okkur hvorri okkar þetta hefði ver- ið að kenna. (73-4) Fleiri slíkar uppákomur laumast inn í textann og því fer lesandi hægt og bít- andi að draga þá ljúfu mynd sem Oddfríði er í mun að teikna af föður sínum stórlega í efa. Hann er afar illa að sér í mannlegum samskiptum og gerir greini- lega upp á milli dætranna. Sú fátæklega, jákvæða athygli sem hann er fær um að veita beinist að Oddfríði en Gubba fær litla sem enga og þá helst neikvæða. Sú staðreynd skýrir að hluta framkomu Gubbu í garð Oddfríðar; einnig má draga þá ályktun að móðirin sé ekki í miklu uppáhaldi hjá heimilisföðurnum °g kjósi því að vera í „liði“ með eldri dótturinni. Lyfjamisnotkun hennar er hvergi skýrð í textanum en freistandi er að gera því skóna að hún fari þessa döpru leið til að slá á ótta sinn og umkomuleysi og til að „flýja“ hörku og stjórn- semi föðurins. Þegar upp er staðið reynist Oddfríður fara einna verst út úr fjölskylduharm- leik þessum því eftir dauða föðurins er henni allt að því meinaður aðgangur að æskuheimilinu. Gubba gætir þess einnig vel að Oddfríður fái ekki grænan túskilding úr dánarbúinu og sér ofsjónum yfir að Oddfríði skuli takast að lauma út úr húsi bréfahníf úr eigu pabbans. Togstreitan á milli mæðgnanna er nær óbærileg á köflum og biturð Oddfríðar er nánast áþreifanleg og nístir hjartað. Á yfirborðinu er hún töffari sem skýlir sér á bak við írónískar athugasemdir um móður og systur en innst inni þráir hún ekkert heitar en ást og viðurkenningu nióður sinnar. Textinn birtir okkur afar einmana, unga konu sem hefur farið á mis við ást og umhyggju í foreldrahúsum og lifað við brenglað samskiptamynst- ur. Því furðar lesandinn sig ekki á því að hún skuli freistast til að taka að sér verkefnið fyrir Örnu: plott, óheiðarleiki og samsæriskenningar er nokkuð sem hún hefur búið við alla tíð. En það er reyndar í gegnum þá vinnu, svo og hug- leiðingar tengdar fortíðinni, sem Oddfríður nær ákveðnum tökum á sjálfri sér og áttar sig á muninum á réttu og röngu, ef svo má að orði komast. Bátur með segli og allt er vel heppnuð útgáfa af fjölskyldudrama, því sígilda söguefni, og Oddfríður sannfærandi í hlutverki afskipta barnsins. Hún dylur TMM 2005 • 4 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.