Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 118
Bókmenntir tilfinningar sínar með kaldhæðni og er upptekin af útliti sínu, snyrtivörum og tísku, en eins og alþekkt er má fela margt með óaðfinnanlegu útliti! Lungann úr bókinni er hún uppfull af „réttlátri“ reiði í garð systur sinnar og móður en alveg blind á eigin hegðun og framkomu sem er alls ekki til fyrirmyndar í öllum tilvik- um. En það breytist, og því má líta á Bátur með segli og allt sem nokkurs konar þroskasögu þar sem greinin fyrir blað Örnu gegnir ákveðnu lykilhlutverki. Gerður Kristný vefur saman marga þræði í veglega fléttu sem rígheldur og beitir einu af sínum sterku vopnum, kaldhæðninni, af stakri kúnst og svo und- an svíður. Eiríkur Örn Norðdahl Eins og risastór brjóst Auður Ólafsdóttir: Rigning í nóvember. Salka 2004. Rigning í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur er ekki bók sem mér ætti undir eðli- legum kringumstæðum að finnast eitthvað varið í. Hún er stillilega stíluð og tilfinningasöm, og slíkt höfðar allajafnan lítið til mín, auk þess sem hún fjallar um 33 ára konu sem er að uppgötva móðureðlið í sjálfri sér lengst austur á landi svo það er ekki beinlínis eins og ég eigi gervalla veröldina sameiginlega með aðalsögupersónunni. Mér finnst samt mikið varið í þessa bók - og það sem meira er, mér þykir hún skemmtileg. Það er lítið mál að segja hvers vegna manni þykja bækur leiðinlegar, en vill verða meira mál að útskýra hvað það er sem gerir góðar bækur góðar. Satt best að segja held ég að mér væri auðveldara að útskýra hvers vegna Rigning í nóv- ember sé vond bók en góð, og væri ég þó að ljúga ef ég færi að halda því fram. Góð bók er góð á sama máta og góð manneskja er góð. Það fer ekkert á milli mála hvaða eiginleikar það eru sem gera fólk að löggiltum fávitum. Og það er ekki endilega svo að góðar manneskjur séu ekki þjáðar af neinum af þeim eiginleikum, að þær geri aldrei neitt af sér, eða að þær kunni alltaf að biðjast fyrirgefningar þegar þær gera af sér. Það er ekki að maður eigi svo margt sam- eiginlegt með þeim, að þær séu huggulegar eða mælskar eða gáfaðar. Það er kannski helst maður komi auga á einhverja tegund heiðarleika í góðum mann- eskjum. Einhvern essens, einhver heilindi. I Sjóreknum píanóum Guðrúnar Evu - ef ég man rétt - var stúlka spurð hvers vegna hún hefði elskað mann og hún svaraði eitthvað á þá leið að hjá honum hefði gætt samræmis í orðum, æði og hugsunum. Það er nákvæmlega þetta sem Rigning í nóvember hefur. Það er eitthvert undarlegt samræmi í orðum, æði og hugsunum bókarinnar - ekki bara einstakra karaktera og sögukonunnar, heldur sögunni allri. Eitthvert sam- ræmi sem gefur til kynna djúp heilindi. 116 TMM 2005 • 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.