Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 125
Bókmenntir
bókar, eftir að veröldin liðast alfarið í sundur, slepptum. Persónur hennar virð-
ast frá upphafi hrærast á einhvers lags ruslahaugum merkingarinnar: atlögur
að skilningi á sjálfum sér í heiminum felast í stjörnukortum, eignarhaldi á
stjörnum, orðavaðli sem brýst út óforvarandis, hugsanakeðjum sem stýrast
af einhvers konar tilfallandi merkingar- og minningarími, uppröðun gripa
á listasafni, hjónabandi („við giftum okkur af því að okkur þótti það fyndið
og það var fyndið í nokkra daga að heita hjón,“ s. 69) eða einfaldri játun hins
fáránlega og merkingarlausa, með því að biðja um „skringilegasta búninginrí'
á búningaleigu. Tími merkingarinnar virðist liðinn og hvarfið um miðja bók
virðist einfaldlega endurtekning, ítrekun, á þeim endalokum. Og þar mætti þá
draga Hegel inn í málið, svona fyrst höfundur nefnir hann á nafn.
Jæja, svo þau hverfa, tvö, Ari og Heiða, burt úr martröð í heimi manna, inn
í martraðarheim, einhvers konar hryllingsmynd. Hvörfin tvö eru hins vegar
mjög ólík. Heiða lætur sig síga ofan í ruslatunnuopið á blokkinni sinni (hún
vill komast að því hvort eitthvað er þarna niðri), eftir að eigra nokkra hríð um
borgina, finnast hún ekki bara heillum horfin heldur á ystu nöf, óttast sturlun
sína - og hvort sem maður vill lesa hvarf hennar sem sjálfsmorð eða sturlun, þá
er þar skýr atburður. Ari, hins vegar, gónir út um gluggann á Aðalbyggingu HÍ,
og sér sjálfan sig fyrir sér utan frá, inn um gluggann, kennandi kúrs í nútíma-
heimspeki (þetta gerir hann iðulega, ímyndar sér annað sjónarhorn á sjálfan
sig -Heiða gerir svipað, nema hún ímyndar sér sjónarhorn annars á sjálfa sig,
einhvers tiltekins annars); þegar hann lítur upp aftur er kennslustofan tóm og
frá því er hann einfaldlega einn í heiminum. Ja, eða þar til hún birtist, kemur
af hafinu, að því er virðist.
Nú væri þetta allt langtum þægilegra ef Heiða væri stúlkan sem Ari verður
eiginlega ástfanginn af fyrr í bókinni, hún Þorgerður Agla. En þrátt fyrir ein-
hverjar þreifingar annarra lesenda í þá átt að í raun séu þær sama manneskjan
og hér sé einmitt dreginn til kynjamunur, sjálf tveggja kvenna renni saman, á
meðan sjálf Ara sundrist í Ara og Akarn (viðurnefni sem kemur í ljós að hann
bar í menntaskóla), nær það mér ekki. Konurnar eru tvær, önnur er farin, hin
er komin ... - og á milli Ara og Heiðu, sem nú er komin, eru engar ástir.
Þetta er vitaskuld óþolandi.
Og það er alveg jafn óþolandi að standa einfaldlega á gati þegar bókinni
lýkur. Mulholland Drive eftir David Lynch á sér, þegar upp er staðið, mjög
einfalda og þægilega skýringu, það er bókstaflega lykill að myndinni, í henni
sjálfri, sem gerir allt þar mjög skiljanlegt, línulegt og eiginlega klassiskt. Þegar
myndin fellur þannig eins og flís við rass merkingarinnar verður manni ann-
ars vegar létt, hins vegar verður maður fyrir vonbrigðum, því fram að því hafði
maður á tilfinningunni að þarna væri meira. Að myndin færi alveg út fyrir
sjálfa sig. Ég hef ekki náð bók Steinars Braga heim og saman, púslin eru ekki öll
á sínum stað, og ég ætla þá að segja bókina hafa sigrað í fyrstu lotu, fremur en
að ég hafi tapað, ég ætla að segja að, að því leyti sem bókin er heimspekileg rit-
gerð um stofnvöntun tilverunnar sé það einmitt þetta sem höfundur ætlaði sér.
Eða eins og Wallace segir um hinn gaurinn: „Ef til vill er þetta hinn eini ásetn-
TMM 2005 • 4
123