Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 127

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 127
Bókmenntir af Ritzferð Báru sýnir í hnotskurn það líf sem þrífst á lúxushótelum heimsins: karlmenn, einir á ferð, í leit að einhverju og einhverri til að stytta sér stundir, og konur á randi til að uppfylla þarfir karlanna og að einhverju leyti sínar eigin í leiðinni. Vísast er hægt að finna það sama á íslenskum lúxushótelum en það er auðvitað ekki þangað sem Bára fer til að skemmta sér þegar hún er heima. Um leið verður Ritzferðin sagan af því hvernig Bára fellur fyrir enn einni klisjunni: þessari um glanslífið í útlöndum og hvernig hún reynir að öðlast hlutdeild í því - sem verður auðvitað ekkert annað en raunasaga um einmanakennd bæði hennar og þeirra sem hún hittir. Bókin er skemmtilega byggð upp: það skiptast á kaflar þar sem Bára talar sjálf og kaflar með þriðjupersónufrásögnum þar sem lesandinn sér í hug nokkurra lykilpersóna í lífi Báru. Það getur verkað vel að sprengja þröngan fyrstupersónu- rammann á þennan hátt en heppnast ekki til hlítar nema áferðin verði að ein- hverju leyti frábrugðin svo sjónarhorn lesandans víkki. Það vantar nokkuð upp á það hér: áferðin og tónninn eru of keimlík í gegnum alla bókina til að þessir kaflar hafi tilætluð áhrif. Einnig virðist tilviljanakennt hvar þeim er komið fyr- ir, þeir verða meira eins og til að leysa vanda höfundar við að upplýsa lesandann um þætti sem sögukonan getur ekki vitað en hnitmiðað stílbragð. Þar sem Birna Anna var ein af þremur höfundum Dísar hvarflaði hugur þessa lesanda oftar en einu sinni að þeirri bók - og, já, mér finnst Bára og Dís full líkar. En af því heildarhugsun Klisjukennda er traust stendur sagan fyrir sínu. Þessi heildarmynd varnar því einnig að bókin sé bara enn ein gellusagan. Gellusögur fjalla um stelpur í stórborgum í endalausri leit að hinum eina rétta og hafa athyglina fyrst og fremst á ytra byrðinu, fötum og lífsstíl. Klisjukennd- ir er að mestu laus við að hanga í því, notar slíkar lýsingar aðallega til að skapa andrúmsloft. Því er bókin fremur klassísk þroskasaga en gellusaga. Hvað varðar einstakar sögupersónur kemst brokkgeng leit Báru að haldreipi og inntaki lífsins ágætlega til skila. Kærastinn Ásgeir er einnig skýr persóna. Þó ofurkonan Áslaug - móðir, eiginkona, framakona og eróbikkari - fylli aðeins fáar síður í bókinni kemst persónan vel yfir. Kannski af því að hún er skörp útgáfa ákveðinnar íslenskrar kvengerðar sem virðist ofur-kunnugleg og svo ofur-allt að nálgast fremur klisju en raunveruleikann - en er samt til. Snædís, ungmeyjan fagra sem heillar óperusöngvarann, er undarlega útlínulaus. Dauf- astur er þó óperusöngvarinn sjálfur: þessi fagurkeri, lista- og lífsnautnamaður fannst mér eiginlega nútímaútgáfa Garðars Hólm - en kannski er ég bara föst í gömlum íslenskum bókmenntaklisjum. Óskýrleiki hans væri hugsanlega í lagi ef hann væri bara séður með augum Báru - ekkert skrýtið þó henni gangi illa að átta sig á honum, aldursmunurinn skiptir máli - en þar sem hann fær sér- kafla án þess að myndin skýrist verður hann einfaldlega ósannfærandi. Bókmenntakennd samtöl eru viðvarandi galli á íslenskum kvikmyndum, og ég held að sama megi oft segja um samtölin í íslenskum skáldsögum. Þessir vankantar sýna þó ekki endilega hæfileikaskort höfundanna heldur fyrst og fremst hvað við íslendingar erum almennt helteknir af bókmenntum og bók- menntahefðinni - og klisjunum sem þeim fylgja: bara það að skrifa samtöl TMM 2005 • 4 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.