Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 132
Bókmenntir
hve lipurlega Andra tekst að segja frá einstökum og oft ólikum sjónarmiðum
og þar með skerpa gagnrýnisvitund lesandans gagnvart efninu, án þess að týna
sér í greiningu eða skýringu á einstökum atriðum.
Yfirlit og skýring
Ég byrjaði á því að velta fyrir mér spurningunni um hvort bók Andra eigi að
flokka með yfirlitsritum eða hvort um sé að ræða tilraun til að fjalla um og
skýra vísindabyltinguna sem hugtak og fyrirbæri. Niðurstaða mín er sú að
jafnvel þó að Andri gefi lesanda blendin skilaboð í upphafi bókarinnar þá sé
eðlilegra að sjá bókina sem yfirlitsrit um sögu og heimspeki vísinda frá fornöld
og fram til tíma vísindabyltingarinnar á 16. og 17. öld. Með yfirliti af þessu tagi
hefur Andri unnið sérlega gott og þakklátt verk og bók hans auðveldar mjög að
kenna sögu og heimspeki vísinda í íslenskum menntaskólum og háskólum.
í formála bókarinnar lýsir Andri ýmsum viðhorfum sínum, meðal annars
segist hann stundum hafa hluthyggju um hugtök vísindanna en sumstaðar
verkfærishyggju - sumstaðar er eðlilegt að hugsa um hugtök vísindanna út
frá því gagni sem að þeim er í rannsóknum og kenningum, en sumstaðar eig-
um við að taka þau alvarlegar og sjá þau sem tilraun til að lýsa veruleikanum.
Andri segist vera hluthyggjumaður í þeim skilningi að vísindin leitist við að
lýsa veruleikanum eins og hann er, ekki aðeins að ná árangri af einhverju tagi,
spá fyrir um hluti og þar fram eftir götunum. Ég held að hluthyggjan nýtist
Andra vel, hvað sem öðru líður, því að þrátt fyrir allt er hún, það er að segja sú
kenning að niðurstöður vísinda lýsi heiminum og skýri hann, besta leiðin til að
skýra framfarir vísinda, framþróun þeirra og framvindu í skilningi vísinda.
Þetta merkir alls ekki að hluthyggja sé rétt kenning um vísindalega þekk-
ingu, eða um þekkingu almennt en það er ábyggilega rétt þegar rit á borð við
þetta er sett saman að miða fyrst og fremst við kenningu sem annarsvegar
kemur ágætlega heim við almennar viðteknar skoðanir og sem hjálpar við að
búa til það samhengi sem skiptir lesandann á endanum mestu máli. En það
verður líka að hafa í huga að þetta samhengi og í rauninni öll sú framvinda og
söguþráður sem góðir og innblásnir höfundar eins og Andri skapa, er tilbúið
samhengi og framvinda. Það er eftirsóknarvert að skapa innsýn í hugsun og
starf einstakra heimspekinga og einstakra kenninga en óþarft og að mestu leyti
rangt að láta eins og framvindan og samhengið sé augljóst eða með aðeins ein-
um tilteknum hætti. Þessvegna er kostur bókarinnar ekki síður það sem hún
gerir ekki, en það sem hún gerir.
130
TMM 2005 • 4