Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 135
Umræður enn einn leiðtogafund, nú í Nýju-Jórvík um miðjan septembermánuð sl., þar sem 60 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna var fagnað. Skýrslan átti meðal ann- ars að veita greinargott yfirlit yfir stöðu mála í ljósi þúsaldaryfirlýsingar SÞ sem var samþykkt á 55. allsherjarþinginu í september 2000.1 þeirri tímamóta- yfirlýsingu var því m.a. heitið að draga úr fátækt í heiminum um helming, tryggja öllum börnum skólagöngu, minnka barnadauða um tvo þriðju, bæta hreinlæti og aðgengi að vatni og lyfjum. í ljós kemur við lestur skýrslunnar að lítið sem ekkert hefur miðað í fram- faraátt. Ekki er þar um að ræða fótaskort sömu stjórnmálamanna á síldarplani glæstra drauma heldur fremur sinnu- og áhugaleysi þeirra. Þrátt fyrir gífurleg- an vöxt auðmagns á tíunda áratug 20. aldar hefur bilið milli fátækra og ríkra aukist. Síðan árið 1990 hefur lífsskilyrðum 18 þjóða með um hálfan milljarð íbúa hrakað til muna ef skoðaðir eru þættir eins og lífslíkur, tekjur og mennt- un. Sláandi er til að mynda að sjá þróunina í fyrrum Sovétlýðveldum, til dæm- is Rússlandi, Úkraínu og Tadsjíkistan, þar sem verulega dregur úr lífslíkum. í Afríku er ástandið þó langverst eins og raunin hefur verið um langt skeið. Lífslíkur í Zambíu eru minni en þær voru um miðbik 19. aldar í Bretlandi. En Zambía er á botni heimslistans yfir lífsskilyrði ásamt 24 öðrum ríkjum sunnan Sahara. Sjúkdómar sem í mörgum tilfellum eru auðlæknanlegir draga mikinn fjölda fólks til dauða. Ef litið er á efnahag íbúa alls heimsins birtist eftirfarandi mynd: Tólf hund- ruð milljónir manna á jörðinni búa við örbirgð, þ.e. afkomu innan við einn bandaríkjadal á dag. Um fjörutíu prósent íbúa alls heimsins þurfa að láta sér nægja innan við tvöfalda þá upphæð á meðan fimm hundruð ríkustu einstakl- ingar heims búa við meiri efni en um fimm hundruð milljónir einstaklinga. Til samanburðar má geta þess að bændur í Evrópusambandinu fá meira en tveggja dala framfærslueyri á dag fyrir hverja kú sem þeir eiga. Aðgerðir, aðgerðaleysi og forgangsröðun Gagnvart þessum veruleika er vilji mótmælenda skýr - róttækra aðgerða er þörf. Framlög til þróunarmála verða að aukast. Ótækt er að ríkustu þjóðir heims svíkist um að veita 0,70% af vergri þjóðarframleiðslu til þróunarmála eins og þær hafa heitið. íslendingar eru ein þeirra þjóða sem eru langt frá því að uppfylla þessi mark- mið þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna. Þingsályktun var samþykkt á Alþingi 28. maí 1985 um að á sjö árum yrði þessum lágmarksskilyrðum mætt. Skemmst er frá því að segja að árið 2001 voru framlög íslenska ríkisins til þróunarmála 0,12% af vergri þjóðarframleiðslu, en samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2006 fer hlutfallið upp í tæp 0,24%. Þrátt fyrir linnulausan hagvöxt tíunda áratugarins og margrómað góðæri, ná íslensk stjórnvöld ekki einu sinni að fikra sig nálægt helmingalínu lágmarksupphæðarinnar. Brauð- molarnir virðast því ekki detta af gnægtaborðum íslendinga. Bandarísk stjórnvöld eiga það sameiginlegt með þeim íslensku að vera langt TMM 2005 • 4 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.