Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 136
Umræður
frá því að uppfylla áðurnefnd skilyrði. Framlög þeirra samsvara 0,16% af vergri
þjóðarframleiðslu, eða um tólf milljörðum dollara. Hefur þeim lengi verið núið
því um nasir að það sé smánarlegt af ríkustu þjóð heims að standa svo að mál-
um. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar hafa iðulega verið þau að gera lítið úr mikil-
vægi fjárframlaga til þróunarmála. Þau leysi ekki þann flókna vanda sem blasir
við mörgum fátækustu ríkjum heims. Ekki muni það koma þegnum fátækra
ríkja vel ef einræðisherrann setur alla fjármunina inn á bankareikning sinn í
Sviss í stað þess að koma þeim til nauðstaddra.
Þó vissulega sé ýmislegt hæft í þessum málflutningi þá verður hann í raun
dauður og ómerkur þegar litið er til fjárausturs Bandaríkjastjórnar til hernaðar-
mála. Þjóðir heims eyddu yfir þúsund milljörðum dala í hernað á síðasta ári, og
þar átti Bandaríkjastjórn um það bil helminginn.2 Þessar risatölur eru svipaðar
þeim hæstu í kalda stríðinu á níunda áratug síðustu aldar. Eyðsla á einstakling
í heiminum er komin vel yfir 100 dali.
Miðað við þessar tölur og gagnrýni Bandaríkjastjórnar á bein fjárframlög
til þróunarmála er ljóst að þeir hafa tröllatrú á lausnum sem fela í sér vopna-
vald. Frelsunarherferðir þeirra, til að mynda í írak 2003 og Afghanistan 2001,
eru ekki góður vitnisburður um þá aðferð. Kviksyndið sem ríkisstjórn Banda-
ríkjanna sekkur alltaf dýpra og dýpra í á þessum stöðum styrkir málflutning
gagnrýnenda hennar. Hver er eiginlega árangurinn af fjáraustrinum sem þar
hefur átt sér stað? Hefði ekki verið nær að eyða þeim peningum í önnur verk-
efni?
Samanburður á framlögum til þróunarmála annars vegar og vopnaviðskipta
hins vegar leiðir einmitt hugann að forgangsröðun stjórnmálamanna. Oft er
gert mikið úr því á Vesturlöndum að einræðisherrar eyði takmörkuðum fjár-
munum ríkja sinna í vopn. En hvernig er forgangsröðunin á Vesturlöndum?
Er hún skárri? Er ekki byssan valin þó að brauðið vanti? Þegar síðan er rætt
um að koma böndum á heimsvopnaviðskiptin þráast ríku þjóðirnar við. Öllum
þvílíkum hugmyndum er ýtt til hliðar.
Eins og í mörgu öðru gengur Bandaríkjastjórn lengst í þessum efnum.
Andstaða hennar við að undirrita alþjóðasamninga um bann við jarðsprengj-
um hlýtur að vera hverjum manni umhugsunarefni. Hvað þá andstaðan við
alþjóðasamning um sýklavopn eða uppsögn hennar á alþjóðasáttmála um tak-
mörkun kjarnorkuflauga. Nauðsynlegt er að árétta að þó að Bandaríkin gangi
hvað lengst í að ýta afvopnunarhugmyndum út af borðinu skáka ríkisstjórn-
irnar, sem hafa stórfellda hagsmuni af vopnasölu, oft í skjóli Bandaríkjanna.
Andstaða Bandaríkjanna er ekki aðeins bundin við alþjóðlega samninga
um vopn eða vopnaviðskipti. Ríkisstjórnin neitar að styðja stofnun alþjóðlegs
stríðsglæpadómstóls á þeim forsendum að ekki megi setja bandaríska borgara
í þá hættu að vera sakfelldir hjá slíkum dómstóli. Kyoto-bókunin, sem fjallar
um takmörkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda, mætir sömu þrákelkni og
flestir þeir alþjóðasamningar sem miða að framförum fyrir gjörvallt mann-
kyn. Meira að segja hefur Genfarsáttmálinn um meðferð stríðsfanga verið
gagnrýndur þar sem Bandaríkin virðast leyfa sér að notast við pyntingar.
134
TMM 2005 • 4