Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 136

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 136
Umræður frá því að uppfylla áðurnefnd skilyrði. Framlög þeirra samsvara 0,16% af vergri þjóðarframleiðslu, eða um tólf milljörðum dollara. Hefur þeim lengi verið núið því um nasir að það sé smánarlegt af ríkustu þjóð heims að standa svo að mál- um. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar hafa iðulega verið þau að gera lítið úr mikil- vægi fjárframlaga til þróunarmála. Þau leysi ekki þann flókna vanda sem blasir við mörgum fátækustu ríkjum heims. Ekki muni það koma þegnum fátækra ríkja vel ef einræðisherrann setur alla fjármunina inn á bankareikning sinn í Sviss í stað þess að koma þeim til nauðstaddra. Þó vissulega sé ýmislegt hæft í þessum málflutningi þá verður hann í raun dauður og ómerkur þegar litið er til fjárausturs Bandaríkjastjórnar til hernaðar- mála. Þjóðir heims eyddu yfir þúsund milljörðum dala í hernað á síðasta ári, og þar átti Bandaríkjastjórn um það bil helminginn.2 Þessar risatölur eru svipaðar þeim hæstu í kalda stríðinu á níunda áratug síðustu aldar. Eyðsla á einstakling í heiminum er komin vel yfir 100 dali. Miðað við þessar tölur og gagnrýni Bandaríkjastjórnar á bein fjárframlög til þróunarmála er ljóst að þeir hafa tröllatrú á lausnum sem fela í sér vopna- vald. Frelsunarherferðir þeirra, til að mynda í írak 2003 og Afghanistan 2001, eru ekki góður vitnisburður um þá aðferð. Kviksyndið sem ríkisstjórn Banda- ríkjanna sekkur alltaf dýpra og dýpra í á þessum stöðum styrkir málflutning gagnrýnenda hennar. Hver er eiginlega árangurinn af fjáraustrinum sem þar hefur átt sér stað? Hefði ekki verið nær að eyða þeim peningum í önnur verk- efni? Samanburður á framlögum til þróunarmála annars vegar og vopnaviðskipta hins vegar leiðir einmitt hugann að forgangsröðun stjórnmálamanna. Oft er gert mikið úr því á Vesturlöndum að einræðisherrar eyði takmörkuðum fjár- munum ríkja sinna í vopn. En hvernig er forgangsröðunin á Vesturlöndum? Er hún skárri? Er ekki byssan valin þó að brauðið vanti? Þegar síðan er rætt um að koma böndum á heimsvopnaviðskiptin þráast ríku þjóðirnar við. Öllum þvílíkum hugmyndum er ýtt til hliðar. Eins og í mörgu öðru gengur Bandaríkjastjórn lengst í þessum efnum. Andstaða hennar við að undirrita alþjóðasamninga um bann við jarðsprengj- um hlýtur að vera hverjum manni umhugsunarefni. Hvað þá andstaðan við alþjóðasamning um sýklavopn eða uppsögn hennar á alþjóðasáttmála um tak- mörkun kjarnorkuflauga. Nauðsynlegt er að árétta að þó að Bandaríkin gangi hvað lengst í að ýta afvopnunarhugmyndum út af borðinu skáka ríkisstjórn- irnar, sem hafa stórfellda hagsmuni af vopnasölu, oft í skjóli Bandaríkjanna. Andstaða Bandaríkjanna er ekki aðeins bundin við alþjóðlega samninga um vopn eða vopnaviðskipti. Ríkisstjórnin neitar að styðja stofnun alþjóðlegs stríðsglæpadómstóls á þeim forsendum að ekki megi setja bandaríska borgara í þá hættu að vera sakfelldir hjá slíkum dómstóli. Kyoto-bókunin, sem fjallar um takmörkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda, mætir sömu þrákelkni og flestir þeir alþjóðasamningar sem miða að framförum fyrir gjörvallt mann- kyn. Meira að segja hefur Genfarsáttmálinn um meðferð stríðsfanga verið gagnrýndur þar sem Bandaríkin virðast leyfa sér að notast við pyntingar. 134 TMM 2005 • 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.