Heimsmynd - 01.05.1989, Page 8

Heimsmynd - 01.05.1989, Page 8
Frá ritstjóra Þjóðnýting fjölmiðla Vald fjölmiðla í skoðanamyndun dregur enginn í efa. íslenskir stjórnmálamenn hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þess að koma fram í fjölmiðlum. Ein- hver útlendingur hélt að Stöð 2 og ríkissjónvarpið notuðu sama fréttaþulinn en þá hafði Ólafur Ragnar Grímsson verið ríkjandi á skjánum um skeið. Um daginn var viðtal við Steingrím Hermannsson í frétt- um ríkissjónvarpsins og þar var hann í þriðja þularstólnum, enda stóð viðtalið yfir hálfan fréttatímann. Það er því löngu ljós staðreynd að stjórnmálamenn reyna óspart að nota fjölmiðla sér til framdráttar á þeirri forsendu að andlit þeirra og persónur verði ómissandi á sama hátt og að svo megi illu venjast að gott þyki. Látum það annars liggja milli hluta hvaða brögðum fólk beitir til að koma ásjónu sinni og ímynd á framfæri. Nú vilja stjórnmálamenn hins vegar eignast fjölmiðlana. Þeir sætta sig ekki aðeins við að hafa varðhunda í Ríkisútvarpi og sjónvarpi eða flokksblöð á ríkisstyrkjum. Þeir vilja, ef marka má störf nefndar sem menntamálaráðherra skipaði til að leggja drög að nýjum útvarpslögum, „skapa samræmt fjöl- miðlaumhverfi á fslandi," samanber orðalag í tillögum þessar- ar nefndar. Nú á tímaritið HEIMSMYND, sem hingað til hef- ur verið einkafyrirtæki, að borga 12 prósent af auglýsingatekj- um sínum í svokallaðan menningarsjóð, sem feitir pólitískir puttar ætla síðan að útdeila úr aftur til vina og vandamanna í fjölmiðlabransanum. Frá stofnun hefur hlutafélagið, sem gefur HEIMSMYND út, borgað hæstu aðstöðugjöld í þeim fjórum flokkum sem þau skiptast í. Þá greiðir HEIMSMYND sinn tekjuskatt eins og önnur fyrirtæki. Morgunblaðið og DV, sem ekki þiggja ríkisstyrki fremur en við, (okkur standa þeir að vísu ekki til boða) greiða ekki aðstöðugjöld til borgarinnar. Þjóðviljinn, Tíminn og Al- þýðublaðið fá mikla styrki úr vasa skatt- borgara þó svo að fæstir þeirra sjái þau blöð. Þessi blöð sleppa einnig við að greiða aðstöðugjöld. Ríkisútvarpið sleppur við aðstöðugjöld sem og Stöð 2 og útvarpsstöðvarnar allar. Allir þessir miðlar keppa á auglýsingamarkaðnum og hefur RÚV stærsta skerfinn þar. í Bretlandi Thatchers er BBC á fjárlögum en keppir ekki á frjálsum markaði. Hér er Ríkisútvarpið rekið með bullandi tapi þrátt fyrir að það sé bæði á spena ríkisins og í aðstöðu til að keppa á frjálsum markaði. HEIMSMYND heldur áfram að keppa á markaðnum og greiðir skatta og skyldur eftir því. Hins vegar finnst okkur út í hött að greiða í einhvern sjóð sem á síðan að útdeila úr til tímarita eða blaða sem ganga ekki eins vel ellegar eru í nánara vinfengi við Svavar Gestsson eða eftirmenn hans. Hér í blað- inu gerir Ólafur Hannibalsson betur grein fyrir þessum fárán- leika eins og hann kallar fjölmiðlaumhverfið nú. Mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar er slíkt að við vonum að stjórnvöld sjái að sér og reyni ekki að hefta frjálsa hugsun í þessu landi. Það kæmi kannski einhverjum pólitíkusum vel um stundarsakir en barnabörnin þeirra eiga ekki eftir að þakka þeim það. Maí 1989, 2. tbl. 4. árg. ÚTGEFANDI Ófeigur hf. Aðalstræti 4,101 Reykjavík SÍMI 62 20 20 og 62 20 21 AUGLÝSINGASÍMI 62 20 21 og 62 20 85 RIT- STJÓRI Herdís Þorgeirsdóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI Ragnhildur Erla Bjarnadóttir BLAÐAMENN Ólafur Hannibalsson, Inga Huld Hákonardóttir STJÓRNARFORMAÐUR Kristinn Björnsson AUGLÝSINGAR Ása Ragnarsdóttir ÚTLIT HEIMSMYND PRÓFARKALESTUR Helga Magnúsdóttir INNHEIMTA OG ÁSKRIFTIR Elísa Þorsteinsdóttir FORSÍÐUMYND Friðþjófur Helgason FÖRÐUN Katrín K. Karlsdóttir LJÓSMYNDARAR Friðþjófur Helgason, Bragi Þ. Jósefsson UMBROT, LITGREINING OG PRENTUN Oddi hf. ÚTGÁFUSTJÓRN Herdís Þorgeirsdóttir, Kristinn Björnsson, Sigurður Gísli Pálmason og Pétur Björns- son HEIMSMYND kemur út níu sinnum árið 1989. Verð þessa eintaks í lausasölu er kr. 417. Sé áskrift greidd með Eurocard er veittur rúmlega 40% afsláttur af útsöluverði annars 20%. Óheimilt er að afrita eða fjölfalda efni blaðsins án skriflegs leyfis rit- stjóra. 8 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.