Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 10

Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 10
A kreiki Að fara á hausinn með fullt veskið Mönnum verður tíðrætt um gjaldþrota- bylgjuna, sem virðist síður en svo í rén- um. Einkum verður fólki starsýnt á það, hvað menn komast létt frá slíkum hremmingum, að því er virðist með álit- legar eignir óskertar og oft tilbúnir að standa upp aftur og byrja á nýju fyrirtæki, áður en rykið hefur náð að setjast eftir fyrra fall. Hvergi eru gjaldþrotin tíðari en í veitinga- og gistihúsabransanum. Nýlega heyrðum við um ágætan veit- ingamann í miðbæ Reykjavíkur, sem bar- ist hafði í bökkum og náð að fleyta rekstrinum áfram síðasta árið eða svo með því að staðgreiða öll aðföng eftir að lánstraust var þorrið. Síðan um áramót hafði hann þó aftur náð að afla sér að- fanga upp á skammtímakrít. Þá gerði hann sér lítið fyrir og lýsti fyrirtækið gjaldþrota, en er talinn hafa safnað í sarpinn 4 til 5 milljónum króna á því tíma- bili. Eftir sátu lánardrottnarnir með sárt ennið. Ungir ofurhugar hafa þegar yfir- tekið veitingastaðinn og hyggjast reka hann áfram. Pólitík og sjafnaryndi Löngum hefur staðið styr um Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, fyrrverandi borgar- fulltrúa Alþýðuflokksins. Menn sperrtu augabrúnir, þegar Birgir ísleifur veitti henni skólastjóraembættið við Öldusels- skóla, enda annað tíðkast á þeim bæ en að veita pólitískum andstæðingum eftir- sótt embætti. Kennarar og foreldrar mót- mæltu stöðuveitingunni hástöfum og ekki hefur Sjöfn tekist að lægja öldurnar með framkomu sinni og stjórnstíl. Samt urðu menn undrandi, þegar Svavar Hefur hugarfarsbreyting átt sér stað með þjóðinni og hún orðin nægjusamari en áður? menntamálaráðherra lét til skarar skríða og greip til þess óvanalega ráðs að aug- lýsa embættið að nýju. Sjöfn er nefnilega ekki „bara skólastjóri“. Hún er líka þing- lóðs Alþýðuflokksins, en það embætti er eins konar tengiliður milli þingflokks og framkvæmdastjórnar flokksins og veitir atkvæðisrétt í þingflokknum. Ráðstöfun Svavars er því tekið eins og árás á ein- hvern þingmann flokksins. Mikið hafði gengið á bak við tjöldin, áður en Svavar kastaði stríðshanskanum. Meðal annars hafa alþýðuflokksmenn látið leka út að þeir hafi sett fram sáttatillögu við Svavar á þá leið, að Sjöfn gegndi embættinu til vors með fullri reisn, en segði því þá lausu sjálfviljug. Svavar svaraði með því að auglýsa embættið. Fyrsta pólitíska af- leiðirigin er yfirlýsing Bjarna Magnússon- ar, borgarfulltrúa krata, um að sameigin- legt framboð með allaböllum til borgar- stjórnar sé nú úr sögunni. Talið er víst að þingflokkur krata sé einnig ákveðinn í að gjalda Svavari rauðan belg fyrir gráan og geti þetta orðið honum dýrt spaug fyrir framgang mála hans á þingi. Ekki er allt sjafnaryndi sársaukalaust. Hugarfarsbreyting Margir þykjast nú finna fyrir allsnörp- um hugarfarsbreytingum hjá fólki. Fólk sýni nú miklu meiri aðgæslu og aðhald í neyslu og fjárfestingum en verið hefur síðastliðin veltiár, sem margir segja hafa byrjað með skattlausa árinu. Fasteignir hreyfast litið, einkum þær stærri, enda þarf þar oft að tengja saman kaup og sölu margra aðila. Fólk fer sjaldnar út að borða, sparar við sig sólarlandaferðir, veltir vandlega fyrir sér hvort það geti ekki verið án vöru eða þjónustu, áður en það lætur peningana af hendi. Margir at- vinnurekendur og kaupsýslumenn telja því að samdrátturinn geti orðið nokkuð langdreginn og varanlegur. Þeir bjart- sýnni búast þó við stuttrí uppsveiflu í sumar, en erfiðleikanna muni fyrst fara verulega og almennt að gæta næsta vet- ur. Stjórnmálamennirnir, sem gáfu þensluna lausa meö skattlausa árinu og hafa síðan átalið almenning fyrir taum- laust neysluæði, munu þó síst fagna að- haldssemi almennings. Hún mun nefni- lega bitna harkalega á ríkistekjunum, sem byggjast ekki síst á neyslusköttum og aðflutningsgjöldum. Útgjöldin munu hins vegar halda áfram að aukast og fjár- lagagatið stækka. Einu sjáanlegu úrræðin eru aukin skattheimta, sem leiðir til meiri samdráttar - og kreppu. Og svo koll áf kolli. Eitt símtal í 25855 og Ferðaskrifstofa íslands skipuleggur ferðina með þér ae Stnðsendir H1 hín ferðaanmin 10 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.