Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 12
A kreiki
Fólk á framabraut
Nú hefur Albert kvatt þing og þjóð og
haldið til hinnar glaðværu Parísarborgar,
en Borgaraflokkurinn ætlar að leysast
upp í frumeindir sínar. Það hefur rifjast
upp fyrir mörgum, að Jón Baldvin hafi
náð meiri árangri við að splundra flokk-
um en sameina þá. Hann sundraði
Bandalagi jafnaðarmanna á sínum tíma
með því að innbyrða þíngmenn þess
haustið 1986, en talsvert af fylginu hélt
aðra leið, Borgaraflokknum með því að
gera Albert að sendiherra og nú ætlar
hann að ráðast á garðinn þar sem hann
er ekki lægstur með mjög útsmoginni
herkænsku.
Það eru víðar spennandi sendiherra-
embætti en í París. Eitt þeirra er í New
York, þar sem Hans G. Andersen hefur
gert garðinn frægan hjá Sameinuðu
þjóðunum um árabil, en mun láta af
embætti í sumar. Hverjum skyldi Jón
Baldvin bjóða stöðuna? Það hefur vakið
athygli á mannamótum frammámanna
þjóðfélagsins undanfarið að utanríkisráð-
herra og Matthías Jóhannessen hafa
löngum staðið á hljóðskrafi í mannþröng-
inni og farið vel á með þeim. Matthías er
búinn að standa áratugum saman í miðj-
um fjölmiðlaerli og pólitískum eldglær-
ingum og verður sextugur á næsta ári og
þyrfti engan að undra, að honum fyndist
nóg að gert. En af ritstjórnarstóli
Morgunblaðsins liggja engar leiðir upp á
við í íslenskum metorðastiga. Samein-
uðu þjóðirnar gætu því verið verðugur
vettvangur fyrir Matthías og enginn vafi á
að hann muni setja skáldlegan og menn-
ingarlegan blæ á land og þjóð sem full-
trúi hennar. Þetta hafa bananalýðveldi
Suður-Ameríku notfært sér oft og tíðum
og fengið skáld eins og Pablo Neruda til
að varpa Ijóma á landið erlendis og
breiða yfir ófögnuðinn heima fyrir.
Við þetta mundi losna aldeilis fýsilegur
stóll í Aðalstræti 6. Skyldi Þorstein Páls-
son langa til að máta sig í hann? Þetta er
starf, sem krefst mikils stjórnmálainn-
sæis, reynslu og ítaka. Reynsluna hefur
hann sem fyrrverandi þingfréttaritari
Moggans og ritstjóri Vísis og þetta starf
er örugglega betur launað og þakkað en
það sem hann gegnir núna.
Þá er spurningin, hver geti fyllt út í
stólinn hans Þorsteins. Davíð gæti það
örugglega og ríflega það. Isfirðingurinn
Jón Baldvin gæti hugsað sem svo, að
landsbyggðin hlyti að rísa öndverð gegn
núverandi borgarstjóra I landsföðurhlut-
verki og hann uppskorið vináttuvott við
Matthías Jóhannessen með langvarandi
ólgu og (mögulega) nýjum klofningi í
Sjálfstæðisflokknum.
En sjálfstæðismenn gætu sett undir
þennan leka með þvf að tefla fram Hall-
dóri Blöndal sem varaformanni flokksins,
sterkum landsbyggðarþingmanni, sem
verið hefur ( áberandi forystuhlutverki á
þingi síðustu árin. Hann á líka mikil ítök f
sterkum ættum í Reykjavík sem verið
hafa í andstöðu við Davíð.
En hver gæti þá borið borgarstjóra-
keðjuna, sem Davíð hefur borið fyrir
brjósti með umdeildum glæsibrag? Sjálf-
stæðisflokkinn vantar konur í forystu til
að hafa roð við Kvennalistanum og hver
væri betur til þess fallin að breiða blæju
mildi og mýktar yfir ár hörku og harð-
lyndis en einmitt Katrín Fjeldsted?
Lengra verður þetta skuggalega plott
ekki rakið að sinni, enda gat HEIMS-
MYND, þrátt fyrir ítarlegar eftirgrennslan-
ir, ekki fengið frétt þessa staðfesta, þeg-
ar þetta er skrifað 1. apríl.
Gullkringla og
koparkringla
Kringlan heldur áfram að mala gull
íiestum þeim sem voru svo heppnir að
komast þar inn f upphafi og komust þar
færri að en vildu. Margar þeirra verslana,
sem bættu við sig útsölu f Kringlunni, eru
nú að selja eða búnar að selja fyrri höf-
uðstöðvar og hyggjast halda sig við
Kringluna einvörðungu. Laugavegurinn
er þvf talinn mjög á niðurleið sem versl-
unargata, þótt á honum megi finna góða
bletti. Verslanir f vesturenda Hafnar-
strætis telja að verslun þar hafi dalað
mjög, þegar SS-búðin var lögð niður og
Bókaverslun Snæbjarnar hefur lagt niður
starfsemi og Heimilistæki flutt inn í höf-
uðstöðvarnar við Sætún.
Þeir hins vegar, sem töldu að líka hlyti
að mega ná góðum árangri f Kringlunni 4
eða 6, aðeins steinsnar frá hinni einu
sönnu Kringlu, hafa rekið sig á þá ís-
köldu staðreynd, að þetta steinsnar virð-
ist enn sem komið er vera markalínan
milli velgengni og ófullnægjandi árang-
urs. Ýmsar búðir, sem byrjuðu þar fyrir
jól, eru hættar, aðrar hafa hætt við að
flytja inn og hægt gengur að fá aðra aðila
f staðinn. Þetta er eins og munurinn á
gullkringlu og koparkringlu, sagði einn
kaupsýslumaður við okkur fyrir skömmu.
Bragðgóður BITI með PEPPERONI
BORGARNES - BITINN
er tilbúinn á augabragði,
aðeins 3-4 mín. á grillinu og
enn skemmri tíma í örbylgju-
ofninum.
BITINN er með pepperoni,
osti, sveppum, papriku, lauk
og kryddi. Reyndu líka hina
með skinku og nautahakki.
Mjólkursamlag Borgfirðinga,
Borgarnesi sími: 93-71200.