Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 16

Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 16
Cartler Paris 18 karat gullhringur. Sá eini sanni frá Carmr ar«^Í>r- GARÐAR ÓLAFSSON Úrsmiður - Lœkjartorgi. Skyldi Svavar geta komið kjarnfóðurskattinum gegnum þessa tvo? vígi, í baráttunni um hylli almennings og auglýsenda. Hér er það sem ráðabruggið byrjar. Pólitískir ráðamenn segja nefndarmönn- um að til standi að taka upp virðisauka- skatt í stað söluskatts og verði hann und- anþágulaus. Undankomuleiðin sé sú að samþykkja nú þegar tólf prósent sölu- skatt af auglýsingatekjum allra miðla, sem renni í eins konar Kjarnfóðursjóð fjölmiðla, en verði raunar að mestu end- urgreiddur atvinnugreininni eftir reglum, sem settar verði í reglugerð. Sjóðnum verði lagðir til tveir aðrir tekjustofnar: 12 prósent af aðflutningsgjöldum viðtækja og sex prósent af móttökubúnaði fyrir gervihnattasjónvarp. Nefndin gerir ráð fyrir að tekjur sjóðsins verði um 300 milljónir króna. Priðjungur þess fjár verði endurgreiddur til loftmiðlanna, þriðjungur til prentmiðla og þriðjungur til sjálfstæðra aðila sem geti sótt um f samráði við tiltekinn fjölmiðil (þá eiga allir nokkurs penings von og ætti að vera tryggt, að enginn rífi kjaft, nema lög- stimplaðir kverúlantar). Einnig skulu styrkir til dagblaðanna, sem hingað til hafa verið greiddir úr ríkissjóði, hér eftir koma úr þessum sjóði, enda verði stjórn hans kosin af stjórnmálaflokkunum á Al- þingi og formaður skipaður af mennta- málaráðherra. Gegn þeim rökum að með þessu séu þeir prentmiðlar, sem ár- angri ná í samkeppninni um auglýsingar, látnir jafna út niðurstöðu markaðarins eftir á með styrkjum til stjórnmálablaða sem markaðurinn hafnar, er teflt þeim falsrökum að í raun séu það aðflutnings- gjöldin, sem það séu látin gera. Það er auðvitað engu rökréttara að kaupendur nýrra móttökutækja loftmiðlunar séu látnir borga brúsann af óráðsíurekstri stj órnmálaflokkanna. Menntamálaráðherra hefur lýst því yf- ir að með þessu móti sé verið að hlífa fjölmiðlum við áhrifum væntanlegs virð- isaukaskatts. í staðinn borgi þeir lægri skatt, sem þeir fái að mestu endur- greiddan. Hvaða trygging er fyrir því að hann geti staðið við þau orð sín? Engin. Og um endurgreiðslur pólitískt skipaðrar úthlutunarnefndar hafa menn fordæmi úthlutunarnefndar listamannalauna. Halda menn til dæmis að höfundur þess- arar greinar „í samráði við tiltekinn fjöl- miðil“ (HEIMSMYND), fengi styrk til samningar þessarar greinar? Hér eru á ferðinni tilburðir til þjóðnýtingar og rit- stýringar, sem ekki verður trúað að fjöl- miðlarnir láti ómótmælt yfir sig ganga. Það, sem þó er verst í starfi nefndar- innar er það, að hún virðist ekki gera til- raun til að skilgreina stöðu Ríkisútvarps- ins að nýju, eftir að það er aðeins orðið eitt fjölmiðlafyrirtækið af mörgum í sam- keppni á markaði. Þar virðist einkum þrennt koma til greina: ð Ríkisútvarpið sé samkeppnis JH fyrirtæki á öllum sviðum, sen /^^ keppi um áhorfendur/áheyrend /■ ur og auglýsingamarkaðinn í /■ sama grundvelli og einka stöðvar. Því yrði þá að fylgjí / ■ fjárhagslegt sjálfstæði og réttu: / til að haga innri málum sínum ■ ■stjórn og launamálum eins oj hin fyrirtækin gera. Það er ekki hægt ac segja því að keppa og læsa það svo inni launakerfi ríkisstarfsmanna með þein 16 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.