Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 26

Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 26
Auk þess vinnur hún heilmikið starf í þágu barna á sjúkrahúsum um víða veröld, enda er það megintilgangur keppninnar af hálfu hinna bresku forsvars- manna. Launin verða greidd af Bretum og íslendingum í hlut- falli sem ákvarðast af því hvað hún vinnur mikið fyrir hvora. Fyrir þetta eina ár sem hún ber titilinn ungfrú heimur eru þau 25 þúsund pund (2,3 milljónir ísl. krónur), og við það bætast 5 þúsund pund (465 þúsund ísl. krónur) sem eru verðlaun fyrir að vinna keppnina. Það má teljast sæmilegt, sjálf launin um 200 þús- und krónur á mánuði, en þó ekki nema miðað sé við meðaltekjur kvenna. í hlutfalli við þær geysilegu fúlgur sem landinu sparast eru þau ekki há. Hófí morguninn eftir að hún var krýnd sem ungfrú heimur í London 1985. Hún fékk jarðarber og kampavín til morgunverðar, og síöan hófust ferðalög hringinn í kringum hnöttinn. Sem dæmi um það má nefna að í vetur fór Linda utan á vegum Alafoss að kynna framleiðslu fyrirtækisins. í sjónvarpsstöð, sem sést um allt Vestur-Þýska- land, var hún fengin í viðtal í þrjár mínútur á besta útsending- artíma, þar sem hún stóð sig frá- bærlega vel og kom vel til skila upplýsingum um ullarvörur. Auglýsinga- mínútan á þessari stöð á þessum tíma kostar tæpar fjórar milljónir íslenskra króna, eða ríflegt árskaup Lindu! Það er auðvelt að reikna hvað þrjár mínútur hefðu kostað. Snemma í mars tóku íslendingar þátt í sýningunni Boston Seafood Show. Þar voru allir helstu útflytjendur sjávaraf- urða, sem og nokkrir sem selja úr landi vélar og tæki til fiskvinnslu. Þar var Linda í þrjá daga, ýmist sem full- trúi á sýningunni sjálfri eða í boðum sem fyrirtækin héldu í tengslum við sölu- mennskuna. Þá kom hún fram í tíu mín- útna sjónvarpsþætti. „Á þriðja degi,“ segir Ingjaldur, „var hún orðin svo þekkt að henni var varla orðið viðvært á hótel- inu þar sem hún bjó. Hún gat varla feng- ið sér kaffibolla í friði fyrir fólki sem vildi láta taka af sér myndir með henni eða fá eiginhandaráritun hennar." Þrátt fyrir annríkið vann Linda einnig fyrir breska aðila þessa daga. Tvisvar sinnum heimsótti hún barnaspítala, klukkustund í hvort skipti, og var þar mjög vel tekið. Eitt barn, sem lengi hafði legið og aldrei brosað síðan það kom á sjúkrahúsið, ljómaði upp þegar ís- lenska fegurðardrottningin birtist. Með stuttri viðkomu á íslandi lá leiðin síðan til Spánar. Þar var Linda líka í þrjá daga, að þessu sinni á vegum saltfiskút- flytjenda. Hún kom fram í fjórum sjón- varpsstöðvum í ýmsum héruðum lands- ins. Tólf til þrettán milljónir Spánverja áttu þess kost að berja hana augum á skjánum meðan þessi stutta dvöl hennar í landinu stóð yfir. Frá Spáni brunaði hún til Norður-ít- alíu. Þar skyldi hún á pálmasunnudag, 19. mars, vera viðstödd sættir borgar- stjóranna í Flórens og Siena, en milli þessara nágranna hafði verið rígur og óvinátta sfðan á miðöldum, eða í meira en sjö hundruð ár. Hún hafði þar ákveðnu hlutverki að gegna, að katólsk- um sið var hún guðmóðir þessara sögu- legu sætta. Þar hafa víst allir verið að auglýsa alla, að minnsta kosti var athöfn- inni sjónvarpað um víða veröld yfir gervihnöttinn RAI. Tveim til þrem dögum seinna átti hún að vera í París til að máta brúðarkjól fyr- ir einhverja tískusýningu. Það er ekki lítill kraftur í nítján ára stúlku - Linda verður ekki tvítug fyrr en seinast í des- ember á þessu ári - að standa í þessu öllu saman. Bæði hún og Hófí hafa hlot- ið verðskuldaða viðurkenningu frá utan- ríkisráðuneytinu, enda hafa víst báðar unnið meira en þeim bar. Þetta eru sam- viskusamar og harðduglegar stúlkur, og liggja ekki á liði sínu. Fyrir hefur komið að vinnudagurinn hefur teygst upp í sautján stundir með sífelldum móttök- íslendingar hika ekki við að bregða sér út fyrir pollinn hvenær sem einhver landinn gerir sig líklegan til að gera garðinn frægan, og hér er Anna Margrét í London 1987 umkringd sigurreifum vinum og aðdáendum að heiman. 26 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.