Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 28

Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 28
HÓFÍ UNGFRÚ HEIMUR 1985 — lét ekki frœgðina slá sig út af laginu — um, myndatökum og viðtölum fyrir blöð, útvarp og sjónvarp. Allan tímann þurfa þær að sýnast úthvíldar og vel upp- lagðar. thyglin sem Hófí vakti opnaði augu markaðsaðila fyrir því hvað yndisleg stúlka, prýdd titl- inum ungfrú heimur, hafði geysilegt auglýsingagildi. „Þeir hafa uppgötvað hvað hægt er að nota okkur mikið,“ segir Hófí, þó af fullri hóg- værð. „Og alltaf halda þeir að þetta sé engin fyrirhöfn. Ein myndataka, hvað er það, tíu mínútur? Þeir gleyma að nauðsynlegur undirbúningur tekur alltaf sinn tíma. Mér finnst of hart geng- ið að Lindu. Hún er látin vinna miklu meira en ég. Þetta er ekki nógu gott.“ Báðum finnst þetta þó stórkostlegt ævintýri. Þær eru náttúrlega löngu orðn- ar hundleiðar á blaðamönnum og fjöl- miðlafargani. Kannske hafa þær þurft að vinna allt of mikið til að hafa tíma fyrir tilgerð og grillur, að minnsta kosti er ekki hægt að sjá að upphefðin hafi stigið þeim til höf- uðs. Hitt er annað mál að yndisþokki þeirra skilar beinhörðum tekjum í þjóð- arbúið. Meiri tekjum en margt streðið. Það er kostulegt að hugsa til þess að þegar Linda var í Japan stóðu rosknir kaupsýslujöfrar, sumir þeirra milljóna- mæringar, í biðröð til að fá eiginhandar- áritun þessarar ungu stúlku, sem bar hinn seiðandi titil ungfrú heimur. Og voldugir bankastjórar í mikilvægum við- skiptalöndum hafa látið í ljósi við við- skiptavini hér að þá dreymdi um að eign- ast mynd af ungfrú heimi 1989, Lindu Pétursdóttir, með eiginhandaráritun hennar. Sem þeir að sjálfsögðu fá. Það má lengi deila um innbyrðis hlut- föll fjármagns og fegurðar, og velta fyrir sér hvernig heimurinn liti út ef fjármagn og völd væru kvennamegin, en karlar kepptu um titla eins og herra íturvaxinn eða herra mittismjór. Deilur sprottnar af fegurðarsamkeppnum eru heldur ekki nýjar af nálinni. Frægasta styrjöld forn- aldar, þegar Trójuborg var lögð í eyði, átti rætur að rekja til þess að þrjár gyðj- ur, Hera, Aþena og Afródíta, deildu um hver þeirra væri fegurst. París, kóngs- sonur í Tróju og dómari í keppninni, valdi Afródítu, því hún hafði heitið hon- um fegurstu konu heimsins, Helenu fögru í Spörtu, að launum. Svo illa vildi til að hún var gift og þegar París hafði numið hana brott með fulltingi Afródítu fór eiginmaðurinn með fjölmennan her á eftir þeim og lagði Trójuborg í rúst. Sú er skýring arfsagnanna, en líklega hefur stríðið í raun verið háð um við- skipti og markaði, þótt fegurð kvenna væri höfð að yfirvarpi af glúrnum stjórn- málamönnum.n Garðabæjarstúlkan Hólmfríður Karlsdóttir var 21 árs gömul og um það bil að ljúka námi í Fóst- urskólanum þegar hún var beðin að taka þátt í keppninni ungfrú ísland. „Ástæðan fyrir að leitað var til mín var víst sú að ég hafði starfað sem fyrirsæta í samtök- unum Model 79. En mér fannst ég ekki tilbúin í keppni og langaði auk þess meira að fara í útskriftarferðalag til Þýskalands með skólanum. Árið eftir, 1985, var aftur leitað til mín. Ég vann þá sem fóstra á barnaheimili Vífilsstaðaspít- ala og færðist undan í fyrstu, en sló svo til og varð númer tvö. Ungfrú ísland varð þá Halla Bryndís Jónsdóttir og hún var send í keppnina ungfrú alheimur en ég til London í keppnina ungfrú heim- „Datt þér í hug að þú mundir vinna?“ „Nei, guð minn góður, ég vonaði að ég kæmist í fimmtán stúlkna úrvalið, og í hæsta lagi í sjö stúlkna undanrásina. Ennþá finnst mér óraunverulegt að hafa unnið, en þetta var auðvitað stórkostlegt ævintýri." Eftir sigurinn ferðaðist Hólmfríður, eða Hófí eins og hún er oftast kölluð, til þrjátíu landa í Norður- og Mið-Amer- íku, Suðaustur-Asíu og Evrópu. Hún komst jafnvel austur fyrir járntjald, til Póllands. Ýmist kynnti hún ísland og ís- lenskar vörur, á svipaðan hátt og Linda gerir nú, eða hún kom fram á mannfund- um sem efnt var til í því skyni að safna fé handa sjúkrahúsum fyrir börn fátækra foreldra, eða matgjöfum handa börnum í fátækrahverfum, til dæmis í Tælandi. „Þetta voru uppákomur af ýmsu tagi, ur. 28 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.