Heimsmynd - 01.05.1989, Side 36

Heimsmynd - 01.05.1989, Side 36
Bræðurnir Sveinn, Bjarni og Pátur í heimsókn hjá ömmu sinni, Ragnhildi Ólafsdóttur í Engey. Sveinn þótti fyrirferðarmikill, Pétur þótti sjarmerandi glæsimenni og Bjarni lægstur í lofti og ófríðastur en hann varð jöfurinn í ættinni, einhver mesti og umdeildasti stjórnmálamaður á íslandi. ENGEYINGAR Eftir miðja 19. öld var bóndi og skipasmiður í Engey sem Kristinn Magnússon hét. Sjálfur var hann ættaður af Kjalar- nesi, af Kortsætt sem írafellsmóri fylgdi, en hafði ungur farið til Engeyjar til að læra skipasmíðar og kvænst heimasætunni þar, Guðrúnu Pétursdóttur. Kristinn var einn af hinum harð- duglegu bændum sem þá byggðu Seltjarnarneshrepp og átti sinn þátt í að móta nýtt lag á árabátum sem kallað var Engeyj- arlag en með því mátti sækja lengra á miðin en áður hafði tíðkast. Reyndar var mönnum orðið ljóst um þetta leyti að ís- lendingar yrðu að eignast þilskip til að þeir yrðu ekki eftirbát- ar annarra þjóða á hinum fengsælu íslandsmiðum. Kristinn hefur ekki verið neinn veifiskati því að árið 1865 réðst hann í það ásamt fjórum öðrum íslendingum að fara á mikla sjávar- útvegssýningu í Björgvin í Noregi og kynna sér nýjustu strauma í fiskveiðum. Þá taldist það til stórtíðinda að íslensk- ur bóndi tæki sig upp til slíkrar farar. í Björgvin kynntust ís- lendingarnir ýmsum nýjungum sem þeir gátu fært sér í nyt heima og í kjölfar sýningarinnar réðst Kristinn ásamt Reyk- víkingunum Geir Zoega og Jóni Þóröarsyni í Hlíðarhúsum í að kaupa fyrstu skútuna til Reykjavíkur. Markar sá viðburður þáttaskil í atvinnulífi höfuðstaðarins. Árið 1875 var ung bóndadóttir frá Lundum í Borgarfirði á heimleið eftir að hafa numið kvenlegar menntir í Reykjavík. Hún hét Ragnhildur Ólafsdótt- ir (1854-1928) og var ætt henn- ar, Lundaættin, ein af hinum helstu og ríkustu í uppsveitum Borgarfjarðar. Ragnhildur gisti á heimleiðinni í Engey og Kristinn bóndi ásamt syni sín- um, Pétri Kristinssyni (1852- 1887), reru með hana daginn eftir upp í Borgarfjörð. Ári seinna kom hún aftur í Engey og giftist einkasyninum og tók bráðlega við bústjórn á heimil- inu. Pétur varð skammlífur og dó aðeins 33 ára gamall. Þau eignuðust fjórar dætur, Guð- rúnu (1878-1963), Ragnhildi (1880-1961), Ólafíu (1881-1977) og Maren (1884-1974). Ekkjan bjó áfram í Engey í skjóli tengdaforeldra sinna og giftist öðru sinni árið 1892 og þá Bjarna Magnússyni (1860- 1952). Eignuðust þau eina dóttur, Kristínu (1894-1949) en hann gekk jafnframt eldri dætrunum í föðurstað. Ragnhildur og Bjarni bjuggu í Engey til ársins 1907 en höfðu þá makaskipti á tveimur þriðju hlutum Engeyjar og húseigninni Laugavegi 18A í Reykjavík. Síðar fluttust þau á Laugaveg 66 og bjuggu þar til æviloka. Bjarni var verkstjóri á Innri-Kirkjusandi og fiskmatsmaður. Heimilið í Engey var fjölmennt enda ein helsta útvegsjörð á Innnesjum. Þar voru oftast 20 til 30 manns í heimili og mun fleiri á vertíðum. Systurnar frá Engey heyrðu því margt og sáu og fengu bestu menntun sem völ var á fyrir stúlkur af þeirra stétt. Meðal annars kenndi eldhuginn og ævintýramaðurinn, Jón Olafsson ritstjóri, þeim eldri íslensku um tíma. ANDI FORNSAGNA Elsta systirin, Guðrún, giftist árið 1904 ungum Þingeyingi, Benedikt Sveinssyni (1877-1954) frá Húsavík, og settust þau að á Skólavörðustíg 11A og bjuggu þar meðan bæði lifðu. Sagt var um Guðrúnu að hún bæri svipmót kvenskörunga forn- sagna. Hún var vinnuþjarkur hinn mesti, heit og sterk í hverju því er hún tók sér fyrir hendur, vinur vina sinna en líka hörð í horn að taka ef henni þótti hallað á menn og málefni sem hún bar fyrir brjósti. Sagt er að Bjarni, sonur hennar, hafi líkst henni um margt. Hún stjórnaði hinu stóra heimili sínu með búhyggindum og skörungsskap en gaf sér jafnframt tíma til að sinna félagsmálum og var heit kvenréttindakona. Hún gekk 15 ára gömul í Hið íslenska kvenfélag og var ein af 15 stofnend- um Kvenréttindafélags íslands 1907. Þar hafði hún meðal ann- ars frumkvæði að því að félagið beitti sér fyrir réttindum óskil- getinna barna og mæðra þeirra. Hún var lengi í stjórn Banda- lags kvenna og Kvenfélagasambands íslands, var formaður Mæðrastyrksnefndar og Heimilisiðnaðarfélags íslands um langt árabil. Hún saumaði Hvítbláinn, sem vígður var á Þing- vallafundi 1907 og Einar Benediktsson, mikill heimilisvinur Engeyjarfólksins, orti um: Rís þú unga íslands merki. Benedikt, maður Guðrúnar, var ekki eins fastur í jörðu og hún en eldheitur hugsjónamað- ur. Hann var helsti forystu- maður Landvarnarflokksins sem vildi ganga lengst allra flokka í sjálfstæðisbaráttunni. Fræg voru orð Benedikt í blaðagrein 1905 er hann sagði að ísland væri fyrir íslendinga og hér ættu að búa frjálsir menn í frjálsu landi. Þetta var í hnotskurn stefna hans. Hann var alþingismaður Norður- Þingeyinga 1909 til 1931 og um áratug forseti neðri deildar Al- þingis. Svo harður var Bene- dikt í sjálfstæðismálinu að hann var annar tveggja þing- manna sem greiddi atkvæði á móti sambandslögunum 1918. Honum þótti ekki nógu langt gengið. Á þriðja áratugnum stóð hann nærri Tryggvaarmin- um í Framsóknarflokknum, gekk í flokkinn 1927 en veru hans lauk þar 1931 er Jónas frá Hriflu fékk Björn Kristjáns- son, frænda hans á Kópaskeri, til að fara fram gegn honum. Guðrún Pétursdóttir bar svipmót kvenskörunga fornsagnanna. Hún var vinnuþjarkur hinn mesti, heit og sterk í hverju því er hún ték sér fyrir hendur, vinur vina sinna en líka hörð í horn að taka. Hún dó hálfníræð árið 1963. Guðrún var elst Engeyjarsystranna og giftist 1904 Benedikt Sveinssyni frá Húsavík. Hann var ekki eins fastur á jörðu og hún en eldheitur hugsjónamaður. Honum þótti gott að skemmta sér við vín og fór allnokkurt orð af honum í samkvæmum. 36 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.