Heimsmynd - 01.05.1989, Side 37

Heimsmynd - 01.05.1989, Side 37
Andúð Jónasar á Benedikt má rekja til „stóru bombunnar" en þeir voru svilar, Helgi Tómasson á Kleppi og Benedikt. Benedikt Sveinsson naut virðingar sem prúður drengskap- armaður en gat verið allhvass í orðum. Hann hafði unun af fornsögum og kveðskap og var vel að sér í íslenskri sögu. Honum þótti gott að skemmta sér við vín og fór allnokkurt orð af honum í samkvæmum. Pó að þau hjón væru ólík að skapferli og atferli voru þau samrýnd, ekki síst er árin færðust yfir. Aldrei urðu þau efnuð. Heimili Benedikts og Guðrúnar var rammíslenskur sam- komustaður eldheitra þjóðfrelsismanna og við það andrúms- loft ólust hin þjóðþekktu börn þeirra upp. Benedikt var svo fornyrtur að hann átti það til að mæla til manna á fornmáli, jafnvel úr ræðupúlti Alþingis. Er ekki örgrannt um að Halldór Blöndal, dóttursonur hans, bregði fyrir sig slíku hinu sama. Börnin á heimilinu báru svipmót foreldranna hvert með sín- um hætti. Pað sem þótti einkenna þau mörg var skarpar gáfur, skaphiti og ráðríki. Þau voru málafylgjumenn en gátu gengið svo hart fram að jaðraði við ofsa, voru næsta hrjúf á ytra borði en góðgjörn við nánari kynni. Þau komu til dyranna eins og þau voru klædd og sögðu umbúðalaust meiningu sína. Synirn- ir voru allir þessu marki brenndir, hver á sinn hátt. FYRIRFERÐARMIKILL EINFARI Sveinn Benediktsson (1905-1979) var elstur. Sagt var að þar færi maður sem ekki bæðist afsökunar á tilveru sinni, þvert á móti hafi hann verið svo fyrirferðarmikill að menn fundu fyrir nærveru hans hvar sem hann kom. í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins var sagt um hann látinn að andstæðingum hans hefðu þótt hann nokkuð einhliða í afstöðu sinni og talið hann ekkert lamb að leika við og ennfremur að hann hafi stundum verið einfari í skoðunum á mönnum og málefnum og hafi þá ekkert látið hvika bjargfastri skoðun sinni á hverju sem gekk. Davíð Ólafsson bankastjóri sagði að hann hefði ekki verið gefinn fyrir neinn afslátt og því oft óvæginn í hita baráttunnar. Sveinn Benediktsson hóf störf við útgerð að loknu stúdents- prófi og átti þar góðan að þar sem var Halldór Kr. Þorsteins- son, hinn landsþekkti skipstjóri og togaraútgerðarmaður í Háteigi í Reykjavík, en hann var kvæntur Ragnhildi frá Eng- ey, systur Guðrúnar (sjá síðar). Sveinn starfaði öðrum þræði við togaraútgerð Halldórs allt til 1944 en þekktastur varð hann samt fyrir forgöngu sína í sfldveiðimálum. Frá árinu 1927 starfaði hann einkum norður á Siglufirði, lengi sem umboðs- maður sunnlenskra síldveiðiskipa á miðunum norðanlands en frá 1930 í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins og stjórnarformaður þeirra um áratugi. Enginn mun hafa haft meiri áhrif á fram- gang þessara stórfyrirtækja en hann. En það stóð styr um Svein. í júlí 1932 hófst deila milli Verkalýðsfélagsins á Siglufirði og stjórnar Síldarverksmiðj- anna sem endaði með dramatískum hætti - svo ekki sé meira sagt. Sveinn skrifaði greinar í Morgunblaðið í hita baráttunnar og bar Guðmund Skarphéðinsson, formann Verkalýðsfélags- ins, þungum sökum, kallaði hann meðal annars skattsvikara og verkalýðsböðul. Hann sagði að menn eins og hann hefðu það að atvinnu sinni að spúa eitri milli atvinnurekenda og verkamanna, þeirra atvinna væri að ljúga og rægja til þess að upphefja sjálfan sig. Þessar blaðagreinar Sveins sýna auðvitað tíðarandann í pólitískum skrifum á þessum tíma en einnig þá heift sem stundum einkenndi Svein. Það er af framhaldi máls- ins að segja að verkalýðsforinginn örvinglaðist og svipti sig lífi og var Sveini kennt um. Miklar æsingar urðu á Siglufirði og víðtæk fundarhöld sem aðallega var stefnt gegn honum. Varð Sveinn að lokum að segja sig úr verksmiðjustjórninni um stundarsakir. En það er til marks um þrautseigju hans að nokkrum vikum síðar var hann kominn til Siglufjarðar á ný en var þá nánast hrakinn með valdi frá staðnum. En uppgjöf var ekki til í hans fari og hann átti eftir að eiga langan starfsferil á Siglufirði og vinna traust margra andstæðinga sinna, meðal Bjarni Benediktsson ásamt Ólafi Thors en leiðir þeirra lágu saman víðar en í stjórnmálum þar sem Pétur bróðir Bjarna var tengdasonur Ólafs. annars þeirra er voru honum andvígir vegna Guðmundarmáls- ins. Eftir stríð hóf Sveinn sjálfur sfldarsöltun í stöð sinni, Haf- silfri á Raufarhöfn, og síðar Haföldunni á Seyðisfirði. Það var á árunum 1947 til 1964. Sveinn var einn af stofnendum Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda 1961 og formaður til 1977. Hann var í síldarútvegsnefnd og lengi viðriðinn Bæjarútgerð Reykjavíkur eftir 1947, fyrst sem framkvæmdastjóri en síðan í útgerðarráði, þar af formaður þess 1963 til 1975. Hann var í stjórn LÍÚ 1944 til 1972 og um árabil formaður Sjóvátrygg- ingafélags íslands hf. og Hvals hf. en í tveimur síðarnefndu fyrirtækjunum komu meðal annars til áhrif Halldórs í Háteigi sem síðar verður vikið að. Þá var Sveinn varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins á árunum 1937 til 1942 en mun ekki hafa átt skap til frekari frama á stjórnmálasviðinu. Sveinn Benediktsson var duglegur og fylginn sér eins og hann átti ætt til. Hann komst til efna og víðtækra áhrifa í sjáv- arútvegs- og tryggingamálum og nú eru það börn hans sem halda á lofti merki Engeyjarættarinnar í fjármálaheiminum. Kona hans var Helga Ingimundardóttir, systir Einars, bæjar- fógeta í Siglufirði og síðar Hafnarfirði, lengi þingmanns Sjálf- stæðisflokksins. Sveinn átti tvær dætur fyrir hjónaband en fjögur hjónabandsbörn. Börn hans eru: Hrafnhildur Sveins- dóttir (f. 1924), gift Eyþóri Ó. Sigurgeirssyni, deildarstjóra hjá Flugmálastjórn. Edda Guðrún Sveinsdóttir (f. 1935). Hennar maður er Pútl Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður frá Vestmannaeyjum. Elst hjónabandsbarna er Benedikt Sveins- son (f.1938) hæstaréttarlögmaður sem hefur ótrúleg ítök víða í íslenska fjármálaheiminum. Hann hefur verið stjórnarformað- ur í skipafélögunum Nesskip og ísskip um árabil, tók við stjórnarformennsku í Sjóvá að föður sínum látnum árið 1979 og er nú stjórnarformaður Sjóvár-Almennra. Sagt er að hann sé maðurinn á bak við sameiningu Sjóvátryggingafélagsins og Almennra trygginga. Hann er einnig í stjórn Eimskipafélags íslands. Ingimundur Sveinsson (f.1942) arkitekt er næstur í röðinni. Hann er einn af þeim arkitektum sem hafa fengið flest verkefni í Reykjavík á undanförnum árum. Hann teikn- HEIMSMYND 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.