Heimsmynd - 01.05.1989, Side 40

Heimsmynd - 01.05.1989, Side 40
Guðrún Pétursdóttir í Engey var mikil kvenréttindakona og áhugasöm um stjórnmál. Sá áhugi blundar enn í sonar- og dcetradætrum en prjár peirra hafa gert sig gildandi í stjórnmálabaráttu. Valgerður Bjarnadótlir, Guðrún Pétursdóttir og Guðrún Zöega. Valgerður Bjarnadóttir var virk í Bandalagi jafnaðarmanna, Guðrún Pétursdóttir vakti þjóðarathygli í ráðhúsmálinu svonefnda en Guðrún Zöega (dóttir Guðrúnar Benediktsdótturj er nýkjörinn formaður Hvatar. lýsti yfir beinni andstöðu við dr. Gunnar Thoroddsen og var einn af helstu stuðningsmönnum Kristjáns Eldjárns. Þó að þeir bræður, Pétur og Bjarni væru samherjar í pólitík, og Bjarni, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins fór Pétur sínar eigin leiðir og sumir af eindregnustu andstæðingum Bjarna voru vinir Pét- urs. Pétur tók þátt í ýmsum félagsmálum, var til dæmis fyrsti formaður Samtaka um vestræna samvinnu og hann var í stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda frá 1962 til dauða- dags. Par hefur hann sjálfsagt notið þess að vera giftur inn í hina voldugu Thorsætt. Pétur var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Guðrúnu Briem frá Viðey, átti hann Ragnhildi Pétursdóttur (f. 1937) endur- skoðanda í Osló, gift Jan Paus lögfræðingi. Með seinni konu sinni átti hann tvær dætur. Sú eldri er Ólöf Pétursdóttir (f.1948) héraðsdómari í Kópavogi. Maður hennar er Friðrik Pálsson sem um árabil var framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda en er nú framkvæmdastjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Hin yngri er Guðrún Péturs- dóttir (f. 1950) lífeðlisfræðingur og háskólakennari. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir einarða framkomu sína í andmælum gegn staðsetningu ráðhúss Reykvíkinga við Tjörnina og koma þar vafalaust eðlisþættir Engeyjarættarinnar við sögu. Sam- býlismaður hennar er Ólafur Hannibalsson blaðamaður, bróðir Jóns Baldvins utanríkisráðherra. SKAPHEITUR LANDSFAÐIR Þriðji sonur þeirra Guðrúnar frá Engey og Benedikts al- þingisforseta var Bjarni Benediktsson (1908-1970) forsætisráð- herra. Þó að hann væri lægstur í lofti þeirra bræðra og ófríð- astur varð hann jöfurinn í ættinni og einhver mestur og um- deildastur stjórnmálamaður sem íslendingar hafa eignast. Bjarni var sagður likjast móður sinni, eins og fyrr sagði, skap- heitur og þykkjuþungur. Náms- og starfsferill hans var með glæsibrag. Lagaprófi lauk hann aðeins 22 ára gamall og tveim- ur árum síðar var hann orðinn prófessor við Háskóla íslands. Hefur enginn maður fyrr né síðar orðið prófessor hérlendis svo ungur. Ferill hans lá síðan beint á toppinn; borgarstjóri 32 ára gamall, ráðherra 39 ára og að lokum varð hann forsætis- ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Yfirburðir Bjarna Benediktssonar fólust í sterkum persónu- leika, afburðaþekkingu, skaphita og forystuhæfileikum. Lengi mynduðu þeir Ólafur Thors eins konar dúett í íslenskum stjórnmálum. Ólafur var glæsimennið sem gat sætt ólík sjónar- mið en Bjarni stóð þétt að baki hans sem hugsuður flokksins. Sumir héldu að Sjálfstæðisflokkurinn mundi liðast í sundur er Ólafur féll frá en þá kom í ljós að Bjarni hélt um alla þræði, gat verið bæði sáttfús og laginn en beitt hörku þegar við átti. Svo fór að þessi umdeildi maður varð eins konar landsfaðir sem allir, jafnt samherjar og andstæðingar, báru nær ótak- markaða virðingu fyrir. Á árunum 1947 til 1951 mótaði Bjarni manna mest íslenska utanríkisstefnu. Hann var utanríkisráðherra á dögum Mars- hallhjálpar, inngöngu íslendinga í Atlantshafsbandalagið og komu bandarísks herliðs 1951. Þá var heiftin svo mikil í stjórn- málum að andstæðingar á þingi yrtu ekki hver á annan svo ár- um skipti. Bjarni fékk í margra augum á sig ímynd hörðustu viðhorfa kalda stríðsins. Hann hafði komist að þeirri niður- stöðu að hlutleysi gagnaði íslendingum ekki og landið yrði að tryggja öryggi sitt í samvinnu við vestrænar þjóðir. Eftir það var málinu fylgt áfram með þeirri staðfestu sem þessum ætt- mönnum er lagið. En Bjarni var ekki dæmi um mann sem óvægin stjórnmálabarátta bugar eða forherðir. Tómas Guð- mundsson skáld sagði að hún hefði þvert á móti aukið honum æ meir þann mannlega styrk sem fólginn er í mildi og umburð- arlyndi. Sigurður Nordal sagði að Bjarni hefði í senn verið skapmaður, vitmaður, vígreifur og viðkvæmur og það hefði þurft mikinn þrótt og heilbrigðan kjarna til að halda þessu öllu í jafnvægi. Það er einnig athyglisvert að lesa eftirmæli hörðustu andstæðinga hans um hann. Hannibal Valdimarsson sagði að Bjarni hefði verið aðalforingi stjórnarandstöðunnar á vinstristjórnarárunum 1956 til 1958. Hann hafi þá verið harð- 40 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.