Heimsmynd - 01.05.1989, Page 42

Heimsmynd - 01.05.1989, Page 42
Engeyingar eiga líka ítök í dómskerfinu en Benedikt Blöndal var skipaður hæstaréttardómari fyrir ári síðan. Hann er elsti sonur Kristjönu Benediktsdóttur og Lárusar H. Blöndal. RAGNHILDUR OG HALLDÓR í HÁTEIGI Systir Guðrúnar Pétursdóttur frá Engey, móður þeirra Bjarna Benediktssonar og systkina, var Ragnhildur Péturs- dóttir (1880-1961) sem einnig gustaði mjög af. Hún þótti hinn mesti fjörkálfur á yngri árum og þótti henni gaman að því að láta sjóða á keipum í siglingu milli lands og Engeyjar. Hún tók ung þátt í störfum ungmennafélagshreyfingarinnar og fór síðan til Noregs og nam þar bæði á hús- mæðraskóla og lýðháskóla. Hún kenndi við Kvennaskólann um hríð eftir að hún kom heim en giftist 1911 Halldóri Kr. Þorsteinssyni, skipstjóra og útgerðar- manni. Hann var einn af stofnendum og eigendum togarafélagsins Alliance og stýrði fyrsta togara þess, Jóni forseta. Hann var skipstjóri á ýmsum togurum til 1929 en rak eftir það eigin útgerð (tog- arinn Max Pemperton) og fiskverkun. Það var undir hans handarjaðri sem Sveinn Benediktsson hóf feril sinn í sjáv- arútvegi. Max Pemperton fórst 1944 og átti Halldór þá kost á nýsköpunartogara en kaus fremur að leggja nýbbyggingar- 42 HEIMSMYND Stjarna Engeyjarættarinnar í viðskiptalífinu er Benedikt Sveinsson, elsti sonur Sveins Benediktssonar. Það heiur lítiö farið fyrir honum opinberlega en hann stóð nýlega fyrir samruna Sjóvár og Almennra trygginga, er sterkur hluthafi í Eimskipafélaginu og hefur víða ítök. RÓTTÆKUR LEGGUR Þriðja Engeyjarsystirin sem giftist var Maren Pétursdóttir (1884-1974). Hún var gift Baldri Sveinssyni, bróður Benedikts, og voru því tvær systranna giftar bræðrum. Baldur var síðast ritstjóri Vísis í Reykjavík en lést 1932. Maren sótti lýðháskól- ann á Askov á yngri árum og var þar samtíma Jónasi frá Hriflu. Hún var um hríð barnakennari í Reykjavík og þótti tápmikil kona og glettin. Eftir að Maren varð ekkja gerðist hún umboðsmaður Happdrættis Háskóla íslands og rak jafnframt verslunina Happó á Laugavegi 66. Börn Guðrúnar frá Engey fylgdu Sjálfstæðisflokknum eindregið að málum og voru þar í forystu en ýmsir af afkom- endum Marenar, systur hennar, hneigð- ust til róttækni. Börn hennar voru: Ragnheiður Kristjana Baldursdóttir (f. 1919), kona Páls Hafstaðs deildarstjóra hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Sigurður Baldursson (f.1923) þekktur og litríkur hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, hann framhald á bls. 110 sjóðinn, sem hann átti vegna togarans, í fyrirtækið Hval hf. sem er nú meðal best stæðu fyrirtækja landsins og rekur til dæmis frystitogarann Venus. Þar eru ítök þessarar fjölskyldu mikil. Þá var Halldór einn af stofnendum Sjóvár árið 1918 og sat í stjórn þess í nær hálfa öld og var þar af stjórnarformaður 1938 til 1964. Talið er að Engeyjarfjölskyldan hafi átt um 40 prósent í Sjóvá. Hann var einnig í stjórn Félags íslenskra botn- vörpuskipaeigenda, Vinnuveitendasambandsins og í stjórn Eimskipafélagsins var hann 1916 til 1953 eða lengur en nokkur annar maður. Ragnhildur frá Engey, kona hans, átti líka sinn glæsta feril. Meðan maður hennar var á sjó rak hún stórt kúabú á þeirra tíma mælikvarða á Háteigi (sem Háteigsvegur er kenndur við). Hún var mikill áhugamaður um íslenskan heimilisiðnað og rak meðal annars vefstofu í Háteigi um skeið og einnig í Húsinu á Eyrarbakka sem þau hjón keyptu og björguðu frá niðurrifi. Þá var hún mikill áhugamaður um húsmæðra- fræðslu, átti mestan þátt í stofnun Húsmæðraskóla Reykja- vfkur og var formaður skólanefndar hans. Hún var formaður Bandalags kvenna 1931 til 1943 og formaður Kvenfélagasam- bands íslands frá upphafi 1930 til 1947 en þá tók Guðrún systir hennar við formennsku. Einnig var hún formaður Hins ís- lenska kvenfélags og varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn 1934 til 1942. Ekki hefur borið eins mikið á börnum Ragnhildar og Guð- rúnar systur hennar. Hún eignaðist þrjár dætur. Elst er Ragn- hildur Halldórsdóttir (f. 1919), gift Lawrence Skeoch, þekktum kanadískum prófessor í hagfræði. Næst er Kristín Halldóra Halldórsdóttir (f.1921) sjúkraþjálfari, gift Þórarni Björnssyni sem lengi var forstjóri og eigandi Timburverslunar Árna Jóns- sonar. Hann er bróðir Stefáns Björnssonar sem um langt ára- bil var forstjóri Sjóvátryggingafélagsins. Yngst er Guðný Ólaf- ía Halldórsdóttir (f.1923) húsmæðrakennari, gift Teiti Finn- bogasyni heildsala sem kom allmjög við sögu þjóðernissinna á kreppuárunum. Hann er í stjórn Sjóvár-Almennra. Halldór Teitsson (f.1952) sonur þeirra er einn af yfirmönnum Sjóvár- Almennra. esson (f. 1955) tölfræðingur, einn af yfirmönnum í Sjóvá-Al mennum. Sigurður Zoéga (f. 1961) hagfræðingur. Hinn tvíburinn, Ólöf Benediktsdóttir (f. 1919) menntaskóla- kennari, er ekkja Páls Björnssonar hafnsögumanns, bróður Sigríðar, konu Bjarna Benediktssonar. Fyrri maður hennar var Guðjón Ásgeir Kristinsson skólastjóri. Ólöf hefur nokkuð látið kveða að sér í félags- og stjórnmálum, var meðal annars í stjórn Hvatar um árabil og formaður félagsins 1972 til 1976. Dætur hennar eru Guðrún Guðjónsdóttir (f. 1941) kennari, gift Hjálmari Júlíussyni skólastjóra og Anna Pálsdóttir (f. 1947) meinatæknir, um skeið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Isafirði. Maður hennar er Pétur Svavarsson tannlæknir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.