Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 44

Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 44
In Mcmoriam GUNNAR GUNNARSSON 1889-1989 Skömmu eftir síðustu aldamót kom rauðhærður austfirskur strákur til Kaup- mannahafnar þeirra erinda að verða skáld og sigra heiminn. Hann var ekki nema sautján ára, og hafði lítinn farang- ur annan en þrjóskuna. Gunnar hét hann og var Gunnarsson. Af fjölmörgum rit- verkum hans skulu hér aðeins fáein nefnd: Borgarættin (1912-1914), endur- minningaskáldsagan Kirkjan á fjallinu (1923-1928), Svartfugl (1929), Vikivaki (1932) og Aðventa (1937). Tvítugur varð hann ástfanginn af þeirri stúlku sem varð lífsförunautur hans. Hún var tveimur árum yngri en hann, hét Franzisca Antonia Josefina, en í fyrr- nefndum minningum gefur hann henni nafnið Selja. „Ég get ekki án hennar verið. Hún er í senn sjálfsögð og dularfull lífsnæring mín - á sama hátt og loftið," skrifar skáldið unga og segist varla ná andanum þegar hann verði að vera í burtu frá henni. Hann hafði kynnst henni á Islendinga- skemmtun þangað sem hún kom með eldri systur sinni, Önnu, konu Einars Jónssonar myndhöggvara. Gunnar var á þeim tíma tæpast björgulegur biðill, beygður af langvarandi féleysi og von- brigðum. En þar kom að samband þeirra Selju varð svo náið að hann varð fastur næturgestur í leiguherberginu hennar á Engilhagavegi. Á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld þótti slíkt athæfi argasta lauslæti og eftir kvartanir nágranna var Selju kastað á dyr fyrirvaralaust. Sam- eiginleg lausafjárstaða elskendanna var ekki beysin þá stundina, eitthvað í kring- um eina krónu, en það var sumar og nóttinni sem í hönd fór eyddu þau í gras- inu í einum af lystigörðum stórborgar- innar. Morguninn eftir var krónunni só- að í kærkomið morgunkaffi og volg vín- arbrauð við Nikulásarkirkju. Þann dag tókst þeim að fá léða krónu að nýju, en brátt kom í ljós að þótt það nægði fyrir hótelherbergi handa einum kostaði eina krónu og 25 aura fyrir tvo. Ungi ridd- arinn greiddi hótelgistingu fyrir Selju sína, og svaf þá nóttina einn undir ber- um himni. Basl næstu mánaða verður ekki tíund- að hér. Loks hóf Gunnar að skrifa skáld- sögu. Unnustan las hana jafnóðum af slíkum áhuga að hann fann til afbrýði gagnvart sínu eigin hugverki. Það var Borgarœttin sem kom út 1912 og vakti fljótt athygli í Danmörku. Fyrstu ritlaun- in gerðu elskendunum kleift að gifta sig og hefja sambúð á heiðarlegan hátt fyrir guði og mönnum. Hjónaband þeirra Gunnars og Franziscu entist í meira en sextíu ár, eða þangað til Gunnar lést 1975, ellefu mán- uðum á undan konu sinni. Þau eignuðust synina Gunnar, síðar myndlistarmann, og Úlf, síðar yfirlækni á Isafirði, en þeir eru nú báðir látnir. Borgarœttin var kvik- mynduð, ný skáldverk komu árlega frá hendi Gunnars og það leið ekki á löngu fyrr en bækur hans seldust í stórum upp- lögum langt út fyrir Danmörku. Frægð- inni fylgir eitt og annað, Gunnari var kennt sveinbarn sem hann gekkst við og varð síðar þekktur ritstjóri í Danmörku. Móðir þess átti ekki í mörg hús að venda en úr því bætti Franzisca með drengskap sem fáum er gefinn. Barnið fæddist á eldhúsborðinu heima hjá þeim Gunnari. Árið 1939 fluttust þau Gunnar og Franzisca alfarin til íslands og reistu sér glæsilegt hús (sem þau seinna gáfu ís- lenska ríkinu) í fæðingarhéraði skálds- ins, á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Þar fæddist barnabarnið Franzisca Gunnars- dóttir, sem lýst hefur afa sínum og ömmu á fjörlegan hátt í bernskuminn- ingum, Vandratað í veröldinni (Vaka- Helgafell 1987). Um ömmu sína segir hún meðal annars: „Það var svo furðulegt með hana ömmu, þótti mér, að hún var landið okkar í hnotskurn, þrátt fyrir að hún væri ekki einu sinni ofurlítið íslensk. Kærði hún sig um gat hún verið flestum harðneskjulegri, óþægilegri og þurrari á manninn, og í næstu andrá varð hún eins hlýleg og sólin á lygnum sumardegi. Hún sá og gerði sér grein fyrir mörgu, sem fór gjörsamlega framhjá flestum, og vissi svo margt og margt. Gunnar Gunnarsson og Franzisca kona hans með eldri soninn, Gunnar, í Kaupmannahöfn sumarið 1914. l'-Sw-- 44 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.