Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 48

Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 48
Rósína greifafrú elskar mann sinn heitt þótt breyskur sé og persóna hennar er með þeim frægustu í óperubókmennt- unum. Hún er túlkuð af Olöfu Kolbrúnu Harðardóttur, sem undanfarin ár hefur vaxið sem söngkona við hverja nýja sýn- ingu, rétt eins og íslenska óperan. Reyndar segja þeir sem til þekkja að hvorki óperan né söngskólinn, sem hún er sprottin af, væru það sem þau eru í dag hefði ekki Ólöf Kolbrún lagt þar fram krafta sína. Meðan verið var að æfa Brúðkaup Fígarós fengum við tækifæri til að ræða við hana um þá undraverðu uppbygg- ingu sem á tíu árum skapaði hér trausta óperuhefð úr engu, ef svo má segja. Hún sagði okkur ýmislegt um eigið líf og söngferil. „Það var sýning á óperunni II Pagli- acci sem nýstofnaður hópur, íslenska óperan, efndi til í Háskólabíói 1979 undir forystu Garðars Cortes, sem var upphaf- ið að þessu öllu saman,“ segir Ólöf þeg- ar við hittum hana eftir eina æfinguna. „Ég hef oft hugsað um hvað það var mikið kraftaverk að við skyldum hafa verið komin af stað áður en arfi hjón- anna Sigurliða Kristjánssonar og Helgu Jónsdóttur var skipt. Hefði hópurinn okkar ekki verið byrjaður að starfa hefði auðvitað engum komið til hugar að úthluta okkur nokkru. Þessi heiðurshjón gáfu all- ar eigur sínar til menningarstarfsemi og okkur, þessu nýstofnaða óperufé- lagi, var afhent mik- ið fé, fjórðungur alls arfsins, með því skil- yrði að það rynni til að kaupa eða byggja hús, ekki í rekstur. Garðar Cortes hafði um nokkurt skeið haft augastað á Gamla bíói og festi kaup á því um leið og féð fékkst, seint á árinu 1981.“ Þessi örlagaríka Pagliacci sýning var að mestu mönnuð úr röðum kennara við Söngskólann í Reykjavík. Meðal þeirra var Ólöf Kol- brún sem söng aðal- kvenhlutverkið á móti Elínu Sigur- vinsdóttur. Leik- stjóri var yfirkennari 48 HEIMSMYND f skírnarkjólnum. skólans, Þuríður Pálsdóttir, og skóla- stjórinn, Garðar Cortes, stjórnaði hljóm- sveitinni. Hann ritaði einnig grein í leik- skrá þar sem hann benti á að undanfar- inn áratug hefðu íslendingar aðeins flutt tvær óperur. Söngur nyti ekki ríkis- styrkja eins og aðrar listgreinar enda væri ekki einn einasti atvinnusöngvari starfandi í landinu. Hann hét á sýningar- gesti að leggja fram liðsinni sitt og skrif- aði meðal annars: „Þú, kæri óperuunn- andi, ert ekki aðeins áheyrandi hér í kvöld, þú ert hluti af draumi söngv- aranna um áframhaldandi starfsemi á sviði sönglistar.“ „Þjóðleikhúsið átti samkvæmt lögum að sýna eina óperu á ári,“ segir Ölöf Kolbrún. “En mjög oft varð ekkert af því vegna fjárskorts. Þegar við höfðum fengið Gamla bíó biðum við ekki boð- anna og fyrsta sýningin, Sígaunabarón- inn, var sett upp tveim mánuðum síðar, í janúar 1982. Við æfðum í vélsagarskrölti og steinryki, því meira en tuttugu iðnað- armenn voru á fullu að standsetja húsið til sýningar. En allir hjálpuðust að, vinir og vandamenn lögðu sitt af mörkum og útkoman var bara góð. Þetta var samt mikið basl lengi vel. Arfurinn góði rýrn- aði í verðbólgunni, og það er ekki fyrr en núna seinustu mánuði sem mér finnst grundvöllur óperunnar vera orð- inn nokkurn veginn traustur. Þótt við riðum enn á brauð- fótum fjárhagslega, þá höfum við sann- að tilverurétt okkar, óperugestum fjölgar ár frá ári og koma nú úr öllum stéttum þjóðfélagsins og alls staðar af landinu." Vorið áður, 1981, hafði óperan La Boheme eftir Puccini verið sett upp í Þjóðleikhús- inu, þar sem lýst er listamannalífi við rýran kost í París á síðustu öld. Aðal- hlutverk sungu Ólöf Kolbrún og Garðar Cortes. Eftir frum- sýningu skrifaði gagnrýnandi Pjóð- viljans að söngvarar hefðu staðið sig vel eftir atvikum og gert margt fallega, en auðvitað væri ekki hægt að gera miklar kröfur. „Vitaskuld höfum við seint efni á að manna slíkar Engin tónlist er betur til þess fallin að hrekja burt þunglyndi en sú sem streymdi undan penna Mozarts. Með foreldrum og yngri bróður. Frá vinstri: Hörður Haraldsson húsasmiður, Haraldur, Ólöf og Aðalheiður Jónasdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.