Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 49
sýningar með sama sniði og þeir á
Metropolitan eða í Hamborg eða Berlín.
Okkur dreymir um að hér verði byggð
upp þokkaleg útkjálkaópera, með líku
sniði og starfa í fjölda smærri borga í
Þýskalandi, Ítalíu og á Norðurlöndum.“
Það er víst áreiðanlegt að enginn setti
markið hærra. Enda, hvernig átti nokkr-
um að geta dottið í hug að ekki yrði lið-
inn áratugur áður en farið yrði að tala
um að Islendingar þyrftu ekki að fara til
útlanda til að sjá fyrsta flokks óperu?
Með hverri nýrri sýningu óx flytjendum
ásmegin og stórvirkin ráku hvert annað:
Töfraflautan 1982, La Travíata 1983,
Carmen 1984, II Trovatore 1986, Aida
1987. Sú seinast nefnda vakti mikla
hrifningu og ásamt henni var það svo
sýningin á Don Giovanni í fyrra sem
endanlega rak smiðshöggið á. Allur
flutningur var með slíkum ágætum að
vandlátustu tónlistarunnendur sperrtu
eyrun.
I öllum þessum sýningum söng Ólöf
Kolbrún stór hlutverk og þótti betri og
betri, bæði í leik og söng. En hver er eig-
inlega þessi kona og hvaðan er hún upp
runnin?
Bernskuvinkona segir: „Ólöf
Kolbrún er kona sem hægt er að
treysta. Raunbetri vin er erfitt
að hugsa sér. Um eigin tilfinn-
ingar er hún fáorð, en alltaf fús
að ræða um tilfinningamál við
aðra. Svona var mamma hennar.
Þegar ég var krakki finnst mér
hún alltaf hafa verið að hugga
emnverjar konur sem áttu bágt. Ólöf
segir fólki til syndanna ef henni finnst
með þurfa, en snobb og yfirborðs-
mennska er henni fjarri. Enda er hún
enginn skýjabólstrari, heldur hefur báða
fætur á jörðunni.“
Ásrún Davíðsdóttir, skrifstofustjóri og
kennari við Söngskólann, staðfestir hlut
Ólafar í uppbyggingunni þar. „Söngskól-
inn var stofnaður haustið 1973 af Garðari
Cortes. Ólöf kom þangað sem stunda-
kennari 1975 og eftir námsdvöl erlendis
varð hún fastakennari 1977. Árið eftir
var stofnað styrktarfélag til að standa
fyrir kaupum á núverandi húsnæði skól-
ans að Hverfisgötu 45 og skömmu síðar
Hverfisgötu 44. Það var feikna vinna að
safna nægilegu fé, og það voru haldnar
miðnæturskemmtanir í Háskólabíói,
flóamarkaðir og listakvöld með rithöf-
undum og myndlistarmönnum. Þarna
var Ólöf bæði pottur og panna og hefur
unnið miklu meira en nemur kennara-
laununum. Hún er reyndar ekki ein um
það, því eins og í Islensku óperunni er
samvinnuandinn mikill og góður.“
Sumar söngkonur skjótast eins og
flugeldar upp á óperuhimininn, slá í
gegn kornungar í stórum hlutverkum.
Framhaldið getur verið tvísýnt. Hér á
landi voru lengi engin tækifæri, óperur
sýndar endrum og eins, svo þrátt fyrir
Sex ára byrjaði ég í ballett
og tíu ára spilaði
ég á gítar á skólaskemmtun
þótt ég kynni ekki
nema fáein grip. Líklega
hef ég verið nokkuð
djörf á bernskuárum.
Móðir Ólafar, Aðalheiður
Jónasdóttir, með
börnin í hverfinu á steikjandi
heitum sumardegi,
einhvern tíma á sjötta
áratugnum þegar
braggarnir í Langholtinu
voru að víkja fyrir
nýjum steinhúsum.
Á myndinni með
kettlingana er ég ellefu ára,
nýkomin frá
rakaranum og afskaplega
óánægð með sjálfa
mig.
HEIMSMYND 49