Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 53
þorir að vaða af stað - og svo fylgja aðrir
á eftir.“
Þau Garðar hafa sungið saman ótal
ástardúetta og það hafa komist á kreik
magnaðar kjaftasögur um að eitthvað sé
á milli þeirra utan sviðs. En Ólöf vill lít-
ið úr því gera. „Við listamenn höfum
valið okkur að vera undir smásjá, óvar-
in, endalaust milli tannanna á fólki . . .
Öll erum við auðvitað breyskar mann-
eskjur, það er það skemmtilega við okk-
ur. En söngvari í ástarhlutverki verður
að læra að hann er að túlka tilfinningar
sem aðrir hafa fundið upp. Takmörkin
eru skýr. Söngvari þykist gráta, hann
grætur ekki í alvöru því þá gæti hann
ekki sungið. Sá sem ætlaði að vera í hlut-
verkinu utan sviðs, allan sólarhringinn,
yrði hreint og beint stórundarlegur.“
I
Olöf var innan við tvítugt þegar
hún kynntist eiginmanni sínum
og tónlistin hefur verið starfs-
vettvangur þeirra beggja. „Mað-
ur breytist og þroskast og í
hjónabandi getur ástin ekki ver-
ið á rauðu ljósi allan tímann.
Fólk lendir auðvitað í alls konar
freistingum og þá getur það ver-
ið spurningin um hvort farsælla sé að
láta skynsemi ráða á kostnað tilfinninga
eða tilfinningar á kostnað skynsemi. Það
er engin trygging til fyrir því að hjóna-
bönd endist í sjötíu ár, fremur en vina-
bönd. Sumir segja að ástæðan fyrir
mörgum hjónaskilnuðum nútímans sé
allur þessi hraði og streita, og telja það
alvarlegt mál. En í gamla daga þraukaði
fólk saman þótt það þroskaðist hvort í
sína átt. Ég og maðurinn minn erum
tvær manneskjur sem stundum syngjum
samhljóma tóna, stundum ekki. Við eig-
um ekki börn og vinnum hvort að sínu
langan dag, en það getur verið gott að
hafa einhvern til að spjalla við þegar
maður kemur heim til sín seint á nóttu,
og ekki sakar að það sé góður vinur,
manneskja sem maður virðir og vill
styðja og hjálpa.“
Talið berst aftur að hlutverkinu sem
hún er að syngja núna, greifafrúnni Rós-
ínu í Brúðkaupi Fígarós. „Það gerist á
löngu liðnum tímum, í allt öðru þjóðfé-
lagi, en við höfum verið að tala um það
söngvararnir að við könnumst ágætlega
við allar þessar tilfinningar sem verið er
að lýsa. Ég hef gaman af greifafrúnni
sem elskar sinn breyska mann. Hún tek-
ur kvensemi hans ekki sérlega hátíðlega,
finnst þetta hálfgerð látalæti, hann sé að
þykjast vera sterkari en hann er, kann-
ske af því að það er tíska í hans aðals-
mannastétt. „Bara að hann vildi leyfa ást
okkar að leiða sig á betri vegu,“ and-
varpar hún og ásamt þjónustufólkinu
leggur hún snörur sem hann flækist í,
verður að játa allt og iðrast sár-
lega . . .“□