Heimsmynd - 01.05.1989, Page 60
Sagan er
siðlaus
leikur að til-
finningum.
Hún er eins
andstyggi-
lega rotin og
hún er
heillandi.
Sumar þessara mynda þola illa
skoðun í spegli tímans. Pær hafa
elst illa. Ef til vill verður aðeins
eina þeirra að finna í bókum um
bestu verk kvikmyndasögunnar.
Ástæðuna gæti verið að finna í
viðfangsefni hennar sem lifað
hefur í meira en tvö hundruð ár
en ber engin ellimerki: Tónlist
Mozarts. Amadeus er að vísu ögn of löng
en bætir það margfaldlega upp með
hugsun sinni. í stað þess að líta á sagn-
fræðilegar heimildir um ævi Mozarts sem
heilagar kýr er sagan spunnin út frá því
sem máli skiptir, tónlistinni. Stuðst er
við þessar heimildir en skáldað inn í eftir
þörfum og eftir stendur kjarni málsins,
hylling þess sköpunarverks sem Mozart
lét eftir sig.
Á sínum tíma fór þetta fyrir brjóstið á
þeim sem telja sagnfræði og skáldskap
lúta sömu lögmálum. Myndin var gagn-
rýnd fyrir að fara frjálslega með ýmis at-
riði úr ævi tónskáldsins og líta framhjá
öðrum, en slíkar aðfinnslur féllu um
sjálfar sig, því ætlun höfunda myndar-
innar var aldrei að segja ævisögu hans.
„Amadeus er uppspuni byggður á stað-
reyndum og umfram allt hylling á tónlist
Mozarts," sagði handritshöfundurinn
Peter Shaffer á sínum tíma. Amadeus er
um margt skólabókardæmi um hvernig
nálgast á viðfangsefni sem átt hefur sér
sjálfstætt líf, hvort sem er í öðrum miðli
eða í raunveruleikanum. Par er unnið út
frá kjarna þess ævistarfs sem Mozart lét
eftir sig með því dramatíska snilldar-
bragði að láta kollega hans og samstarfs-
mann, Salieri, segja söguna. Hinar
sterku andstæður ástar Salieris á tónlist
Mozarts og hatur hans á keppinaut sín-
um mynda þá nauðsynlegu spennu sem
gerir Amadeus að meistarastykki.
Flestar hinna myndanna má afgreiða í
styttra máli. Kramer vs. Kramer, Ordin-
ary People og Terms of Endearment eru
allar ósköp notalegar en svamla á mörk-
um eldhúsóperunnar. Gandhi var metn-
aðarfull tilraun til að reisa merkum
manni minnisvarða en tók aldrei al-
mennilega á goðsögninni, Out of Africa
var hið huggulegasta landslagsmálverk,
Platoon var á engan hátt eftirminnileg
mynd og The Last Emperor var blóðlaus
risaeðla, vonbrigði og engan veginn verk
þess hugrakka og framsækna Bertoluccis
sem gerði Síðasta tangó í París og La
Luna.
Ein mynd enn skal nefnd til sögunnar.
Hún hlaut óskarinn 1982 og kom flestum
á óvart, það var eins og hún hefði villst
inn í tilnefninguna. Chariots of Fire var