Heimsmynd - 01.05.1989, Side 85
ar frá þessu ellefu ára tímabili. Ein að-
ferð hans til að halda liðsmönnum í hæfi-
legri fjarlægð, er að hann hefur ekki til-
einkað sér íslensku. Tjáskipti við liðið
fara fram á svokallaðri bogdönsku, sem
hann sjálfur kallar gjarnan telex-þýsku,
og er einhvers konar þýska ríkulega
skreytt með alþjóðlegum handboltaorð-
um. Petta mál hentar ágætlega til að gefa
fyrirskipanir. Hins vegar eiga menn erf-
itt með að svara í sömu mynt, og helli
menn sér yfir hann á einhverju öðru máli
hristir Bogdan bara höfuðið og læst ekk-
ert skilja. „Bogdan er haldinn fullkomn-
unaráráttu,“ segir einn landsliðsmanna,
„og annaðhvort vill hann nota mál, sem
hann hefur fullkomlega á valdi sínu og
getur átt síðasta orðið á, eða geta stjórn-
að gangi viðræðna gegnum túlk. Hann
ber sjálfsagt alltaf merki mótunarára
sinna í Póllandi. Hann er bráðgreindur
og vinnubrögð hans vönduð, kerfisbund-
in og traust. En hugmyndir hans um
mannleg samskipti eru ekki til fyrir-
myndar. Hann getur aldrei fengið inn í
höfuðið, að hann er ekki með herlið í
höndunum, heldur hóp einstaklinga,
sem eru í þessu af fúsum og frjálsum
vilja og fara sína leið ef þvinganir og
nauðung verða leikgleðinni yfirsterkari.
Sérstaklega bitna korpórálsstælarnir
hans á þeim, sem ekki hafa fast sæti í lið-
inu. Pað er þess vegna kominn tími til að
skipta og fá annan þjálfara."
Bogdan er þannig ekki einn
þeirra þjálfara sem deilir kjör-
um við liðsmenn sína, heldur er
utan og ofan við liðið. Hann er
ekki mikið í sálfræðilegum pæl-
ingum og gerir lítið til að hvetja
liðið og örva áður en það held-
ur inn á völlinn. „Þá hlið mála
annast liðsmenn sjálfir,“ sagði
landsliðsmaðurinn.
Aðferðir Bogdans verða sjálfsagt alltaf
umdeildar. Um árangurinn er ekki leng-
ur hægt að deila. Það verður ekki af
honum skafið að á tíma hans sem þjálf-
ara, hafa náðst sigrar, sem eru mestu af-
rek íslendinga í flokkaíþróttum frá upp-
hafi vega. íslenska landsliðið er í hópi
tíu til fimmtán bestu handknattleiksliða
heims og stendur fyllilega jafnfætis stór-
veldum, sem við bestu aðstæður geta
einbeitt til þess orku, tíma og fjármagni
að skapa sigurvænleg lið. Islenska lands-
liðið er orðið stolt þjóðarinnar og eftir-
læti, tákn um stöðu okkar í samfélagi
þjóðanna. Við getum ekki vænst óslit-
innar sigurgöngu þess, en við viljum að
„strákarnir okkar“ haldi áfram að gera
sitt besta að minnsta kosti fram yfir
heimsmeistaramótið á Islandi 1995.
Fegurð, andleg snilld, líkamlegt at-
gervi. Það er ekki amalegt ef Island vek-
ur hvað eftir annað athygli á vettvöngum
heimsins fyrir þessa þrjá eiginleika.
HEIMSMYND 85