Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 87

Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 87
Fyrirliöinn gerir hlé á leiknum til að ræða framkvæmd dómgæslunnar við umsjónarmann kappleiksins. enda, náði líka óvæntum árangri. Aust- ur-Evrópuþjóðirnar voru að berjast hart fyrir að ná fyrra sessi á ólympíumóti. Það hefur verið leitað ýmissa skýringa á því að við skyldum ekki ná betri árangri í Sól. Auðvitað er ekki á því nein ein skýring. En ég held að sú skýring sé röng, að við höfum æft of hart og stíft og spilað of marga landsleiki, lagt of hart að okkur og ekki náð að slaka á. En menn höfðu séð okkur glansa hér heima í höll- inni, móti hverju stórliðinu á fætur öðru, við rosalega hvatningu frá áhorfendum. Þarna úti urðum við fyrir sjokki að spila við gerólíkar aðstæður á víðáttumiklum leikvöngum frammi fyrir tugum þúsunda áhorfenda og glutruðum einhvers staðar niður þeim einbeitta sigurvilja, sem aftur margir mótherjanna höfðu og gerir gæfu- muninn í leik liða, sem eru svo áþekk að getu. Úr þeim hnút raknaði svo eftir Sól og við höfðum allt að vinna. Þá tókst okkur það líka. Við komum aftur að þeirri miklu vinnu og tíma, sem fer í að leika með landsliðinu um áratugar skeið. Það má segja að á tímabili deildakeppninnar sé æft á hverju kvöldi, sem ekki eru leikir. Um sumarfrí hefur ekki verið að ræða og síðustu sumur hefur verið æft tvisvar á dag og keppt erlendis sex til sjö sinn- um á ári. Handboltinn verður að koma númer eitt, tvö og þrjú. Margir okkar, sem verið hafa í námi, hafa orðið að hnika til prófum og seinka náminu eitthvað. Hins vegar fannst mér mun auðveldara að samræma námið handboltanum en starfið. Með námið á maður það að mestu við sjálfan sig hversu hart maður treystir sér til að leggja að sér, en í starfinu er ekki nóg að njóta skilnings vinnuveitandans, maður hefur metnað til að standa sig í starfinu og skila sínum verkefnum og þeim verð- ur ekki frestað eins og maður getur gert með próf. Auk þess er mikið af tekjum íslendinga aflað með yfirvinnu og þar stöndum við náttúrlega laklega að vígi. Er hann að hætta í handboltanum, draga sig í hlé eftir áratug í eldlínunni? Ég ætla allavega ekki að koma nálægt þessu fram á haustið og hugsa málið þangað til og svo er um okkur fleiri, sem mest hefur mætt á. Það er komin mikil breidd í liðið og yngri mennirnir hafa ekki staðið sig síður en við hinir, þegar þeim hefur verið gefið tækifæri. Ég sé hins vegar ekki að ég segi algerlega skil- ið við handboltann í einu vetfangi. Ég vildi vinna að því að gera deildakeppn- ina betri og skemmtilegri með betra skipulagi og föstum leikjum um helgar. En öllum ákvörðunum um framtíðina er sem sagt frestað fram á haustið og þá sjáum við hvað setur. HEIMSMYND 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.