Heimsmynd - 01.05.1989, Page 91

Heimsmynd - 01.05.1989, Page 91
ara Melstad kynntist Alfreð Gíslasyni þegar á unglingsárunum í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri, skömmu eftir að hann byrjaði að æfa hand- bolta. Þau fóru svo saman gegnum menntaskól- ann þar og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Hefur handboltinn aldrei komist upp á milli ykkar? Nei, aldrei. Ég hef frá upphafi fylgst með öllum leikjum, sem ég hef getað sótt, æfingaleikjum líka. Auðvitað finnst manni það ergilegt, þegar maður hefur ákveðið að gera eitthvað eða fara eitthvað með margra mánaða fyrirvara og svo er tekið fram fyrir hendurnar á manni á síðustu stundu með því að skyndilega er ákveðin æfing eða leikur. Það lærist þó fljótt að láta þetta ekki fara í skapið á sér til langframa. Þegar mest gengur á í handboltanum hlýtur daglegur heimilisrekstur að hvfla að mestu á herðum konunnar, ekki ólíkt því sem er hjá sjómannskonunni. En erfiðast verður þetta auðvitað fyrir börnin, sem oft sjá lítið af pabba sínum langtímum saman. Við kynntumst því raunar fljótlega að bæði verða að taka mið af boltan- um í áætlunum um framtíðina. Eftir stúdentspróf tók ég að mér kennslu, en Alfreð fór að spila með unglingalands- liðinu. Það ár var hann meira og minna fyrir sunnan. Mér líkaði kennslan vel og næsta ár ákváðum við að fara bæði í framhalds- nám, ég í Kennara- háskólann og hann í Háskólann í sagn- fræði, sem alltaf hef- ur verið honum áhugamál. Það gekk bara nokkuð vel að sameina námið og handknattleikinn fyrst í stað. Við fór- um meira að segja í sumarfrí saman 1981, en það hefur ekki tekist síðan. Það verður dýrðlegt að komast í sumarfrí í sumar. Við höfum ekki ákveðið neitt sérstakt enn. Hvorugt okkar gæti hugsað sér að liggja að- gerðalítið á sólarströnd svo vikum skipti. En við höfum bæði áhuga á að gramsa í gömlu drasli, skoða gamlar byggingar, kynnast fornum hefðum og gamalgrónum li'fs- háttum. Ætli eitthvað slíkt verði ekki ofan á þegar við loksins tökum þetta langþráða sumarfrí. En svo erfitt sem það er að aðlaga líf sitt ákvörðunum, sem maður ræður litlu eða engu um, þá held ég að hitt sé þó erfiðara að vera einn, sérstaklega þegar menn eru farnir að leika erlendis. Þar lærist fljótt að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Vináttan endist gjarnan jafn- lengi og hægt er að hafa gagn af þér. Síðan vill hún gjarnan gufa upp. Þá er gott að eiga traustan vin til að ræða málin við. Við höfum alltaf talað mikið saman og ég hef gjarnan haft þá aðferð að vera heldur neikvæð í velgengninni en halda á loft ljósu punktunum þegar illa gengur. Þannig getur konan orðið kjölfesta og jafnað út sveiflurnar, temprað sigurvímuna, bætt upp tapsárindin. Hvað hafðir þú fyrir stafni á Þýskalandsárunum? Ég var bara húsmóðir og líkaði það vel í fyrstu enda var sonurinn aðeins nokkurra vikna gamall, þegar við fórum út. En þegar um hægðist og ég hefði viljað fara út á vinnumark- aðinn reyndist erfiðleikum bundið að fá atvinnuleyfi. Ef minnst var á kennslu var bara hlegið, því atvinnulausir kenn- arar skiptu tugum þúsunda bara í fylkinu Rheinland-Westpha- len, þar sem við bjuggum. Þjóðverjar eru nefnilega hættir að eignast börn, svo að kennarana vantar viðfangsefni. „Þriðji hver Þjóðverji er hundur,“ skýtur Al- freð inn í samtalið, þar sem hann á leið um stofuna, og hlær um leið og hann sér undrunarsvipinn á spyrlinum. „Þeir fá sér nefnilega gælu- dýr í staðinn fyrir börn,“ bætir hann við til skýringar og hlær, um leið og hann gengur út aft- ur. En þetta var lær- dómsríkur tími. Konurnar þarna voru hlýðnar og heimakærar og létu bjóða sér margt það þegjandi og hljóða- laust, sem engin ís- lensk kona hefði lát- ið yfir sig ganga mótmælalaust. Ég var strax heldur illa liðin af forystu- mönnum liðsins fyrir að æsa upp hinar konurnar. Strákarnir fóru til dæmis alltaf árlega í skemmtiferð að loknu leiktímabili og ég reyndi að fá hinar konurnar til að fara sam- an í ferðalag á meðan. Að lok- um runnu þær allar á rassinn með það og það vakti nokkra hneykslun, að ég skyldi standa við mína áætlun og fara ein í frí með litla strákinn. Hér er þetta allt öðruvísi. Konur leik- manna í landsliðinu halda mjög hópinn, fara saman út meðan þeir eru í kappleikjum framhald á bls. 110 HEIMSMYND 91 Alfreð, Kara og Elvar, sonur þeirra fyrir framan heimili sitt í Tjarnargötunni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.