Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 92

Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 92
Lífsstfll Hár Ef kalla má augun spegil sálarinn- ar er hárið spegill líkamans. Það er hægt að nota það til sjúk- dómsgreininga - og kannski til að sjá sjúkdóma fyrir - löngu áð- ur en sjúkdómurinn brýst upp á yfirborðið. Þessu hafa náttúru- lækningamenn haldið fram í meira en áratug. Nú koma hin hefðbundnu læknavísindi í kjölfarið. Hárið tengist annarri líkamsstarfsemi um rætur sínar. Hárið er framlenging yf- irhúðarinnar, eins konar næmur skynjari sem getur sagt okkur heilmikið um stein- efnamagnið í líkamanum og er þannig mælistika fyrir efnaskipti líkamans. Kannski er það eitthvert greinilegasta merkið um að eitthvað hefur farið úr- skeiðis og úr jafnvægi þegar hárið verður grátt við streitu eða áfall. Það sem gerir hárgreiningu sambæri- lega sjúkdómsgreiningu er að þegar ein- stakt hár deyr verður steinefnainnihald þess eftir eins og eftirprentun. Hárið geymir þannig eins konar dulmálslykil, sem endurspeglar ástand viðkomandi líf- veru. Sá lykill gefur meðal annars til kynna hversu miklu af hinum ýmsu steinefnum líkaminn hefur náð til sín á vaxtartíma hársins. En má ekki ná sama árangri með blóðsýnistöku? Svarið er bæði já og nei. Af blóðsýn- inu má sjá ástandið hér og nú og það sem við höfum borðað síðustu klukku- tímana hefur mikil áhrif á innihald þess. Hársýni getur hins vegar sýnt hvað gerst hefur á vaxtarskeiði hársins. Það getur einnig varað við sjúkdómum sem rekja má til vannæringar og umhverfisáhrifa - ef upplýsingar um lífshætti sjúklings eru bornar saman við niðurstöður hárgrein- ingar. Þar að auki er erfitt að sýna fram á til- vist þungmálma í blóðinu (kvikasilfur, blý, cadmium og fleiri málmtegundir með eiginþunga yfir 5 grömm á rúmsen- tímetra). Þessi efni eru svo eitruð að blóðið losar sig sem snarast við þau út í fituvefi - og hár. I Bandaríkjunum hafa menn náð býsna langt í því að nota hárgreiningu til að sýna fram á heilsuspillandi vinnuað- stæður í verksmiðjum og málmsteypum. Rannsókn, sem gerð var í sambandi við koparsteypu og zinkvinnslu, leiddi í ljós hækkandi hlutfall málma í líkömum ná- grannanna eftir því sem þeir bjuggu nær þessum verksmiðjum. Núorðið vita menn að óheilbrigð um- hverfisáhrif geta leitt af sér sjúkleg ein- kenni eins og ofnæmi, gigt, þreytu og höfuðverk. Lýsa má sambandinu milli umhverfis og heilbrigðisástands á þessa leið: Þungmálmar úr iðnaðinum safnast saman í náttúrunni og berast í líkama okkar með mat og drykk. Alls kyns gerviefni eru sett í staðinn fyrir náttúrleg efni í matnum (ýmiss kon- ar aukefni). Nútímafæði er oft mjög einhliða og rangt samsett að næringarefnum. Afleið- ingin er að ónæmiskerfið fer úr skorð- um, eins og fram kemur í mikilli aukn- ingu ofnæmistilfella. Þetta getur aftur fljótlega leitt til van- næringar. En líkaminn er gæddur eigin- leikum sem skapa jafnvægi í blóðinu, þó svo við fáum of lítið af lífsnauðsynlegum næringarefnum, að minnsta kosti um nokkurt skeið. Þetta gerist með þeim hætti að annaðhvort gengur hann á um- frambirgðir eða hann leitast við að bæta upp skortinr- með notkun annarra efna. Meðan þetta sóttbrigðagangverk virkar uppgötvast sjúkdómseinkennin ekki. Tökum járn til dæmis. Járn er lífs- nauðsynlegt efni sem gegnir höfuðhlut- verki við upptöku og brennslu næringar- efna í hverri lífveru. Þriðjungi þeirra þriggja til fimm gramma sem finnast í líkama fullorðinnar manneskju er komið fyrir í vöðvum og lifur sem birgðum. Við járnrýrt fæði byrjar líkaminn að ganga á þessar birgðir. Séu þær uppurnar leiðir það af sér alvarlega hörgulsjúkdóma. Það hefur hins vegar vakið athygli manna að þegar líkaminn byrjar að ganga á birgðir sínar er hægt að lesa það í hárinu sem aukningu steinefnainni- halds. Sé hárgreining unnin í tæka tíð mun hún gefa glögga mynd af tilfærslu járns í líkamanum og gera kleift að bregðast við áður en í óefni er komið. Katja Akerberg, sem veitir forstöðu hárgreiningarstofnuninni í Múnchen, tel- ur sig hafa uppgötvað að hjá flogaveiki- sjúklingum megi ævinlega finna um- frambirgðir af ýmsum efnum. Hún held- ur því þess vegna fram að reglur um mataræði gætu þess vegna verið mögu- legur þáttur í meðferð þessa sjúkdóms. Við kransæðastíflu hafa svipuð ein- kenni komið í ljós. í fjörutíu og sex til- 92 HEIMSMYND eftir • ÓLAF HANNIBALSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.