Heimsmynd - 01.05.1989, Side 98
Hvað er krakk?
Krakk, rock, readyrock eða hubba eru
aðeins fá heiti sem notuð eru yfir ákveð-
ið form á kókaíni sem menn reykja í stað
þess að taka í nös eða sprauta í æð.
Krakk er búið til með því að blanda
saman kókaíni, vatni og bökunarsóda.
Við tilbúning krakks brestur í blöndunni
og þaðan fær efnið hið upprunalega
enska nafn sitt. Við framleiðslu kristall-
ast efnið og myndar eins konar hnull-
unga sem fíkniefnasalar brjóta niður í
litla köggla og selja síðan á fimm til tutt-
ugu dollara (250 til 1000 krónur) stykkið.
Krakk er reykt í pípum og vindlingum
og er allt að 90 prósent hreint kókaín. Ef
kókaín er reykt hefur það mun fyrr áhrif
á neytandann en ef
þess væri neytt á
annan hátt. Krakk
er aðeins sex til tíu
sekúndur að ná til
heilans og koma
neytandanum í mjög
mikla en skammæja
vímu sem varir í
fimmtán til tuttugu
mínútur. Undir
áhrifum krakks upp-
lifir neytandinn stór-
kostlega vellíðan og
sjálfsöryggi en þegar
víman líður hjá
verður hann þung-
lyndur, taugaóstyrk-
ur og hungrar í
meira. Áframhald-
andi notkun efnisins
er talin valda svefn-
leysi, minnkandi
matarlyst, örvænt-
ingu, hræðslu og
óöryggi. Þcssu fylgja
oft skap- og hegðun-
arörðugleikar og í
verstu tilfellum of-
skynjanir og sál-
fræðilegar truflanir.
Leið kókaíns í hendur neytenda
Nær allt kókaín, sem smyglað var inn í
Bandaríkin á síðasta ári, var framleitt í
Kólumbíu. Sérfræðingar yfirvalda segja
stórglæpaflokka þar í landi stjórna fíkni-
efnastórvel'di er færi þeim ágóða sem
nemur alls 110 milljörðum dollara á ári
hverju eða sem nemur um fimm þúsund
og fimm hundruð milljörðum íslenskra
króna.
I hálendi Kólumbíu rækta bændur
kókalauf og þurrka til að sjá sér og fjöl-
skyldum sínum farborða. Bóndi, sem
ræktar um fimm hundruð kfló af kóka-
laufum, getur selt framleiðslu sína fyrir
fimm hundruð dollara (um tuttugu og
fimm þúsund íslenskar krónur). Kaup-
andinn vinnur kókaín úr kókalaufunum
og fær eitt kfló af efninu úr um það bil
fimm hundruð kflóum af kókalaufum.
Kaupandinn selur því næst smyglara
kílóið fyrir sex þúsund dollara (um
300.000 íslenskar krónur). Kókaíni er
síðan smyglað í stórum stíl til Bandaríkj-
anna með flugvélum, skipum eða bflum.
Þar taka vopnaðir dreifingaraðilar við
varningnum og borga smyglaranum tólf
þúsund dollara (um 600.000 íslenskar
krónur) fyrir kflóið. Því næst kaupir
fíkniefnasalinn efnið af dreifingaraðilan-
um á þrettán þúsund til fimmtán þúsund
dollara (um 650.000 til 750.000 íslenskar
krónur). Fíkniefnasalinn breytir kókaín-
inu í krakk og fær um það vil sex þúsund
köggla úr einu kflói af kókaini og selur
neytendum hvern köggul á tuttugu doll-
ara (um 1.000 íslenskar krónur) og er nú
andvirði hvers kflós af kókaíni orðið um
eitt hundrað og’tuttugu þúsund dollarar
(um sex milljónir íslenskar krónur).
Fyrir aðeins fimm árum kostaði eitt
kfló af kókaíni fjörutíu þúsund dollara
(um tvær milljónir íslenskar krónur) en
vegna aukins framboðs á markaðnum í
dag hefur verðið lækkað um rúmlega
sextíu prósent. (Tölurnar í svigunum eru
miðaðar við að gengi dollarans sé fimm-
tíu íslenskar krónur.)
Dreifing kókaíns í Bandaríkjunum
Samkvæmt skýrslu Drug Enforcement
Administration (DEA) eru það fjórir
meginhópar sem stjórna umferð krakks
innan Bandaríkjanna. í fyrsta lagi eru
svokallaðir posses sem ættaðir eru frá
Jamaica og eru skæðir í Flórída og einnig
norðausturríkjunum og hluta miðvestur-
ríkjanna. í öðru lagi eru flokkar af Haiti-
uppruna sem stjórna markaðnum á aust-
urströndinni. Þriðji og fjórði hópurinn
eru afsprengi tveggja glæpaflokka í Los
Angeles, sem kalla sig Blood og Crips,
og eru þeir með eindæmum vel skipu-
lagðir og stjórna fíkniefnasölu á vestur-
ströndinni. Þeir hafa einnig hafið dreif-
ingu í Phoenix, Salt Lake City, Las Veg-
as, Seattle, New Orleans, Portland,
Sacramento og Tucson.
Geysileg samkeppni hefur myndast á
hinum yfirfulla markaði og eru ýmsar
aðferðir notaðar til að koma varningnum
á framfæri. Haiti-flokkarnir selja krakk í
aflöngu formi sem þeir kalla franskar
kartöflur og í New York hafa yfirvöld
komist yfir krakk,
innsiglað í plast og
stimplað með vöru-
merkjum, svo sem
Airborne og Sudden
impact.
ibúðarhverfin
vígvöllur
krakksalanna
Árið 1987 voru
eitt hundrað tuttugu
og níu morð framin í
San Fransiskó og
nágrannaborgunum
Oakland og Rich-
mond. Meira en
helmingur morðanna
var tengdur fíkniefn-
um og flest þeirra
framin í fátækra-
hverfum borganna.
Þrátt fyrir linnu-
lausa baráttu og ár-
vekni lögreglu og
íbúa Oaklands gegn
krakki undanfarin
tíu ár jókst notkun
þess stórlega á síð-
asta ári. Handtökur
tengdar krakksölu
hafa fimmfaldast á
tveimur árum og morð tvöfaldast.
í San Fransiskó hefur fjöldi starfs-
manna í fíkniefnadeild lögreglunnar ver-
ið tvöfaldaður í baráttunni gegn krakk-
glæpaflokkum. Handtökum hefur fjölg-
að úr átta hundruð í fjórtán hundruð á
mánuði og þar af hafa handtökur ungl-
inga aukist um 243 prósent, úr eitt
hundrað áttatíu og fjórum árið 1986 í sex
hundruð þrjátíu og tvær árið 1987. Að
sögn lögreglunnar í San Fransiskó er
ágóði fíkniefnasalanna ótrúlegur, allt að
tvö þúsund prósent. Krakksalar geta
þénað frá tíu þúsund dollurum (um
500.000 íslenskar krónur) á viku og allt
upp í milljónir dollara. Sautján ára
drengur, sem handtekinn var í San
Fransiskó, er sagður hafa þénað eina
milljón dollara (um fimmtíu milljónir ís-
Undir áhrifum krakks upplifir
neytandinn stórkostlega vellíðan og
sjálfsöryggi en þegar víman líður hjá
verður hann þunglyndur,
taugaóstyrkur og hungrar í meira.
98 HEIMSMYND