Heimsmynd - 01.05.1989, Page 100

Heimsmynd - 01.05.1989, Page 100
lenskar krónur) á aðeins þremur mán- uðum. Samfara auknu framboði á kókaíni hefur ofbeldi aukist og glæpum fjölgað. Fíkniefnasalar neyðast til að keppa um götuhorn eða blokkahverfi þar sem við- skiptavinirnir gera kaup sín. Peir svífast einskis þegar yfirráðasvæði þeirra er ógnað eða þegar færa á út kvíarnar og eru vel vopnum búnir. Að sögn lögregl- unnar í San Fransiskó bera þeir vélbyss- ur og sjálfvirka riffla, klæðast skotheld- um vestum og nota talstöðvar og síma- tengd kalltæki. Áhyggjur lögreglunnar af eigin öryggi og annarra aukast stöðugt vegna þess að vopn fíkniefnasalanna ger- ast æ fullkomnari og notkun skotvopna eins og Bull-put haglabyssu, sem skotið getur sautján skotum í einni lotu, gerist æ tíðari í götu- bardögum glæpa- flokkanna. Umsvif krakksal- anna í íbúðarhverf- um þessara borga hafa óneitanlega áhrif á líf saklauss fólks. Margir eldri borgarar forðast að fara út fyrir hússins dyr. Foreldrar ör- vænta um framtíð barna sinna sem al- ast upp í umhverfi þar sem krakkvið- skipti eiga sér stað daglega, í næsta húsi, á götuhornum, á leikvöllum og skólalóðum. Hættan er alls staðar fyrir hendi og freistingin mikil, sérstaklega fyrir börn og ungl- inga sem sjá sér fært að eignast vasapen- inga fyrir lítinn greiða, til dæmis að fylgjast með ferðum lögreglunnar, en flækjast síðan inn í ógn- vekjandi heim krakksins. Krakkneysla á heimilum hefur hræði- legar afleiðingar. Andlegt og líkamlegt ofbeldi gerist stöðugt algengara, foreldr- ar selja matarmiða sína og húsgögn til að svala fíkn sinni í efnið á meðan börn þeirra svelta og hafa aðeins bert gólfið til að sofa á. Einnig eru dæmi um að for- eldrar noti börn sín sem tryggingu fyrir greiðslu á fíkniefninu og jafnvel selji þau. Unglingar fátækrahverfanna laðast að heimi krakksalanna í fátækrahverfum áðurnefndra borga er hlutfall þeirra unglinga sem falla úr skólum mjög hátt. Vegna menntunar- leysis er vinna illfáanleg og það litla sem stendur til boða er illa launað. Skjóttek- inn auður krakksalanna er því mjög freistandi fyrir þennan hóp samfélagsins. Með sölu krakks sjá þeir í fyrsta skipti fram á fastar tekjur og betra líf fyrir sig og fjölskyldur sínar. Unglingar laðast einnig að krakk- glæpaflokkum vegna þess að þeir hafa þörf fyrir að tilheyra einhverjum og vera eitthvað. I hópi krakksalanna öðlast þeir virðingu, viðurkenningu og vernd félaga sinna sem ekki fæst eins auðveldlega annars staðar. Þeir læra fljótlega af krakkviðskiptunum að það sem mestu varðar er þykkt peningaveski, bflar, skartgripir og svo framvegis. Þýðing menntunar hverfur í skugga efnishyggj- unnar og erfitt er að segja þessum krökkum að atferli þeirra sé rangt þegar flestar dyr eru þeim lokaðar. Unglingaeftirlitið í San Fransiskó segir krakktilfellin mjög erfið viðureignar og óttast að ef ekki verður komið í veg fyrir útbreiðslu á krakki muni stór hluti barna og unglinga þurrkast út. í Oakland eru 75 til 80 prósent þeirra mála, sem unglingadómstólar taka fyrir, tengd krakki. Aldur þeirra, sem höfð eru afskipti af, fer sífellt lækkandi og eru blökkumenn þar í miklum meirihluta. Þessir unglingar eru harðari, grimmari og ofbeldishneigðari en áður þekktist. Þeir gera lítinn greinarmun á réttu og röngu, sjálfsbjargarviðleitnin er í fyrir- rúmi. Andlegt og líkamlegt ástand þeirra er oft bágborið og hafa flestir ánetjast fíkniefninu og misst að minnsta kosti tíu prósent af líkamsþyngd sinni. Þeir lifa frá degi til dags, framtíðin skiptir litlu máli. Áhrifamáttur peninganna er mikill en þó að sala á krakki bjóði sumum gull og græna skóga er ekki allt sem sýnist. Hinn ljúfi draumur breytist fljótlega í martröð fyrir flesta þessa unglinga. Hættan er alls staðar fyrir hendi og stöðugt þarf að líta um öxl, lögreglan er stöðugt á hælum þeirra, óvinirnir eru margir og síðast en ekki síst verða flestir fórnarlömb fíkni- efnisins. Unglingsstúlkur og krakkvandamál þeirra Maryam Rashada, forstöðukona Teen- age Parenting and Pregnancy Program (TAPP), í San Fransiskó, segir krakk eitt erfiðasta vandamál sem þau hafa hingað til þurft að fást við. Hún tel- ur að þrjátíu prósent af þeim unglings- stúlkum, sem hjá þeim eru skráðar, noti krakk eða búi með krakkneytend- um eða sölumönn- um. Starfsmenn TAPP segja krakk eiga stóran þátt í þeirri fjölgun sem orðið hefur á þung- un hjá ungum stúlk- um. Mikið af ungl- ingsstúlkum selur blíðu sína fyrir fíkni- efni og fjölgar þeim tilfellum þar sem stúlkur eru misnot- aðar kynferðislega af fjölskyldumeðlim- um þar sem krakk- notkun á sér stað. Starfsmenn TAPP segja krakk svo vanabindandi að erfitt og næstum því vonlaust sé að fá stúlk- urnar til að hætta neyslu þess. Þeir segj- ast ekki vera í stakk búnir til að veita þessum stúlkum þá aðstoð sem þær þurfa á að halda. Þær hjálparstofnanir í borginni, sem aðstoða fíkniefnaneytend- ur, hafa litla sem enga þjónustu í boði fyrir verðandi mæður. Að loka stúlkurn- ar á bak við lás og slá er eina „meðferð- in“ sem TAPP getur boðið stúlkunum ef koma á í veg fyrir að þær neyti efnisins meðan á meðgöngunni stendur. Aðgerð- ir sem þessar eru að sjálfsögðu ekki mjög árangursríkar og mikill hluti stúlknanna, sem til þeirra leita, lætur aldrei aftur frá sér heyra og nánast vonlaust er að hafa uppi á þeim. framhald á bls. 111 Foreldrar selja matarmiða sína og húsgögn til að svala fíkn sinni í efnið. 100 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.