Heimsmynd - 01.09.1989, Page 12

Heimsmynd - 01.09.1989, Page 12
Þorsteinn Pálsson: Er slagur framundan? Aratugur strákanna Á meðan hugsjónamenn ganga til liðs við ríkisstjórnina, sem er fyrsta fjórflokkastjórnin frá upphafi, kraumar undir yfirborðinu í Sjálfstœðisfokki. Gerist hið óvœnta á nœsta landsfundi? ratugur strákanna er að líða undir lok. Ekki er þar með sagt að miðaldra hugsjóna- menn eins og Júlíus Sólnes og Oli Þ. Guðbjartsson séu að taka við, en á tíunda áratugn- um má vænta breytts mynsturs í forystu þjóðarinnar. Líftími flokksforingja er væntanlega að styttast. Sé litið til baka yfir níunda áratuginn sést hver breyting- in hefur orðið. Horfnir eru af sjónarsvið- inu Geir Hallgrímsson og Albert Guð- mundsson, Olafur Jóhannesson og Gunnar Thoroddsen. Af núverandi for- ystu er aðeins einn yfir sextugt, Stein- grímur Hermannsson sem varð forsætis- ráðherra 1983. Jón Baldvin Hannibals- son er næstelstur en Þorsteinn Pálsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson borgarstjóri eru aðeins rúmlega fertugir. Þessir ungu forystumenn hafa sett svip sinn á stjórnmálin frá því að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völd- um vorið 1983. Ýmsir höfðu litla trú á Steingrími og þótti hann ekki líklegur til stórra verka. Engu að síður hefur þessi maður náð því að verða einn vinsælasti leiðtogi þjóðarinnar síðastliðin sjö ár. Hann hefur verið forsætisráðherra allan tímann utan eins árs, þegar Þorsteinn Pálsson var við stjórnvölinn. Hann var forsætisráðherra þegar þjóðin gekk í gegnum góðærið fræga, og hann leiddi hana líka inn í kreppuna. Hann stýrir nú óvinsælustu ríkisstjórn umliðinna ára- tuga og margt bendir til að vinsældir hans meðal þjóðarinnar fari dvínandi. Þegar Júlíus Sólnes tilkynnti inngöngu Borgaraflokksins í ríkisstjórn í Hringsjá Ingimars Ingimarssonar 2. september, í viðurvist Steingríms Hermannssonar og Þorsteins Pálssonar, sagði hann að næst yrði fréttamönnum falin stjórnarmyndun í beinni útsendingu, og var þá að vísa til þessarar sigurstundar sinnar og frétta- tíma fyrir ári þegar Jón Baldvin Hanni- balsson og Steingrímur Hermannsson slitu stjórnarsambandi við Sjálfstæðis- flokk. Þegar ríkisstjórnir eru myndaðar í lit á skjánum skal engan undra að þjóðin sé hætt að taka strákana alvarlega. Allir kunna þeir að hafa eitthvað til síns ágætis en fólki er löngu orðið ljóst, að þeir eru skaðræði saman. Þriggja og nú fjögurra flokka ríkisstjórnir þar sem ábyrgðinni er vingsað til og frá eru að leggja íslenskt þjóðlíf í rúst. Þessi þriðja útgáfa af ríkisstjórn, sem nú er mynduð frá kosningum 1987, sýnir í hnotskurn um hvað íslensk stjórnmál snúast. Þau snúast um stóla, að viðhalda völdum valdanna vegna. Þannig er þetta ekki bara áratugur strákanna heldur og ára- tugur stólanna. Strákarnir vilja halda stólunum og til að halda stólunum verða þeir að bæta fleiri strákum við þótt sumir verði að sætta sig við að standa. Það lá að vísu vel á Júlíus Sólnes þar sem hann sat ásamt Steingrími og Þor- steini í sjónvarpssal. Þetta var stór stund. Oli Þ. Guðbjartsson hafði víst sleppt að fara í sumarfrí ef kallið skyldi koma og Júlíus Sólnes, sem lýsti sér sjálfum sem stjórnmálamanni áður en hann fór inn á þing, er nú orðinn hugsjónamaðurinn í ríkisstjórninni. Fyrir venjulegan þing- mann í flokki sem hefur ekki lengur fylgi eru það tímamót að verða ráðherra. Á slíkum stundum fyllast einstaklingar eld- móði og tala um hugsjónir. Því fannst Júlíusi fráleitt hvernig Þorsteinn og Steingrímur voru að kíta. Hann vissi ekkert um það frekar en þjóðin að Stein- grímur og Þorsteinn höfðu rætt þetta vandræðaástand áður en þátturinn skall á. Júlíus benti þjóðinni og hinum foringj- unum á að nú þyrftu þeir að snúa stól- bökunum saman. Júlíus sættir sig við að fá ekkert ráðuneyti. Titillinn nægir til að hann vinni þjóðinni gagn. Svo spá margir því að þessi hjóna- bandssæla með Borgaraflokki vari stutt. En Steingrímsstjórnin lifir væntanlega út kjörtímabilið þar sem hún hefur ákveðið að vaða eld og brennistein næstu mán- 12 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.