Heimsmynd - 01.09.1989, Side 23

Heimsmynd - 01.09.1989, Side 23
FÓLK Á FERTUGSALDRI „Við karlmenn getum ekki yfirgefið vinnumarkaðinn og snúið okkur alfarið að barnauppeldi og heimili." Sigurður Snævarr hagfræðingur ásamt börnum sínum Asdísi og Jóhannesi. Sigurður segir að stjórnmálaflokkar séu hættir að höfða til fólks af þessari kynslóð. „Vatnaskilin í íslenskri pólitík eru um mál sem fyrir okkur eru ekki raunveruleg. Sem dæmi tek ég herstöðv- armálið, mál sem ég nenni vart að velta fyrir mér og efnhagsmálin með stóru E-i. Efnahagsmálunum er stöðugt klúðrað eins og við vitum. Rekstrarskilyrði at- vinnuveganna eiga að vera trygg gegnum markaðsöflin, þannig að stjórnmálin geti eðli sínu samkvæmt snúist um mannlega þáttinn. Eins og Parkinson benti á, eru stjórnmálaflokkar að selja mál í stórum pakka, þegar það hentar almenningi mun betur að geta keypt sínar hugmynd- ir í smásölu. Kjarni málsins er að þessi kynslóð veit að núverandi flokkakerfi er úrelt!“ Hann segir að ólíkt eldri kynslóðum sé sú kynslóð sem nú er að taka við mun betur í stakk búin að reka nútímaþjóðfé- lag en þeir sem halda um stjórnartaum- ana nú. „Við óttumst ekki tölvurnar né byltingu á fjármagnsmarkaði. Þær breyt- ingar sem hafa átt sér stað á þessum vettvangi hafa opnað okkur nýja mögu- leika og eru ein forsenda uppamenning- arinnar.“ Eins og flestir aðrir ræðir hann höml- urnar sem þessari kynslóð eru settar með ástandinu í dagvistar- og skólamálum. „Þjóðfélagið hefur ekki svarað kröfum okkar. En eins og kerfið er uppbyggt eru okkur settar skorður með reglugerðar- frumskógum sem meina okkur að leysa málin sjálf. Miðskólinn sem fékk ekki að starfa hefði fært mörgum foreldrum lausn. Þar hefði maður getað komið barninu sínu fyrir allan daginn og ekki þurft að hafa áhyggjur af því að sækja það í hádeginu og koma því annað. Sjö ára sonur minn er í skóla frá níu til ellefu eða tólf og það sér hver sem vill að þetta samræmist ekki þörfum útivinnandi for- eldra. Iðulega þarf ég að stökkva út af miðjum fundi til að sækja hann og gefa honum að borða í hádeginu. Því næst fer ég með hann á dagheimili þar sem yngri systir hans er og þangað þarf ég að sækja þau aftur klukkan fjögur. Þá hefst sígilt þrætuepli okkar hjónanna, hvort eigi að fá að vinna áfram, hún eða ég. Bæði er- um við í þannig störfum að dagurinn nýt- ist ekki vel vegna stöðugrar röskunar." Þau eru með börnin sín á einkadag- heimili og greiða tæplega fjörutíu þús- und á mánuði fyrir það. Það er drjúgur hluti tekna fólks. „Það er fáránlegt að þessi gjöld skuli að auki vera skattskyld á meðan bílakaup eru frádráttarbær", segir hann. Streitan sem fylgir lífi önnum kafinna nútímaforeldra er Sigurði ekki ókunn. „Við fórum í sumarfrí með börnin til Evrópu og fyrstu dagana gátum við hjón- in vart komið við hvort annað vegna vöðvabólgu“, segir hann hálft í gríni og alvöru. „Þetta var gott frí að því leytinu til að þarna náðum við sambandi með markvissu átaki. Við létum börnin ganga fyrir í einu og öllu. Slepptum því að reyna að fylgjast með fréttum af um- heiminum eða að reyna að fara út að borða saman við kertaljós í ró og næði.“ HEIMSMYND 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.