Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 41

Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 41
Sérfræðingar Heilbrigðismálastofnun- arinnar lögðu í vor fram svonefnda „Delfíspá“ um framvindu alnæmis til aldamóta. Þeirn var falið að ganga út frá því að tala smitaðra í heiminum árið 1988 hefði verið fimm milljónir og að hvorki fengjust virk lyf né bóluefni gegn alnæmi á síðasta áratug aldarinnar. Sam- kvæmt spánni munu tvisvar til þrisvar sinnum fleiri menn sýkjast af HIV á tí- unda áratugnum en þeim níunda og yfir fimm milljón nýir alnæmissjúklingar greinast 1990 til 2000. Engin álfa virðist hafa orðið verr úti en Afríka. Þar, og á eyjum í Karíbahafi, breiðist alnæmi einkum út við kynmök karls og konu. Konur eru nær jafnmarg- ar og karlar í hópi smitaðra og smit á fóstrum og nýfæddum börnum er al- gengt. í mestum hluta Ameríku og í Vestur-Evrópu smitast flestir af homm- um eða eiturlyfjaneytendum og karlar eru í verulegum meirihluta meðal smit- aðra. í Austur-Evrópu, Norður-Afríku og nyrst á meginlandi Ameríku, í Asíu og á Kyrrahafseyjum er veikin fá- gæt. Sjúkdómur sem var óþekktur 1980 er nú að verða ein skæðasta plága sem á mannkyn heijar. Menn spyrja að vonum hvað hafi gerst. Hvar var veiran áður? Alnæmi hefur eflaust verið að búa um sig á vesturlöndum áður en veikin var greind sem slík. Elsta staðfesta tilfellið sem ég hef rekist á er um norskan sjómann sem var í tíð- um siglingum til Afríku. Árið 1966 veikt- ist hann af óþekktum sjúkdómi, með einkenni er benda til alnæmis. Kona hans veiktist 1967 og dóttir þeirra 1969, þá tveggja ára. Þau létust öll 1976. Blóðsýni úr öllum þremur sjúklingun- um voru tekin 1971 og síðar og geymd. Sýnin voru nýlega tekin til HlV-grein- ingar og veiran fannst í þeim öllum. HEIMSMYND 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.