Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 46

Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 46
■ðardótw a Björg • Sigurðar Ikirkjubók Undornsprestakalls í Austur-Húnavatns- sýslu stendur að 14. september 1886 hafi fæðst dreng- ur á bænum Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. í bókinni er hann nefndur Sigurður Jóhannesson og foreldrar hans sagðir ógift vinnuhjú á bænum, Jóhannes Guð- mundsson, 37 ára, og Jósefína Björg Sigurðardóttir, 21 árs. Ári seinna eru foreldrarnir báðir horfnir af bænum en eftir er drengurinn, kallaður tökubarn í sóknarmannatali. Þessi lausaleikskrógi og töku- drengur átti síðar eftir að verða slíkur páfi í íslensku menningarlífi að sagt var að orð hans vægju meira en hundrað annarra og í skugga hans stóð heil kynslóð menntamanna. Hann hét Sigurður Nordal og var meistari í íslenskum fræðum, prófessor, heimspek- ingur og brautryðjandi í skáldskap. Slíkur var persónuleiki hans að Hans Hedtoft forsætisráðherra Dana, kallaði hann næsten farlig charmerende mand er hann var skipaður sendi- herra íslands í Danmörku, einkum til að ná íslensku hand- ritunum úr greipum Dana. Segja má að Sigurður Nordal hafi ríkt með ægishjálmi sem andlegur leiðtogi þjóðarinnar í meira en hálfa öld, frá 1918 til dauðadags 1974. Og af honum er kominn annar páfi á allt öðru sviði. Það er Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, sonur hans, sem hefur verið helsti efnahagsmálasérfræðingur landsins í aldarfjórðung og nýtur mestrar virðingar allra íslendinga í alþjóðlegum fjármála- heimi. Þegar Jóhannes stígur í pontu á hinum árlega aðalfundi Seðlabankans situr fyrir framan hann gjörvöll ríkisstjórn landsins, hver sem hún er hverju sinni, bankastjórar og við- skiptajöfrar og hlýða eins og þæg skólabörn á ábúðarmikinn skólastjóra. Þannig hefur hið nordælska páfadæmi staðið í 70 ár, fyrst á andlega sviðinu með Sigurði, síðan einkum á því veraldlega með Jóhannesi. Annar sonur Sigurðar er Jón Nor- dal tónskáld og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, einn af áhrifamestu mönnum í íslensku tónlistarlífi um áratuga- skeið, svo að þræðir þessarar fjölskyldu liggja víða. Þó að upphafið væri ekki burðugt hjá Sigurði Nordal og for- eldrar hans væru af hinni lágu stétt vinnuhjúa, sem hafði ekki einu sinni kosningarétt, var hann kominn af kjarnmiklum húnvetnskum, eyfirskum og skagfirskum ættum. Faðir hans var systursonur Skáld-Rósu og móðir hans var dótturdóttir séra Jóns Eiríkssonar á Undornfelli og konu hans Bjargar Benediktsdóttur af Vídalínsætt sem þekkt var fyrir gáfur og andlegan glæsileika. Margir af leiðtogum þjóðarinnar á fyrstu áratugum þessarar aldar voru ættaðir úr Húnavatnssýslum og voru sumir þeirra náskyldir Sigurði Nordal. Þar má nefna Guðmund Björnsson landlækni og skáld, einn af þeim sem komu með byltingu læknavísindanna til Islands. Hann var sonur Þorbjargar, systur Sigurðar Helgasonar, móðurafa Sig- urðar Nordals. Þá var Jón Þorláksson verkfræðingur og for- sætisráðherra sonur Margrétar, systur Guðrúnar, móður- ömmu Sigurðar. HÁLFSYSTKINI SIGURDAR Það er af foreldrum Sigurðar að segja að Jóhannes, faðir hans, fór til Ameríku fljótlega eftir fæðingu hans. Móðir hans, Jósefína Björg mun hafa borið þær vonir í brjósti að barnsfað- ir hennar kæmi aftur til landsins og gengi að eiga hana en gafst upp á biðinni og giftist Eyþóri Árna Benediktssyni bónda að Hamri á Bakásum í Austur-Húnavatnssýslu. Mun brúðkaupið hafa borið upp á sömu vikuna og Jóhannes kom loks til landsins. Þau Eyþór og Jósefína Björg eignuðust sex börn sem þann- ig voru hálfsystkini Sigurðar Nordals. Elst þeirra var hinn þjóðkunni veðurfræðingur Jón Eyþórs- son sem þótti snillingur í meðferð íslensks máls, rétt eins og hálfbróðirinn. Jón var mikill ferðagarpur, aðalstofnandi Jöklarannsóknafélags Islands og einn helsti frammámaður Ferðafélags Islands. Hann var vinsæll fyrirlesari, útvarpsmað- ur og eftir hann liggur fjöldi rita. Fyrri kona hans var Kristín Vigfúsdóttir og börn þeirra voru Björg Jónsdóttir starfsmaður Ríkisskipa, kona Svavars Halldórssonar, starfsmanns hjá SÍS, 46 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.