Heimsmynd - 01.09.1989, Side 49

Heimsmynd - 01.09.1989, Side 49
Börn Jóns Jenssonar. Guðlaug, Sesselja. Ólöf og Bergur. sameinaði í flestum verkum sínum eiginleika skáldsins og fræðimannsins. I huga hans reis íslensk bókmenntasaga sem eilíf glíma milli innlendra erfða og útlendra áhrifa. Svo mikils álits naut Sigurður að árið 1945 var hann gerður að prófessor í íslenskum fræðum við Háskóla Islands án kennsluskyldu og aldurstakmarks. Eftir það gat hann helgað sig fræðistörfum óskiptur en hlé varð raunar á því á árunum 1951 til 1957 er hann gegndi sendiherrastörfum í Kaupmanna- höfn. Par þóttu Islendingar snjallir því að Sigurði var manna best trúað fyrir því að ná handritunum úr höndum Dana. Hann þurfti ekki annað en sjarmera þá upp úr skónum og það reyndist honum auðvelt samanber orð danska forsætisráðherr- ans í formála þessarar greinar. Sigurður Nordal naut þess að lifa og í Kaupmannahöfn eignaðist hann að vinum marga fremstu menn í dönsku þjóðlífi. Hann hafði til dæmis gaman af því að sýna mikla bók sem hinn heimsþekkti kjarnorkuvísinda- maður og Nóbelsverðlaunahafi Níels Bohr hafði gefið honum á sjötugsafmæli Sigurðar. Níels hefur greinilega þótt mikið til um Sigurð því að á saurblaði bókarinnar er löng tileinkun til hans. En Níels Bohr, sem var þekktur fyrir að vera utan við sig - hafði meðal annars misst leyfi til að hjóla um götur Kaup- mannahafnar af því að hann hjólaði á hvað sem fyrir varð - hafði vandað sig svo við ávarpið til Nordals að hann skrif- aði uppkast og þvf hafði hann svo gleymt inni í bókinni. Þannig átti Sigurður bæði sjálfa tileinkunina á saurblaðinu og uppkastið að henni. ÓMÓTSTÆÐILEGIR PERSÓNUTÖFRAR Samtímamönnum sem skrifuðu um Sigurð Nordal bar saman um að hann hefði verið áhrifamesti andlegi leiðtogi þjóðarinnar á sinni tíð. Hann hafði ekki aðeins áhrif á skáldin og fræðimennina heldur og allan al- menning. Nemendur hans úr Háskóla Islands báru ótta- blandna virðingu fyrir honum og stóðu allir sem einn í skugga hans, þorðu vart að fitja upp á frumlegri hugsun sem braut í bága við skoðun meistarans. Jafnt kommar sem íhaldsmenn dýrkuðu hann. Heimili hans á Baldursgötu 33 stóð jafnan op- ið ungum menntamönnum og á gamals aldri hafði hann unun af því að hafa ungt fólk í kringum sig, spjalla við það og segja frá. Voru það ógleymanlegar stundir og getur höfundur þess- arar greinar vitnað um það. Persónutöfrar hans og glettni voru ómótstæðileg. Hann hafði þann hátt á að fara ekki á fæt- ur fyrr en um hádegi en vann í rúminu á morgnana. Eftir há- degi gekk hann til annarra starfa eða tók á móti fólki. A gam- als aldri hressti hann sig á hverjum degi á drykk þeim sem kallast lúmúmba. Pað var kakómjólk með konjaksdreitli út í. Þegar Sigurður Nordal lést birtist stór rammagrein á forsíðu Morgunblaðsins þar sem stóð að við lát hans yrðu þátta- skil í arfi íslendinga. Hann var kallaður merkasti fræðimaður þjóðarinnar á vor- um dögum. Við útförina kom svo út aukablað af Morgunblaðinu með úrvali úr verkum hans, myndum af honum og minningargreinum. Kristján Eldjárn, þá- verandi forseti íslands, skrifaði um hann og hafði það eftir Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi að margir væru þeir erlendir menntamenn sem virtu Island mest fyrir það að þar væri Sigurður Nordal. I þeirra augum væri íslensk menning og Nordal nær eitt og hið sama, hann væri samnefnarinn. Eftir að þessi áhrifamikli sjarmör ís- lenskra fræða, sonur vinnuhjúanna á Eyjólfsstöðum, var allur fóru að heyrast raddir, að vísu dálítið hjáróma fyrst, að kannski hefði Sigurður Nordal ekki ver- ið jafn snjall og almannarómur sagði. Jafnvel gamlir lærisveinar hans risu upp Jón Jensson og bræður hans var sagt að skyldleikinn við þjóðarleiðtogann mikla yrði þeim byrði alvöru og ábyrgðar líkt og þeim bæri skylda til að halda uppi virðingu forsetans. HEIMSMYND 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.