Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 52

Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 52
btóðutsonuT ásamt Ólöf síðari eiginkona Sigurðar Nordals sinni t>rg - ra. 0a bötnuW 'pe'TT Fjórða systkinið var Þórdís Jensdóttir, kona séra Þorvalds Jónssonar á Isafirði, eins Gilsbekkinga sem voru andstæðir Skúla Thoroddsen í Skúlamálum. Meðal barna þeirra var Kristín Þorvaldsdóttir, kona Sigutjóns Jónssonar alþingis- manns og framkvæmdastjóra á ísafirði og síðar á Seltjarnar- nesi. Fjórði var Bjarni Jensson læknir. Meðal barna þeirra voru Þórður Bjarnason bóndi, Jens Bjarnason bókhaldari í Reykja- vík, Ingólfur Bjarnason verslunarmaður og Ólöf Bjarnadótt- ir, kona Jóns Hallvarðssonar sýslumanns (sonur þeirra er Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, og vinnur hann þar undir stjórn Jóhannesar Nordals náfrænda síns). Ennfremur voru í þessum systkinahópi Þórður Jensson skrifari í Stjórnarráðinu, Guðlaug Jensdóttir, kona Sigurðar Jónssonar sýslumanns í Stykkishólmi, náfrænda síns, og Ingi- björg Jensdóttir, kona Hjartar Jónssonar læknis í Stykkis- hólmi, öll barnlaus. SKAPMIKILL EN ÓÞJÁLL TENGDAFAÐIR Jón Jensson, tengdafaðir Sigurðar Nordals, var talinn skap- mestur þeirra systkina. Hann lauk embættisprófi í lögum frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1882 og árið eftir gerðist hann landshöfðingjaritari undir stjórn Bergs Thorbergs sem hafði tekið þennan unga svein að sér er hann varð föðurlaus og styrkt hann til náms enda voru tengdir þar á milli. Árið 1886 giftist svo Jón bróðurdóttur Bergs, eins og áður er sagt, og er þetta dæmigert um það hvernig hin fámenna yfirstétt á þeim tíma tengdist innbyrðis á margvíslegan hátt. Embættisframi Jóns var skjótur og beinn. Hann varð fyrst meðdómari við yf- irdóminn 1889 og loks yfirdómari og dómstjóri. Auk þess gegndi hann ýmsum embættum svo sem bæjarfógetaembætti í Reykjavík um skeið og sömuleiðis amtmannsembætti í Suður- og Vesturamti. Jafnhliða embættismennsku sinni tók Jón virkan þátt í stjórnmálum. Hann var kosinn þingmaður Reykvíkinga árið 1894 eftir harðvítuga kosningabaráttu. Hann stillti sér þar upp sem andstæðingur svokallaðs Landshöfðingjaflokks þar sem Magnús Stephensen og Tryggvi Gunnarsson voru áhrifamest- ir. Mótframbjóðendur Jóns í kosningunni og þeir sem lutu í lægra haldi fyrir honum voru annars vegar Hannes Hafstein, sem átti eftir að eiga mikla framtíð í stjórnmálum, og Halldór Kr. Friðriksson sem átti sér langa þingmennsku að baki og hafði verið náinn samherji Jóns Sigurðssonar, föðurbróður Jóns Jenssonar. Um þetta leyti voru að myndast nýir flokkar í stjórnmálum, annars vegar svokallaðir Valtýingar, sem vildu hnekkja hinu hálfdanska embættis- og kaupmannavaldi, og hins vegar fyrrgreindur Landshöfðingjaflokkur sem síðar varð Heimastjórnarflokkur. Jón Jensson skipaði sér í flokk með Valtýingum. í kosningum 1900 tókust svo á þeir Jón og Tryggvi Gunnarsson og sigraði sá síðarnefndi. Þar með var lokið þingmennskuferli Jóns en hann átti samt eftir að láta kveða að sér sem stofnandi og aðalforingi Landvarnarflokks- ins. Einnig sat hann í bæjarstjórn Reykjavíkur á árunum 1891 til 1903 og 1908 til 1914. Sagt var um Jón Jensson að hann hefði haft skarpa dóm- greind og lagt staka alúð við að brjóta hvert mál til mergjar en hins vegar hefði hann skort þann eiginleika að geta höfðað til fjöldans. Hann var bráður í skapi, nokkuð mislyndur, stirð- máll og fremur óáheyrilegur ræðumaður. Þó sögðu menn að þegar hann kæmist í hita hefði komið kraftur og einkennilegur blær yfir ræðu hans. Þorsteinn B. Gíslason ritstjóri sagði hann merkan mann og skapríkan en nokkuð óþjálan í framkomu. Jón Jensson átti jafnan við vanheilsu að stríða og lést 1915, sextugur að aldri. Börn þeirra Jóns Jenssonar og Sigríðar Thorberg voru fjög- ur, þar af tvær dætur sem ekki giftust og dóu báðar á besta aldri. Þær voru Guðlaug Jónsdóttir (1893-1931) um skeið ritari franska ræðismannsins í Reykjavík og Sesselja Jónsdóttir (1900-1940) símamær í Reykjavík. Þriðja systirin var Ólöf, 52 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.