Heimsmynd - 01.09.1989, Side 60

Heimsmynd - 01.09.1989, Side 60
„Árið 1980 bjó ég í London og vann fyrir kvikmyndafyrirtækið 2oth Century Fox. Þar sem ég var að leita að sérstæðu landslagi keypti ég fjölda ljósmyndabóka og tók eftir því að íslensk náttúra er stórkostleg. Þegar ég kom hingað var ég gagntekinn af ægifegurð landsins. Ég hef meiri mætur á því en nokkru öðru landi heims. Ég var ákveðinn í að kvikmynda Leitina að eldinum á íslandi og kom oft hingað til að finna tökustaði en svo skall á verkfall bandarískra leikara sem olli því að tökur frestuðust og ég varð að lokum að hætta við að kvikmynda hérna. Ég kom hingað fimmtán sinnum á öllum árstímum og ferðaðist um í bfl , á flugvél og fótgangandi á Heklu. Hér er ógnvekj- andi en dýrðleg náttúra. Hún er ógn- vekjandi í augum útlendings sem alinn er upp í stórborg. í París felur maður sig innandyra þegar vindur blæs. Ef hann rignir, tekur maður neðanjarðarlestina, en hér verður maður að beijast við vind og regn sé maður staddur úti í náttúr- unni. Og það sem hrífur mig einnig er að í þessu landi, lengst úti í Atlantshafi, skuli búa menningarþjóð. í Sahara er einangrun en ekki há- menning. Hér er hvort tveggja. Og vegna menningarinnar varðveitið þið landið svona vel. Þegar ég fékk Óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu kvik- myndina árið 1977 sem ber nafnið Svartir og hvítir í litum dugði það mér til að opna dyrnar að Hollywood og gaf mér tækifæri til að kvikmynda dýrar myndir á borð við Leitina að eldinum , Nafn Rósarinnar og Björninn. Ég vil reyna að vera í þeirri stöðu að geta gert kvikmyndir sem mér finnst ég hvergi hafa séð áður. Af hverju skyldi ég gera kvikmynd sem ég er þegar búinn að sjá? Hvemig get ég fengið fólk til að yfirgefa sjónvarpið og fara í kvikmyndahús ef það getur séð svipaða mynd heima hjá sér? I Birninum er ég að leita að dýrslegu eðli okkar mannanna. Ég er heillaður af því hversu frumstæðir menn eru í eðli sínu. Ég er fæddur og uppalinn í Frakklandi þar sem skynsemishyggja er allsráðandi í anda heimspeksins Decartes sem hefur verið eins konar þjóðardýrlingur okkar Frakka. Okkur Frökkum hættir til að halda að við séum hugs- uðir, en við stjórnumst auðvitað að miklu leyti af eðlishvöt- inni sem við þurfum fyrst og fremst að takast á við. Ég byrjaði að rannsaka þessar eðlishvatir eftir að hafa farið til Afríku ár- ið 1968. Þá varð ég fyrir menningarlosti. Áður var ég ungur strákur, nýsloppinn út úr háskóla, og gekk í hvítum jakka með bindi að hætti borgaranna og var fullur fordóma gagnvart frumstæðum þjóðum. Ég lagði stund á bókmenntir, forn- grísku, latínu og miðaldafræði í Sorbonne. Og lærði seinna kvikmyndagerð í IDHEC sem er elsti kvikmyndaskólinn í Frakklandi en ber núna nafnið PHOENIX. í Afríku hrundu allir mínir fordómar þegar ég sá hlæjandi og syngjandi svert- ingja berja bongótrommur. Ég áttaði mig á að heimur tilfinn- inganna er mikilvægari en skynsemin og síðan þá hef ég verið gagntekinn af þessu sama viðfangsefni. Kvikmyndin Leitin að eldinum er leitin að frumþörfum mannsins. Kvikmyndin Nafn Rósarinnar sýnir öfgar menningarinnar. Þar er leikið á strengi líkama og sálar, náttúru og siðmenningar. Á milli þessara öfgakenndu ása, tilfinninga og þekkingar, sveiflast menn. I Birninum fæst ég við það sama og geng feti framar með að nota dýrin til að túlka dýrslegar hvatir okkar mannanna. And- stæðurnar í Nafni Rósarinnar og Birninum eru af sama toga. Björninn stendur nær eingöngu fyrir það líkamlega og eðlis- hvötina. Munkur leitast við að vera eingöngu andlegur og af- neitar kynlífi og munaði magans. En munkurinn á samt í vanda með að höndla líf sitt. í Nafni Rósarinnar ráða munkarnir ekki við kynhvatir sínar, geta hvorki bælt þær niður né stillt sig um að kýla vömbina. Drauma eigum við sameiginlega öðrum dýrum. Ein af ástæðunum fyrir gerð Bjarnar- ins er að ég var að leita dýrsins í sjálfum mér. Margir héldu að ég hefði gert myndina af því að mér þætti vænt um birni en ég þekkti ekki birni meira en önnur dýr áður en ég fór að kynna mér líf þeirra og hátterni. í fyrstu ætlaði ég að láta apa vera aðaldýrið en þeir stjórn- ast ekki af eðlishvötinni í eins ríkum mæli og birnir og með því að velja bjarn- dýrið gat ég höfðað sterkar til hins dýrs- lega í manninum, því björninn er ýmist á tveimur eða fjórum fótum. Ég las fjölda bóka um bimi og fékk bandarískan ráðgjafa Doe Peacock, til halds og trausts og dýraþjálfara sem var mjög ráðhollur. Til liðs við mig hafði ég fjölda annarra sérfræðinga á þessu sviði. Kvikmyndin er byggð á skáldsögu sem ber nafnið The Grizzly King eftir James Oliver Curwood. Hann var veiðimaður sem ákvað eftir að bjarndýr þyrmdi lífi hans að skrifa bók um það syni sínum sem víti til varnaðar. Sonur hans vildi feta í fótspor föður síns og gerast veiðimaður. Það atriði í kvikmyndinni þar sem bjarn- dýrið þyrmir syni veiðimannsins á klettasyllunni er stílfært úr sögunni. Eru bimir eins mannlegir og þú lýsir í myndinni? Nei, þeir eru hættulegir og við vorum í stöðugri lífshættu við töku myndarinnar en það er hægt að læra að umgangast þá eins og dýraþjálfarar gera. Þeir minna með hátterni sínu sterklega bæði á menn og dýr og mér fannst ég snjall þegar ég ákvað að nota birni til að höfða svo sterklega til þess dýrslega og mannlega í okkur. Þegar þeir standa í tvo fætur minna þeir á menn. Þegar þeir eru á fjórum fótum eru þeir ógnvekjandi óargadýr. Ég valdi aðstæður þar sem birnir líkjast mönnum sem mest en forðaðist aðstæður þar sem þeir haga sér eins og birnir eingöngu. Þeir vita hins vegar mun á góðu og illu og muna eftir því sem fyrir þá kemur. Mennirnir eru dýr sem læra einnig mest af reynslunni. Við lærum hraðar og höfum stærri heila, en drauma eigum við sameiginlega öðrum dýrum. Er eitursveppaofskynjun bjarnarungans byggð á reynslu þinni af eiturlyfjum? ei, sjálfur nota ég ekki eiturlyf og hef aldrei gert. Ég drekk lítið og reyki ekki. Ég hef þó ekki for- dóma gagnvart mönnum sem nota slíkt. Ég skil þá sem ánetjast lyfjum en slíkt er í senn sorglegt og hörmulegt. Það hjálpar sumum að nota slíkt og menn virðast gera það út úr neyð og þá verka eiturlyf sem læknismeðal fyrir fólk sem á í erfið- leikum og sumum liði ef til vill ennþá verr ef þeir hefðu ekki áfengi, tóbak eða önnur eiturlyf til afnota. Ég mæli ekki með ofnotkun þess en fordæmi fólk ekki sem notar þau. Dýr verða einnig drukkin eins og mennirnir og þau finna fyrir áhrifum ofskynjunarlyfja og sum þeirra leita í gerjuð epli til að finna á sér og ofskynjunarsveppi og eiturlyfjaplöntur til að verða fyrir áhrifum. Samtalið berst að næsta verkefni Annaud og handritaskrifum. Hann kvaðst hafa unnið með aðalhandritahöfundi Pólanskis, Gerald Brach og að Brach hefði skrifað handritið að Leitinni að eldinum. Annaud sagði þá Pólanski vera góða vini þótt ólíkir væru. eir eru hættulegir og við vorum í stöðugri lífshættu við töku myndarinnar, en það er hægt að læra að umgangast þá eins og dýraþjálfarar gera. 60 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.